Fréttablaðið - 30.06.2011, Side 70
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR54
sport@frettabladid.is
JÓHANNES KARL SIGURSTEINSSON var í gær vikið úr starfi sem þjálfara meistaraflokks kvenna
hjá Breiðabliki ásamt aðstoðarþjálfara sínum Vöndu Sigurgeirsdóttur. Breiðablik er í sjöunda sæti Pepsi-deildar
kvenna með sjö stig að loknum sjö leikjum og er dottið úr leik í Valitor-bikarnum.
UTAN VALLAR
Henry Birgir Gunnarsson
segir sína skoðun
henry@frettabladid.is
Hrun A-landsliðs karla undir stjórn Ólafs Jóhannessonar
70
75
80
85
90
95
100
105
110
115
120
125
2007 2008 2009 2010 2011
Sæ
ti
á
st
yr
kl
ei
ka
lis
ta
F
IF
A
FÓTBOLTI Miðvikudagurinn 29.
júní 2011 er svartur dagur í
íslenskri knattspyrnusögu. Þá
hrundi íslenska karlalandsliðið
niður í 122. sætið á styrkleikalista
alþjóða knattspyrnusambandsins.
Versti árangur Íslands á listan-
um fram að þessum degi var 117.
sæti. Ekki er hægt að segja að list-
inn sé marklaus. Hann tekur mið
af árangri landsliðanna og árang-
ur Íslands síðustu ár er nákvæm-
lega enginn.
Ísland er þess utan í 48. sæti af
53 Evrópuþjóðum, sem er hörmu-
leg niðurstaða.
Ólafur Jóhannesson hefur stýrt
landsliðinu í 1.341 dag, eða þrjú ár,
átta mánuði og tvo daga. Árangur
Ólafs er ótrúlega lélegur. Einn
sigur í fimmtán mótsleikjum!
Ólafi hefur einnig tekist að
skrá sig í sögubækurnar með því
að vera fyrsti landsliðsþjálfarinn
í sögu Íslands sem er án sigurs í
níu mótsleikjum í röð. Eini sigur
Ólafs í mótsleik kom 15. október
árið 2008.
Formaðurinn stendur þétt við bak
þjálfarans
Ólafur er aftur á móti í þeirri ein-
stöku aðstöðu að yfirmaður hans,
Geir Þorsteinsson, er hundtrygg-
ur. Formanni KSÍ virðist vera slétt
sama þótt landsliðið sé í frjálsu
falli. Hann hefur sýnt ótrúlegt
ábyrgðarleysi með því að taka ekki
í taumana. Þess í stað flýtur hann
sofandi að feigðarósi á meðan skip
Ólafs sekkur. Áhuginn á landslið-
inu er fyrir vikið í sögulegu lág-
marki og skal engan undra.
Geir hefur ítrekað lýst því yfir
að Ólafur muni klára undankeppn-
ina, sama hvað raular og tautar.
Það er með hreinum ólíkindum.
Það er nákvæmlega ekkert sem
styður það að Ólafur haldi áfram
með liðið. Ólafur þekkir ekki
heldur sinn vitjunartíma og hefur
engan áhuga á að gera íslenskri
knattspyrnu þann greiða að hætta.
Launaseðillinn frá KSÍ virðist
skipta hann meira máli en fram-
tíð A-landsliðsins. Ef hann bæri
virðingu fyrir framtíð landsliðsins
væri hann hættur. Það er flestum
löngu ljóst að hann hefur ekkert
fram að færa lengur til liðsins.
Ábyrgð Geirs í hruninu er mikil.
Það er hans að taka í taumana og
ráða faglega í lykilstöður. Hvor-
ugt hefur hann gert. Framtíðar-
sýn hans virðist þess utan ekki
vera nein. Sinnuleysið er algjört og
stefnan engin. Íslenska karlalands-
liðið er stefnulaust rekald.
Á leið í neðsta styrkleikaflokk
Þetta frjálsa fall landsliðsins hefur
gert það að verkum að íslenska
landsliðið verður væntanlega í
neðsta styrkleikaflokki þegar
dregið verður í riðla fyrir undan-
keppni HM 2014. Það er því ekki
verið að auðvelda verkið fyrir gull-
kynslóðina sem er að koma upp.
