Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 2

Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 2
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Kristinn, eruð þið þá braut- ryðjendur? „Já, og ætlum að ryðja hinum íþróttunum úr vegi.“ Kristinn Þór Sigurjónsson er varafor- maður Rugby-félags Reykjavíkur en á sunnudag fór fyrsti opinberi ruðnings- leikurinn fram á Íslandi. NEYTENDAMÁL Posinn á hársnyrti- stofu Torfa Geirmundssonar, rak- ara við Hlemm, hefur ítrekað tekið rangar upphæðir af kortum viðskiptavina stofunnar á síðustu dögum. Fyrri viðskiptavinur borg- ar fyrir þann sem á eftir kemur. Torfi fékk ábendingu um villuna á laugardag, þegar viðskipta vinur hringdi inn og tjáði honum að tvær færslur hefðu verið teknar af kort- inu hans. Fyrri upphæðin var sú sem hann greiddi en sú síðari var færsla þess viðskiptavinar sem á eftir kom. Rétt upphæð umrædds viðskiptavinar var 1.500 krónur en upphæð þess næsta var 8.700 krónur. Síðari færslan kom nokkr- um mínútum á eftir þeirri fyrri. Viðskiptavinurinn sem átti að borga 8.700 krónur, greiddi ekki neitt. „Þetta er allt í tómri vitleysu hérna hjá mér,“ segir Torfi, og vill benda þeim viðskiptavinum sínum sem hafa lent í þessu á að hafa samband við sig. „Ég er alveg miður mín og finnst þetta ofboðs- lega leiðinlegt.“ Torfi bendir á að hann hafi fyrst og fremst áhyggjur af því að gallinn liggi í fleiri posum en sínum. „Það er engin leið að gera sér grein fyrir þessu nema menn skoði kortayfirlitið sitt,“ segir hann. Rétt upphæð prentast út úr pos- anum og kvitta viðskipta vinir undir þær. Þetta gerir það að verkum að annar hver viðskipta- vinur fær ókeypis hársnyrtingu án þess að gera sér grein fyrir því að sá sem á undan kom borgi fyrir hann. Torfi hafði samband við Borgun, sem rekur greiðslu- fyrirkomulag stofunnar, á mánu- dag. Um klukkan tvö í gærdag komu starfsmenn frá Borgun og skiptu um posa. Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, segir gallann ekki liggja í kerfi Borgunar, heldur í posanum sjálfum. Færslurnar verði leiðréttar og verið sé að skoða hvað hafi farið úrskeiðis. „Það sem við sjáum í okkar kerfum er að gallinn liggur ekki þar,“ segir Haukur og segist ekki muna eftir því að þessi tiltekna bilun hafi áður komið upp. „Yfirleitt eru bilanirnar þannig að þær sjást strax. En því miður er það stundum svo að þær upp- götvast af notendunum. En bilanir geta komið fyrir hjá öllum,“ segir Haukur. Kerfis fræðingar Borgunar eru að skoða hvort villan hafi átt sér stað víðar. sunna@frettabladid.is Borguðu klippingu næsta manns á eftir Rakarinn Torfi Geirmundsson er miður sín yfir vegna galla í kortaposa sem olli því að annar hver viðskiptavinur hans fékk frítt en hinir greiddu tvöfalt og sumir mun meira. Sést bara á greiðsluyfirliti. Hefur áhyggjur af fleiri gölluðum posum. MEÐ HENDUR FULLAR AF KVITTUNUM Fjöldi viðskiptavina Torfa Geirmundssonar greiddi klippingu fyrir þann sem á eftir kom. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Ég er alveg miður mín og finnst þetta ofboðslega leiðinlegt. TORFI GEIRMUNDSSON RAKARI DANMÖRK, AP Danir hófu í gær landamæraeftirlit og sendu 50 nýja tollverði til starfa við landamæri Þýskalands og Svíþjóðar. Þýsk stjórnvöld hafa gagnrýnt landamæraeftirlit Dana harðlega og segja það brjóta gegn Schengen- samkomulaginu. Danska stjórnin segir hins vegar að nýja landamæraeftirlitið, sem þingið samþykkti í síðustu viku, sé nauðsynlegt til þess að verjast glæpamönnum, sem annars fari óhindrað yfir landamærin. Einnig séu þau nauðsynleg til að hindra straum ólöglegra innflytjenda. - gb Hefja landamæraeftirlit: Leitað í bílum af handahófi ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, hefur óskað eftir fundi í utan- ríkismálanefnd Alþingis eins fljótt og auðið er. Þar vill Sig- mundur ræða yfirlýsingar Össurar Skarp- héðinssonar utanríkisráð- herra í þá veru að Íslendingar þurfi engar undan- þágur frá sameiginlegri sjávar- útvegsstefnu Evrópusambandsins í komandi aðildarviðræðum. Í yfirlýsingu frá Sigmundi segir að þau orð Össurar sam- ræmist ekki áliti meirihluta nefndarinnar um samnings- viðmið í sjávarútvegsmálum. Hann óskar sérstaklega eftir því að Össur mæti á fundinn. - sh Sigmundur vill nefndarfund: Össur standi fyrir máli sínu SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON SJÁVARÚTVEGUR Greiningardeild Arion banka telur að hækkun veiðigjalds úr 9,5 prósentum í 13,3 prósent af reiknaðri framlegð útgerða á næsta fiskveiðiári muni að öllum líkindum leggjast þyngra á minni fyrirtæki. Þetta kemur fram í Markaðspunktum bankans. Jafnframt er það niðurstaða greiningardeildarinnar að aukin gjaldtaka muni íþyngja meðal- stórum og minni fyrirtækjum meira en stærri fyrirtækjum, sökum mismunandi skuldsetning- ar þeirra. Samkvæmt úttekt grein- ingardeildarinnar er skuldabyrði minni fyrirtækjanna hlutfallslega mun þyngri en þeirra stærri. - shá Hækkun veiðigjalds: Leggst þyngra á lítil fyrirtæki Í HÖFN Hugsanlegt að lítil fyrirtæki finni meira fyrir hækkun veiðigjalds. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA AFRÍKA Svo vannærð eru börn sem eru á flótta með foreldrum sínum frá þurrkasvæðum í Sómalíu að „mannlegur harm- leikur af óþekktri stærðargráðu“ er yfirvofandi. Þetta segir Ant- onio Guterres, yfirmaður flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóð- anna (UNHCR). Ung börn deyja á leiðinni í flóttamannabúðir í Eþíópíu og Kenía. Talið er að fjórðungur Sómala hafi þurft að flýja heimili sín. Ýmsar hjálpastofnanir hafa óskað eftir fjárhagsaðstoð til að hjálpa tólf milljónum manna sem svelta heilu hungri í Sómalíu, Eþíópíu, Kenía og Súdan. - shá Hungursneyð í Afríku: Milljónir þjást og börnin deyja SJÁVARÚTVEGUR Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, kynnti í gær ákvörðun um heildarafla á næsta fiskveiði- ári. Ákvörðunin byggir á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar og í samráði við hagsmunaaðila. Að tillögu stofnunarinnar hefur ráðherra ákveðið að heildarafli þorsks verði 177 þúsund tonn eða um tíu prósent hærri, en er á yfir- standandi fiskveiðiári. Heildarafli ýsu er ákveðinn 45 þúsund, sem er fimm þúsund tonna lækkun frá fyrra ári. Heildar afli ufsa verður 52 þúsund tonn, sem er lítilsháttar aukning frá afla- heimildum fyrra árs. Heildarafli djúpkarfa verður tólf þúsund tonn og 40 þúsund tonn í gull- karfa. Aflamark í grálúðu verður óbreytt, eða þrettán