Fréttablaðið - 30.06.2011, Síða 78
30. júní 2011 FIMMTUDAGUR62
LÖGIN VIÐ VINNUNA
„Ég hlusta mest á FM957 og
nú er lagið Give Me Everything
með Pitbull og Ne-Yo ofarlega á
lagalistanum.”
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður
kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og
starfsmaður Kópavogsvallar.
„Við förum í ágúst og dveljum í tvö
ár,“ segir söngkonan Birgitta Hauk-
dal, en hún og fjölskylda hennar
hafa ákveðið að flytja til Barcelona.
Í Barcelona ætlar eiginmaður
Birgittu, Benedikt Einarsson, í
nám í viðskiptafræði en hann er
lögfræðingur að mennt. Birgitta
segir að hún verði þó með annan
fótinn á Íslandi til að byrja með.
„Ég er með alls konar gigg bókuð
hér á landi og er að vinna að því
að klára plötuna mína, svo ég verð
á flakki á milli Íslands og Spánar
fyrsta hálfa árið. Þegar ég klára
þessi verkefni, stefni ég bara á
að verða eins og innfædd,“ segir
Birgitta og hlær, og útskýrir að
fyrsta verkefnið í Barcelona verði
að skrá sig í spænskuskóla. „Ég er
ekki með neinn grunn í spænsku,
en maðurinn minn fór í spænsku-
skóla sem unglingur og hann hefur
hjálpað mér að pikka upp eina og
eina setningu,“ segir Birgitta.
Fjölskyldan gerði sér ferð til
Barcelona fyrir tveimur vikum í
leit að húsnæði. „Við fundum okkur
íbúð í æðislega góðu hverfi. Það er
ótrúlega fallegur garður rétt hjá,
með leikvöllum og kaffihúsum og
ég er bara orðin rosalega spennt,“
segir Birgitta. Hún segist ekki vita
hvort hún ætli sér í frekara nám
ytra. „Þetta verður eiginlega bara
allt að koma í ljós. Ég þarf bara
að klára verkefni mín hér heima,
koma syninum á leikskóla og koma
fjölskyldunni almennilega fyrir úti.
En spænskuskóli er klárlega fyrsta
skrefið.“
Áður en Birgitta heldur til
Barcel ona, ætlar hún að skella sér á
Mærudaga á Húsavík undir lok júlí-
mánaðar. Þar ætlar hún að syngja
með Greifunum sem eiga aldar-
fjórðungsafmæli í ár. „Það verð-
ur virkilega gaman að syngja með
þeim. Þeir eru frá Húsavíkinni,
eins og ég, og við Viddi [Kristján
Viðar Haraldsson] höfum þekkst
í mörg ár og erum góðir vinir,“
segir Birgitta. Spurð að því hvaða
lög verði sungin, gefur Birgitta lítið
upp. „Ég mun allavega syngja eitt
Greifalag. Annað á eftir að koma í
ljós.“ kristjana@frettabladid.is
BIRGITTA HAUKDAL: FLYTUR MEÐ FJÖLSKYLDUNA TIL SPÁNAR
ÆTLAR AÐ VERÐA EINS
OG INNFÆDD Í BARCELONA
SEST AÐ Í BARCELONA Söngkonan Birgitta Haukdal er að flytja til Barcelona þar sem
eiginmaður hennar er á leið í nám. Fyrsta verk hennar verður að skrá sig í spænsku-
skóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Samkvæmt frétt á vefsíðunni develop-online.net
hafa rúmlega 5.500 notendur íslenska tölvuleiks-
ins EVE Online óskað eftir því í mótmælaskyni
að aðgangi þeirra verði lokað. Þetta myndi þýða
að CCP, sem hannar og rekur tölvuleikinn, yrði
af 115 milljónum íslenskra króna í áskriftargjöld.
Í fréttinni er vísað í skjal á netinu en það hýsir
þá notendur sem hafa óskað eftir því að aðgangi
þeirra verði lokað. „Við ætlum ekki að tjá okkur
um þetta mál fyrr en við höfum rætt við Council
of Stellar Management eða CSM. En þú getur
haft samband við fjölmiðlafulltrúa fyrirtækisins
í gegnum tölvupóst,“ segir Arnar Hrafn Gylfa-
son, framleiðandi hjá CCP. Valeri Massey, fjöl-
miðlafulltrúi CCP, vísaði í tölvupósti til blaðsins
á blogg Arnars Hrafns, eveonline.com/devblog,
en tók að öðru leyti undir orð hans, fyrirtækið
myndi ekki tjá sig um málið fyrr en eftir helgi.
Hún vildi því ekki staðfesta ofangreindar tölur.