Það verður ekki auðvelt verk fyrir
hana að komast aftur inn á stórmót
ef Ísland verður í flokki ruslliða.
Ísland hefur misst þjóðir á borð
við Liechtenstein og Færeyjar
fram fyrir sig. Smáríki sem spila
á sama vettvangi og íslenska liðið.
Það er sláandi staðreynd. Ekki
er hægt að kenna peninga- og
aðstöðuleysi um þennan hörmu-
lega árangur.
Tími kominn á erlendan þjálfara
A-landsliðið stendur á tímamótum.
Núverandi riðlakeppni er löngu
ónýt og því þætti mér eðlilegt að
byrjað væri að undirbúa liðið sem
spilar í næstu keppni. Henda úr
liðinu leikmönnum sem hafa marg-
oft sýnt að þeir eiga ekkert erindi
í landsliðið og gefa þeim tækifæri
sem eiga að taka við. Af nægu er
að taka á þeim bænum enda er
Ísland með eitt besta ungmenna-
landslið Evrópu.
Einnig þarf að fara í faglega
ráðningu á þjálfara og það strax.
Ráða þarf reyndan og hæfan þjálf-
ara sem er líklegur til þess að ná
því besta úr gullkynslóðinni sem
er að koma upp. Mitt mat er að
kominn sé tími á erlendan þjálf-
ara. KSÍ ætti að hafa efni á reynd-
um og hæfum erlendum þjálfara.
Manni sem gerir hlutina á eigin
forsendum og er ekki innsti kopp-
ur í búri hjá KSÍ.
Eina spurningin er hvort Geir
ætli loksins að fara að sinna starfi
sínu af ábyrgð? Það er ábyrgðar-
leysi að koma landsliðinu í þessa
stöðu án þess að taka í taumana.
Ef Geir gerir það ekki núna er að
mínu mati einnig kominn tími á
nýjan formann.
FLOTIÐ SOFANDI AÐ FEIGÐARÓSI
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er opinberlega komið í ruslflokk knattspyrnulandsliða. Liðið situr
í 122. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei verið neðar á listanum. Smáríki á borð við Færeyjar og
Liechtenstein, sem Ísland hefur litið niður á hingað til, eru komin upp fyrir Ísland á FIFA-listanum.
GEIR ÞORSTEINSSON OG ÓLAFUR JÓHANNESSON Bera ábyrgð á slöku gengi íslenska A-landsliðsins. Hvorugum dettur í hug að
axla ábyrgð á hörmulegu gengi liðsins.
FÓTBOLTI Kristinn Steindórsson
hefur farið á kostum með Breiða-
bliki í Pepsi-deildinni í sumar og
skorað átta mörk eða mark að með-
altali í leik. Öll mörkin hafa komið
á heimavelli en Kristinn kann
vel við sig á vellinum enda starf-
ar hann þar. Hann segist vera í
nánum tengslum við völlinn.
„Ég mæti á völlinn, tek hálftíma
í öðrum teignum og svo hálftíma í
hinum. Síðan dvel ég aðeins inni á
miðjunni og rölti svo bara um völl-
inn og þefa af honum,“ segir Krist-
inn í léttum tón.
Blikar fóru fýluferð vestur á Ísa-
fjörð í síðustu viku þar sem liðið
datt út úr Valitor-bikarnum gegn
BÍ/Bolungarvík. Úrslitin vöktu
mikla athygli og voru mikil von-
brigði fyrir Blika.
„Þetta var ekki alveg það sem
við bjuggumst við. Við tókum
fimmtudagskvöldið og svo föstu-
daginn fram að æfingu í að jafna
okkur. Svo ræddum við saman og
ákváðum að gleyma þeim leik. Það
þýddi ekkert að staldra við, því
það var leikur framundan gegn
Keflavík. Við gíruðum okkur upp í
þann leik, komum hópnum saman
og náðum flottum úrslitum,“ segir
Kristinn.
Blikar hafa verið í þjónustu hjá
Capacent síðustu tvö tímabil. Laug-
ardaginn fyrir leikinn gegn Kefla-
vík var hópeflisstund með fulltrú-
um fyrirtækisins.
„Við fórum í létta leiki og feng-
um hópinn til þess að vinna saman.
