Fréttablaðið - 30.06.2011, Page 74
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR58
golfogveidi@frettabladid.is
Allir sem veiða á stöng þekkja
Laxá á Ásum sem eina gjöful-
ustu laxveiðiá Íslands og reynd-
ar heims þegar veiði er deilt á
stöng. Hins vegar eru það færri
sem vita að í vatnakerfinu er líka
ein gjöfulasta silungsveiðiá lands-
ins, Fremri-Laxá á Ásum.
Hólmgeir Elías Flosason,
umsjónarmaður veiðileyfasölu í
Fremri-Laxá, segir að áin geymi
ótrúlegt magn af urriða sem geri
hana góðan kost fyrir dellukarla
en ekki síður fjölskyldufólk. „Áin
er mjó og tiltölulega vatnslítil
svo hættur eru ekki eins marg-
ar og við margar aðrar veiðiár á
Íslandi. Þetta sést líka vel á þeim
hópum sem koma til okkar. Það
eru fjölskyldur sem hafa komið ár
eftir ár í áratugi. Oft má sjá alla
aldurshópa saman við ána sem er
stórkostlegt,“ segir Hólmgeir.
Hólmgeir segir að til standi að
bæta aðstöðuna með nýju veiði-
húsi en veitt er á tvær til þrjár
stangir í ánni. „Veiðin er oft ævin-
týraleg og fiskur á í hverju kasti.
Það dregur fjölskyldur með unga
veiðimenn til okkar því erfitt er
að finna álitlegri kost til að byrja
að kasta flugu. Áin er lítil og fisk-
ur alls staðar.“ Hólmgeir segir að
veiðistaðir séu fjölbreyttir, bæði
strengir og lygnur. Yfirleitt sé áin
frekar grunn en dýpri hyljir inn
á milli.
Vatnakerfið er óvenjulega
gjöfult. Ein skýring þess er að
áin rennur á milli tveggja stöðu-
vatna sem bæði eru matarkistur
miklar. Fremri-Laxá rennur úr
Svínavatni til Laxárvatns, sem
myndaðist eftir að Laxá á Ásum
var virkjuð árið 1930. Laxá á
Ásum fellur svo áfram úr Laxár-
vatni niður í Húnavatn þar sem
hún sameinast affalli Vatnsdals-
ár. Saman falla þær til sjávar um
Húnaós.
Af urriðaveiðisvæðum þar sem
stangveiði var stunduð árið 2010
veiddust flestir urriðar í Veiði-
vötnum alls 19.079. Næstflestir
urriðar veiddust í Laxá í Þingeyj-
arsýslu ofan Brúa 3.988 og þriðja
mesta urriðaveiðin var í Fremri-
Laxá með 3.376 fiska.
Það segir aðeins hálfa söguna
því skýrslur Veiðimálastofnun-
ar sýna að algeng veiði í Fremri-
Laxá er á bilinu 4.000 til 5.500
fiskar. Mesta veiði fór yfir 7.000
fiska fyrir nokkrum árum, að
sögn Hólmgeirs. Þá skyggir það
ekki á veiði í Fremri-Laxá að þar
veiðast 60 til 90 laxar á hverju
ári.
Sú saga hefur verið útbreidd að
urriðinn úr Fremri-Laxá sé allur
smár en það stenst einfaldlega
ekki skoðun. „Ekki veit ég hvað-
an þetta er komið en þeir sem þar
veiða vita að áin geymir mikið af
stórum urriða. Í fyrra var stærsti
fiskurinn sem ég heyrði af átta
pund en ég hef heyrt að stærsti
urriði sem áin hefur gefið hafi
verið 17 pund.“ svavar@frettabladid.is
FL
U
G
A
N
A
F
B
A
K
K
A
N
U
M
Veiðin er oft ævin-
týraleg og fiskur á í
hverju kasti.
HÓLMGEIR ELÍAS FLOSASON
Þessi útfærsla Sunray Shadow
er kennd við hönnuð hennar,
Henrik Kassow Andersen hjá
Zpey.
Flugan hefur einnig gengið
undir öðrum nöfnum, svo sem
Bismóm, Skandi Sunray o.fl.
Túpan er til hnýtt á plaströr
en einnig á álrör, allt eftir því
hve ofarlega í vatni hún á að
veiða.
HKA Sunray er fáanleg í
ýmsum litum og hefur reynst
frábærlega undanfarin ár í
ýmsum laxveiðiám hér á landi,
ekki síst í Rangánum.
