Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 67
FIMMTUDAGUR 30. júní 2011
P
IP
A
R
\T
B
W
A
-S
ÍA
Útsalan hefst í dag kl:16:00
30-70% afsláttur
Barnafataverslunin Róló Glæsibæ
Sími 8948060 • www.rolo.is • Facebook
ZE
B
R
A
Tónleikar ★★★★
Afrocubism
Eldborg í Hörpu 28. júní
Eldborgarsalurinn var þéttset-
inn þegar Afrocubism var kynnt
á svið klukkan hálf tíu á þriðju-
dagskvöldið. Tónleikarnir áttu að
hefjast klukkan átta en seinkunin
var að sögn vegna þrumuveðurs í
London sem raskaði flugumferð.
Tafir af þessu tagi eru alltaf hvim-
leiðar fyrir alla, nema kannski
veitingamenn í Hörpu sem fengu
óvænt meira að gera.
Það varð hins vegar strax ljóst
þegar sveitin hóf leik sinn að þess-
ir tónleikar yrðu alveg biðarinnar
virði. Þrettán manns voru á svið-
inu, sjö Kúbumenn og sex frá Malí.
Hljómsveitarstjórinn og gítar-
leikarinn Eliades Ochoa og Kasse
Mady Diabaté sáu um sönginn en
annars skiptust hlutverk í grunn-
inn þannig að Kúbumennirnir sáu
um ryþmann í bakgrunninum á
meðan Malíbúarnir sýndu færni
sína með sólóum í forgrunninum.
Og þetta voru mikil tilþrif. Gít-
arleikarinn Djelimady Tounkara
fór á kostum og sýndi lítil þreytu-
merki þrátt fyrir að hafa verið
fimmtíu ár í bransanum. Lútuleik-
arinn Bassekou Kouyate átti líka
góða spretti og það sama má segja
um sílófónleikarann Fode Lassana
Diabaté og Baba Sissoko sem spil-
aði á hefðbundin afrísk ásláttar-
hljóðfæri, m.a. „talandi trommu“.
Það var helst að manni fyndist
stórstjarnan Toumani Diabaté
hafa sig full lítið í frammi. Hann
virtist þreytulegur en sýndi samt
flott tilþrif á belghörpuna af og til.
Afrocubism flutti lög af sam-
nefndri plötu. Það kemur ekki á
óvart að það er ennþá meiri upp-
lifun að heyra og sjá þessa tónlist
flutta á tónleikum. Samruni kúb-
önsku og malísku tónlistarinnar
kom mjög vel út. Mýktin og sveifl-
an frá Kúbumönnunum er grunn-
urinn í blöndunni, en svo bæta
Malíbúarnir hljóðheimi gömlu
afrísku hljóðfæranna ofan á og
útkoman er bæði sérstök og sann-
færandi.
Mikið hefur verið talað um
hljómburðinn í Hörpunni. Hann
var fínn á þessum tónleikum,
a.m.k. þar sem ég sat aftarlega í
salnum. Maður heyrði vel í öllum
hljóðfærunum. Stemningin á tón-
leikunum var nokkuð góð en það
er alltaf spurning þegar um svona
dans og dillivæna tónlist er að
ræða hvort það henti að hafa ein-
göngu sæti. Sumir hefðu viljað
hreyfa sig.
Á heildina litið voru þetta fínir
tónleikar og gaman að fá tæki-
færi til að upplifa þessa snillinga í
návígi. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Þrátt fyrir seinkun skilaði
stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tón-
leikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið.
Heillandi heimstónlistarblanda
SNILLINGAR Á SVIÐI Tónleikar Afrocubism í Hörpu voru vel heppnaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG