Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 72
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR56 ÍF er frá fiskibæ þar sem fisklyktina leggur yfir allan bæinn og knatt- spyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst. ÞÓRÐUR STEINAR HREIÐARSSON FYRRVERANDI LEIKMAÐUR HB FÓTBOLTI KR hefur í kvöld keppni í undankeppni Evrópudeildar UEFA þegar liðið mætir ÍF Fuglafjørður í Þórshöfn í Færeyjum. Liðin mæt- ast svo aftur í næstu viku en þá á KR-vellinum. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn renna blint í sjó- inn enda hefur lítill tími gefist til undirbúnings fyrir leikinn og erf- itt verið að afla sér upplýsinga um liðið. „Við mættum FH í bikarnum á fimmtudaginn og svo Grindavík á sunnudagskvöldið. Það hefur því verið þétt dagskrá hjá okkur,“ sagði Rúnar, en KR-ingar héldu utan í gærmorgun og æfðu á keppnisvellinum í gærkvöldi. Hátíðarstemning hjá ÍF Af stigatöflu Vodafone-deildarinn- ar í Færeyjum að dæma eru Fugla- firðingar í mikilli lægð. Liðið er í næstneðsta sæti deildarinnar með tólf stig eftir þrettán leiki. ÍF náði fjórða sætinu í fyrra og fékk þann- ig þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. „Þrátt fyrir slakt gengi í deildinni í ár er þetta önnur keppni og þeir eru að keppa í fyrsta sinn á þessum vett- vangi. Það má því gera ráð fyrir hátíðarstemningu hjá liðinu og þeir munu sjálfsagt leggja mikið á sig og spila af krafti eins og Færeyingar eru þekktir fyrir. Við þurfum að vera búnir undir það að mæta þeim af fullri hörku,“ bætti Rúnar við. Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrverandi leikmaður Þróttar, þekkir vel til í Færeyjum, en hann lék með HB í Þórshöfn í fyrra og varð meistari með liðinu. Hann fékk sig lausan nú í vor og hefur æft með Valsmönnum að undan- förnu. Þórður segir að talsvert meiri harka sé í færeysku deild- inni en þeirri íslensku og að ÍF sé þekkt fyrir mikla baráttu. Færeyski boltinn miklu harðari „Það eina sem þeir gera út á er að slást og berjast. Ég var reglu- lega spurður hvort íslenska deild- in væri ekki miklu harðari en sú færeyska en færeyski boltinn er miklu, miklu harðari. Með tilkomu knattspyrnuhúsanna hér heima hefur boltinn á Íslandi breyst mikið og leikmenn eru mun tekn- ískari en áður,“ sagði Þórður og sagði lið utan Þórshafnar sérstak- lega hörð í horn að taka. „ÍF er frá fiskibæ þar sem fisk- lyktina leggur yfir allan bæinn og knattspyrnuvöllinn líka. Ég fékk sjokk þegar ég kom þangað fyrst,“ sagði hann og hló. „En leikmenn liðsins hika ekki við að keyra í andstæðinginn og komast oft langt á því. Þeir gætu lent í vandræðum í þessum leik ef dómarinn tekur hart á brotunum.“ Mun slakara lið en í fyrra Hann ítrekar þó að liðið virðist vera mun slakara nú en í fyrra. „Í fyrra voru þeir góðir en arfaslakir í ár. Liðið missti marga leikmenn í vetur og hefur í raun ekki feng- ið mikið í staðinn. Það er í tómum vandræðum í neðri hluta deildar- innar nú en liðin þar eru talsvert lakari en þau í efri hlutanum. Það er talsverður getumunur á milli efsta liðsins og þess neðsta. Ég fékk símtal frá leikmanni KR um daginn þar sem hann spurði mig um liðið og sagði ég honum að með öllu réttu ætti þetta að vera bók- aður sigur hjá KR.“ Passa upp á hugarfarið Rúnar er þó spar á stóru orðin og leggur þeim mun meiri áherslu á að leikmenn liðsins mæti með réttu hugarfari til leiks í kvöld. „Menn þurfa að gera sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir öllum sigrum, sama við hvaða lið er verið að spila og frá hvaða landi. Innst inni gæti leynst sú trú hjá leikmönnum að þetta gæti orðið auðvelt hjá okkur en það er okkar þjálfaranna að sjá til þess að við föllum ekki í þá gryfju að vanmeta andstæðinginn.“ eirikur@frettabladid.is GUNDADALUR KR-ingar leika á Gundadalsvelli í kvöld, sem er gervigrasvöllur í höfuð- borginni Þórshöfn. MYND/ARNE LIST Fuglafirðingar á lágflugi í Færeyjum KR mætir ÍF Fuglafjørður frá Færeyjum í undankeppni Evrópudeild UEFA í dag. Rúnar Kristinsson segir KR-inga renna blint í sjóinn en Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrum leikmaður HB, reiknar með sigri KR. FÓTBOLTI „Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægj- andi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick’s í Evrópu- deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone- vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöll- ur, uppfyllir ekki skilyrði fyrir Evrópuleiki og því urðu Eyjamenn að koma í bæinn til að spila. Eyja- mönnum hefur engu að síður geng- ið vel á Vodafone-vellinum, þann- ig að þeim líður ekkert sérstaklega illa þar. „Þetta er hörkuverkefni. Við erum að mæta liði sem á að vera betra en við. Þeir hafa unnið þrett- án leiki í röð í írska boltanum og eru komnir á toppinn. Þetta er svona týpískt breskt lið eins og maður sá í svarthvítu í sjónvarp- inu í gamla daga,“ sagði Heimir, en hann hefur kynnt sér andstæð- inginn vel. „Þeir spila 4-4-2 með kraftmikla framherja. Allir leik- mennirnir í liðinu eru gríðarlega vinnusamir og kunna að setja pressu á andstæðinginn. Þeir eru líka harðir og renna sér mikið. Það verður væntan- lega mikið tæklað á vellinum og kannski svo mikið að Valsmenn sjái eftir því að hafa lánað okkur völlinn,“ sagði Heimir léttur. Hann er hæfilega bjartsýnn fyrir leikinn og segir að sínir menn verði að spila vel. „Við verðum að halda boltan- um á jörðinni og vera mjög klók- ir í okkar aðgerðum. Við fórum í háloftaspyrnur gegn Stjörnunni um daginn og það gengur ekki. Við verðum að láta boltann rúlla á jörðinni. Svo verðum við að sjá hvað gerist. Ég held þetta verði skemmtilegur leikur og vonandi fjölmennir fólk,“ sagði Heimir, en leikurinn hefst klukkan 18.00. - hbg ÍBV spilar Evrópuleik á Vodafone-vellinum í kvöld: Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum HEITUR MEÐ GRÍMUNA Tryggvi Guðmundsson skoraði tvö mörk með grímuna á Vodafone-vellinum um daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG FÓTBOLTI Manchester United gekk í gær frá samningi við spænska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn David de Gea. Hann kemur til félagsins frá Atletico Madrid og skrifaði undir fimm ára samn- ing við Englandsmeistara Man. United. Hinn tvítugi de Gea fær það verðuga verkefni að leysa Hol- lendinginn Edwin van der Sar af hólmi hjá United en það er ansi stórt skarð að fylla enda hefur van der Sar verið frábær í marki United síðustu ár. „Ég er mjög stoltur og get ekki beðið eftir að spila hérna. Þegar risafélag eins og Manchester Uni- ted kemur á eftir manni er maður augljóslega mjög ánægður,“ sagði de Gea, sem er nýbakaður Evr- ópumeistari með spænska U-21 árs landsliðinu. „Þegar ég vissi af áhuga félags- ins fékk ég aukahvatningu til þess að leggja enn harðar að mér. Það eru forréttindi að spila fyrir félag eins og United og ég ætla að sýna hvað í mér býr.“ Hermt er að Man. Utd hafi greitt sautján milljónir punda fyrir markvörðinn. - hbg De Gea kominn til Man. Utd: Er mjög stoltur ARFTAKINN FUNDINN De Gea mun leysa Van der Sar af hólmi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ALLIR Á VÖLL INN! fös. 01. júl 18:00 Fylkir - FH Fylkisvöllur fös. 01. júl 19:15 KR - Grindavík KR-völlur fös. 01. júl 19:15 Stjarnan - Valur Stjörnuvöllur lau. 02. júl 16:00 ÍBV - Afturelding Hásteinsvöllur Karlar lau. 02. júl 16:00 Þór - Grindavík Þórsvöllur sun. 03. júl 14:00 BÍ/Bolungarvík - Þróttur R. Torfnesvöllur sun. 03. júl 17:00 Fjölnir - ÍBV Fjölnisvöllur sun. 03. júl 20:00 KR - Keflavík KR-völlur Konur Hverjir komast áfram? 8 liða úrslit karla og kvenna H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.