UPPSKRIFT
■ Ál eða plaströr
■ Tvinni - Svartur UNI 6/0
■ Búkur - Mylar
■ Vængur - Undir er appelsínugult
hrosshár, og nokkrir glitþræðir.
Efri hluti vængs er svartlitað
hrosshár og fanir af páfuglsfjöður.
Haus er málaður appelsínugulur
með álímdum eða lökkuðum
augum.
Mynd og uppskrift af Flugan.is
Skæð laxafluga
Settur hefur verið upp varnar-
garður í Andakílsá til að spyrna
við mikilli fjölgun flundru, flat-
fiski af kolaætt sem mjög hefur
fjölgað hér á síðustu árum. Þessi
vágestur á greiða leið að hrygn-
ingarsvæðum árinnar að sögn
Kristjáns Guðmundssonar, for-
manns árnefndar.
Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá
á mánudag. Var þar á ferðinni 82
sentimetra hrygna sem veiddist
um miðbik árinnar eða fyrir ofan
garðinn. Mjög líklegt verður að
telja, og sér í lagi í ljósi þess að
fyrsti laxinn fékkst ofan við garð-
inn, að þar sé kominn álitlegasti
veiðistaður, segir á vef SVFR. - shá
Framkvæmdir í Andakílsá:
Varnargarður
gegn flundru
Þúsund urriðar á eina stöng
Allir stangveiðimenn vita að Laxá á Ásum er ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. Færri vita að í vatnakerfinu
er eitt af bestu silungsveiðisvæðum landsins. Fremri-Laxá á Ásum gefur þúsundir urriða á hverju sumri.
105
Á BÖKKUM FREMRI-LAXÁR Fyrsta hollið í sumar veiddi yfir 200 urriða. Gríðarlegt magn er af fiski og margir fá mikið af smásilungi. Hins vegar ná margir vænum urriða í
tugatali. Myndin sýnir glöggt að vel fer um straumönd í Fremri. MYND/ERIC DOS SANTOS
HKA SUNRAY
FLUNDRUVARNARGARÐUR Árnefndar-
menn hafa miklar áhyggjur af flundru í
ánni. MYND/KRISTJÁN GUÐMUNDSSON
DAGA Á ÁRI eru laxveiðar leyfðar á Íslandi, samkvæmt
lögum. Fiskistofu er heimilt að framlengja þann tíma í allt að
120 daga þar sem veiðar byggja á seiðasleppingum.
84 KLUKKUSTUNDIR Í VIKU hverri skal lax vera friðaður fyrir allri veiði.
Breiðdalsá opnar á morgun og allar líkur eru á að ævintýri bíði þeirra
sem fyrstir kasta flugu á þeim bænum. Sigurði Árnasyni, sem var að
vinna við laxastigann í Efri-Beljanda, varð litið út á breiðuna og sá
lax bylta sér. Við nánari skoðun kom í ljós að hylurinn var fullur af
stórlaxi. Neðri-Beljandi var einnig fullur af fiski. - shá
Von á góðu í Breiðdalsá á morgun
Tíu hæstu urriðaveiðisvæðin 2010
1. Veiðivötn 19.079
2. Laxá í Þing. ofan Brúa 3.988
3. Fremri-Laxá á Ásum 3.376
4. Vatnsdalsá 2.794
5. Reykjadalsá 2.305
6. Vatnamót 1.376
7. Litlaá 1.038
8. Steinsmýrarvötn 1.027
9. Grenlækur 905
10. Húseyjarkvísl 868
Urriðaveiðin 2010
Stóra-Laxá í Hreppum var opnuð á þriðjudag og laxinn er mættur upp á
svæði 4. Fyrsti dagurinn gaf þrjá laxa, allt tíu til tólf punda hrygnur. Þær
tóku allar flugu og var sleppt eins og reglur gera ráð fyrir. Tvær hrygnur
komu af Skerinu, þar sem fimm stórlaxar lágu. Einn sýnu stærstur. Svæði 1
og 2 og svæði 3 verða opnuð 7. júlí. - shá
Fín opnun í Stóru-Laxá í Hreppum
Smiðjuvegi 2
Kópavogi
Sími 544 2121
www.rumgott.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga kl. 11-16
Löggiltir dýnuframleiðendur
– Starfandi í 60 ár
FRÍ LEGUGREINING
OG FAGLEG RÁÐGJÖF