Þetta snýst bara um að fá menn til
þess að hugsa og tala saman. Gera
eitthvað annað en að vera bara á
æfingum,“ segir markahrókurinn.
Kristinn hefur fagnað mörkum
sínum í sumar með einkennilegri
handahreyfingu. Hann kallar fagn-
ið „Svaninn“ sem hafi upphaflega
verið refsing eftir að hann tapaði
fyrir vini sínum, Arnari Hólm Ein-
arssyni leikmanni Álftaness, í ball-
skák.
„Það var ákveðið að sigurveg-
arinn fengi að velja fagnaðarlæti
fyrir hinn í fyrsta leik. Hann vann
þannig að ég þurfti að taka fagnið
þá. Einhverra hluta vegna hélt ég
þessu áfram, það var að ganga vel
þannig að ég sé enga ástæðu til að
breyta,“ segir Kristinn.
Kristinn er langmarkahæstur
í deildinni og telur sig alveg geta
orðið markakóngur.
„Ég ætti að geta náð því en ég
er ekkert að hugsa sérstaklega um
það. Liðið þarf bara að ná í fleiri
stig og komast ofar í töflunni,“
segir Kristinn að lokum. - ktd
Blikinn Kristinn Steindórsson er besti leikmaður 8. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins:
Röltir bara um völlinn og þefar af honum
SKORAR Á HEIMAVELLI Kristinn hefur skorað fimm mörk í átta leikjum í Kópavogi.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lið 8. umferðarinnar
Markvörður
Srdjan Rajkovic, Þór
Varnarmenn
Skúli Jón Friðgeirsson, KR
Mark Rutgers, Víkingur
Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR
Miðjumenn
Gunnar Örn Jónsson, KR
Haukur Páll Sigurðsson, Valur
Björn Daníel Sverrisson, FH
Hilmar Geir Eiðsson, Keflavík
Sóknarmenn
Kristinn Steindórsson, Breiðabliki
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV
Dylan Macallister, Breiðabliki
1. deild karla
Víkingur Ólafsvík - KA 2-1
0-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson
1-1 Artjoms Goncars
2-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson
Haukar - HK 1-1
1-0 Björgvin Stefánsson
1-1 Atli Valsson
Upplýsingar um markaskorun frá Fótbolti.net
ÚRSLIT
Opna Örninn
Golfverslun/Cleveland
- Srixon mótið
Texas Skramble 2. júlí
Golfklúbbur Selfoss.
Skráning á golf.is
Golfklúbbur Selfoss
Sími 482-3335
Email: gos@heima.is
FÓTBOLTI HK-ingar náðu í dýr-
mætt stig í 9. umferð 1. deildar
karla í knattspyrnu í gær þegar
liðið gerði 1-1 jafntefli við Hauka
í Hafnarfirði. Lengi vel leit allt út
fyrir sigur heimaliðsins á gervi-
grasinu við Ásvelli en varamað-
urinn Atli Valsson skoraði jöfnun-
armarkið mikilvæga skömmu
fyrir leikslok.
Atli var einn fjögurra leik-
manna sem voru teknir út úr
byrjunarliði HK frá því í síðasta
leik vegna agabrota. HK er því
enn ósigrað í deildinni í þeim
tveimur leikjum sem Ragnar
Gíslason hefur stýrt liðinu í.
Kópavogsliðið situr þó enn ein-
mana á botni deildarinnar og
á eftir að innbyrða sinn fyrsta
sigur í sumar.
Úrslitin hljóta að vera mikil
vonbrigði fyrir Magnús Gylfa-
son og lærisveina hans. Með sigri
hefðu Haukar komist upp að hlið
Selfyssinga í 2. sæti deildarinnar.
Í Ólafsvík unnu heimamenn
góðan 2-1 sigur á KA. Með sigr-
inum skutust Víkingar upp í 5.
sæti deildarinnar með tólf stig
en Norðanmenn færðust niður í
tíunda sæti.
Umferðinni lýkur í kvöld með
fjórum leikjum. -ktd
1. deild karla í knattspyrnu:
HK náði í stig í
Hafnarfirði
AGAVANDAMÁL HJÁ HK Ragnar Gíslason
hefur um nóg að hugsa. MYND/HAG