Samkvæmt blogginu eiga fundirnir með hinum
svokölluðu Council of Stellar Management að
fara fram í dag og á morgun en þeir eru tengi-
liðir EVE Online-svæðisins við framleiðendur
leiksins.
Forsaga málsins er sú að notendur EVE Online
eru æfir vegna innanhússfréttabréfs sem lekið
var á netið. Þar kom fram sú hugmynd að notend-
ur gætu notast við venjulega peninga til að kaupa
sér geimskip og hæfileika sem aðrir notendur
hafa eytt ómældum tíma í að byggja upp. Hug-
leiðingin var sett fram í fréttabréfinu í kjölfar
þess að CCP setti í sölu alls kyns aukahluti inni
í leiknum sem hafa þó engin áhrif á framgang
hans. - fgg
CCP gæti orðið af hundrað milljónum
ÓÁNÆGÐIR NOTENDUR Þótt gestir á Fanfest
Eve Online hafi verið sáttir þá er annað uppi
á teningnum um þessar mundir; yfir fimm
þúsund notendur leiksins hafa sagt skilið við
hann í mótmælaskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Það finnst engum skemmtilegt
að afhenda né fá uppsagnarbréf
og auðvitað hefðum við viljað
halda öllu þessu góða fólki. En því
miður náðum við ekki að tryggja
fjármögnun að næstu verkefn-
um og Þór-myndin er að klárast
í sumarlok þannig að við urðum
að grípa til þessa örþrifaráðs,“
segir Hilmar Sigurðsson, for-
stjóri kvikmyndafyrirtækisins
Caoz.
Átta starfsmönnum var sagt
upp hjá fyrirtækinu nýverið.
Hilmar segir þetta ekki vera
neinn heimsendi en viðurkenn-
ir að hann hefði viljað hafa
betri verkefnastöðu þegar vinnu
við teiknimyndinni Þór lýkur.
„Margt af okkar fólki er á verk-
efnistengdum samningum og það
lá alltaf fyrir að þetta yrði raunin
ef okkur tækist ekki að tryggja
inn fjármagn fyrir næstu mynd-
ir,“ segir Hilmar en teiknimynd-
in um Þór og hetjur Valhallar
verður dýrasta teiknimynd sem
íslenskt fyrirtæki hefur ráðist í
að gera.
Hilmar vill ekki gefa upp hver
þessi næstu verkefni eru en upp-
lýsir að það sé ekkert launung-
armál að Þór 2 sé inni í mynd-
inni. „Fyrst verðum við auðvitað
að klára númer eitt, það liggur í
augum uppi.“ - fgg
Caoz segir upp átta starfsmönnum
DÝRASTA TEIKNIMYND ÍSLANDS
Teiknimyndin um Þór og hetjur Val-
hallar verður dýrasta teiknimynd í sögu
Íslands. Ekki hefur hins vegar gengið að
fjármagna næstu verkefni hjá Caoz.
ALLTAF ÓDÝRARI
www.
ring.is
/ m
.ring.
is
ferðalög
ölskyldunnar, velgengni og vernd
m. Ólýsanlega fagurt er á kvö
kura þegar kertaljós
n hvarvetna
húsasló
JANÚAR 2011
FRAMHALD Á SÍÐU 4
INÚÍTALÍF
Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt
sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum
fyrirtækið Iceland Summer.
SÍÐA 2
Skemmtileg lífs-
reynsla Lilja Björk
Jónasdóttir starfaði ðir
a-
ta
SÍÐA 6
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
a nánd við náttúruna. Vinsæl-
gðir eru í Lapplandi, Sviss,
pan, þar sem hin ægifagra
er haldin í febrúar ár hvert
héraði í norðaustur Japan.
r í Yokote og ekki óalgengt
sentimetra snjór yfir nótt.
llast kamakura og inni í
i til tilbeiðslu vatnsguð
ur fyrir góðri
öryggi fjgegn elduin á Kama
snjóhúsin, e
ríkjum á snjó
elskenda að g
lilluð
við sumarbú
barna í Band
ríkjunum síðas
sumar og ætlar
aftur í vor.
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 11. mars 2011
Helicopter vekur athygli
Á rúmstokknumTískan á pöllunumÁrshátíðarförðunin
Fríða María Harðardóttirer sannur eyjarskeggi
Kr.
TILBOÐ
117.950
FRÁBÆRT FARTÖLVUTILBOÐ
15.6”
Skand
ínavís
Mikil
hönnu
narsýn
ing er
haldin
í Stok
k-
hólmi
í febrú
ar. Þar
eru he
lstu ný
jungar
hönnu
narhei
msins
kynnt
ar. Sýn
ingin þ
ykir
gefa g
óða m
ynd af
þeim
straum
um se
m
einken
na ska
ndinav
íska hö
nnun o
g þang
að
flykkis
t fólk f
rá öllu
m heim
shornu
m.
Sýning
arsvæ
en ein
nig
borgin
a. Í á
oft áð
ur e
framl
eið
umhve
rf
sín í b
la
EVERYTH
ING MAT
TERS.
heimi
li&
hönnu
n
febrúar
2011
FRAM
HALD
Á SÍÐU
4
Klassís
k
hönnu
n í
nýju lj
ósi
Ungir
hönnu
ðir
létu ljó
s sitt s
kína í
Stokkh
ólmi. Þ
eirra
á með
al var J
aeuk
Jung.
SÍÐA 6
Mikill
græjuk
arl SÍÐA 2
ld- lýsa upp
ræður rómantík
ðum og vinsælt meðal
fast hvort öðru undir bleik-
himni og glitrandi frostrós-
-þlg
s- uppskeru,
eum stjörnu
um.
útvarp
menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ]
mars 2011
l FRAMHALD Á SÍÐU 6
DRÖGUM VARLA FLEIRI
DÆMI
Á djúpum miðum
SÍÐA 2
Útsprungnar rósir
SÍÐA 2
Ragn
Viðt
Kjartan Guðmundsson dustar rykið af fyrstu plötu The Pogues.
matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]mars 2011
Dekrað við bragðlaukana
Albert Eiríksson færir ljúffenga döðluköku í
nútímalegra og heilsusamlegra horf.
SÍÐA 2
Hreinn unaður
Kristín Eik Gústafsdóttir býr til
fádæma flotta tertu sem allir geta
spreytt sig á.SÍÐA 4
Með sunnudagskaffinuKökur, huggulegheit og samvera.
DÆMI
Ívar Örn Hansen
S: 5125429 ,
gsm 6154349
i @ 6 ivarorn 3 5. s
Sigríður Dagný
S: 5125462,
gsm 8233344
i id d @ 6 is gr ur agny 3 5. s
Sigríður Hallgríms
S: 5125432,
gsm 6924700
i id h@ 6 is gr ur 3 5. s
AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI!
k h
ðið er
stórt o
g yfirg
eru sý
ninga
r víðs
r var v
iður al
ls ráða
nda gr
unnef
ni í sk
a
slu. N
áttúru
lega
isvæn
ar fram
leiðs
nd við
skæra
og st
Ásgeir
Kolbe
insson
við sig
í miðb
ænum
.
fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ]
Þ órður Hermannsson sækir Hitt húsið með dóttur sína Karitas Lóu 6 mánaða. Þórður er 23 ára nýútskrifaður tónsmiður fráLHÍ. „Karitas Lóa er mitt fyrsta barn en kærastan mín átti tvö börn fyrir svo við erum með þrjú börn heima. Ég er í fæðingarorlofi núna og finnst mjög gott
að geta hitt aðra foreldra og þá hittir hún
líka aðra krakka.“ Þórður segir þá fræðslu sem boðið er
upp á koma sér vel fyrir unga nýbak-
aða foreldra en annanhvern miðvikudag
eru faglegir fyrirlestrar eða kynning-
ar. Hann segir félagsskapinn ekki síður
mikilvægan.
„Það er gott að hafa stuðning af fleiri
ungum foreldrum en það eru ekki marg-
ir vinir mínir komnir með börn. Hópur-
inn sem hittist er á aldrinum 18 til 25 ára.
Við erum öll með okkar fyrsta barn og að
ganga í gegnum svipaða hluti. Það er alltaf
febrúar 2011
Í hundunum Theodóra Róbertsdóttir sýnir á stærstu hundasýningu heims í næsta mánuði.
SÍÐA 2
FRAMHALD Á SÍÐU 4
Ungir kenna fullorðnum
Nemendur úr sjöunda bekk Grandaskóla kenna fullorðnum á tölvur.
SÍÐA 6
Alla miðvikudaga milli klukkan 14 og 16
geta ungir foreldrar mætt með börnin sín í Hitt húsið, rætt málin og fengið faglega ráðgjöf varðandi umönnun ungbarna. Starfið ber yfirskriftina Ungt
fólk með ungana sína.
Gott að hitta aðra unga foreldra
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
okkar.is
ze
br
a
Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt
og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi
mismunandi sérblaða kemur út í
hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá
jöfum okkar um hvar auglýsingin ráðg
þín nær best til markhópsins.
AUGLÝSINGAR
Í SÉRBLÖÐUM
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011