þúsund tonn. Heimildir í steinbít eru lækk- aðar talsvert eða úr tólf þúsund tonnum í 10.500 tonn. Samhliða útgáfu aflamarks hefur ráðherra ákveðið að setja á fót starfshóp sem athugi notkun á flottrolli og áhrif þess á lífríki sjávar. Hafrannsóknastofnunni verður falið að auka rannsóknir á mis- munandi áhrifum veiðafæra með tilliti til lífríkis og orku- notkunar. Ennfremur verður því beint til stofunarinnar að kanna hrygningar stöðvar steinbíts og friðun þeirra. - shá Ákvörðun heildaraflamarks fyrir fiskveiðiárið 2011 til 2012: Fylgir ráðgjöf í þorskúthlutun ÞORSKUR Á ÞURRU LANDI Heildarafla- mark næsta fiskveiðiárs liggur fyrir. NÁTTÚRA Almannavörnum var á mánudag gert viðvart um hræringar í kringum eldfjallið Heklu sem jarðvísindamenn telja óvenjulegar. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi. Þó hafði ekki þótt ástæða til að grípa til aðgerða vegna ástandsins. Hreyfingarnar hafa komið fram á fimm staðsetningar mælum sem settir hafa verið í kringum Heklu undanfarin misseri. Rúm ellefu ár eru síðan Hekla gaus síðast. Gos þar gera alla jafna lítil boð á undan sér. - sh Óvenjulegar jarðhræringar: Almannavarnir bíða eftir Heklu SPURNING DAGSINS Tveir leikir í Laser Tag (2x15 mín.) Laser Tag er fyrir fólk á öllum aldri. Salurinn að Salavegi 2 í Kópavogi er einn stærsti Laser Tag salur í Evrópu. www.lasertag.is 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 890 kr. GILDIR 24 TÍMA 1.900 kr Verð 53% Afsláttur 1.010 kr. Afsláttur í kr. PI PA R\ A TB W A R\ PI PA R TB W A • SÍ A SÍ A • 11 15 31 11 15 31 FÓLK Þrettán ára fiðlunema, Ágústu Dómhildi Karls- dóttur, hlotnaðist í gær óvæntur heiður þegar einn allra virtasti fiðluleikari veraldar bauð henni ókeypis kennslustund. Rússinn Maxim Vengerov leikur á tónleikum í Hörpu á föstudag. Hann hefur um árabil verið einn eftirsóttasti og hæst launaði einleikari veraldar og á aðdáendur um heim allan. Tveir þeirra eru Ágústa og móðir hennar, Arn- hildur Valgarðsdóttir, organisti í Lágafellskirkju. „Dóttir mín er búin að vera að læra á fiðlu í tvö ár og gengur alveg rosalega vel. Hún er dálítið „wun- derkind“,“ útskýrir Arnhildur. „Svo fórum við að horfa á Maxim á Youtube og fórum að halda rosa- lega mikið upp á hann. Þegar ég sá að hann var að koma hringdi ég í Steinunni Birnu [Ragnarsdóttur, tónlistarstjóra Hörpu] og sagði: Jæja, nú er okkar maður að koma og við þurfum bara að hitta hann,“ segir hún. Það gekk eftir og mæðgurnar hittu snillinginn í gær. „Hann var alveg til í það. Þetta er svo mikill indælis- og öndvegismaður,“ segir Arnhildur. Í lok fundarins spurði Arnhildur hann í hálf- kæringi hvort hann væri ekki til í að taka Ágústu í eina kennslustund og það stóð ekki á svari: tíminn verður á morgun klukkan fimm og Arnhildur á vart orð til að lýsa hrifningu sinni á Vengerov. „Hann er bara svo dásamlegur að gera þetta,“ segir hún. Að skilnaði gáfu mæðgurnar honum það sem Arnhildur kallar „krúttulegan Íslandspakka“, sem í var geisladiskur sem Arnhildur gerði með Hjör- leifi Valssyni fiðluleikara og söngkonunni Ingu Backman, Heimsljós eftir Halldór Laxness í enskri þýðingu og mynd sem Ágústa málaði fyrir hann. - sh Þrettán ára undrabarn málaði mynd handa frægasta fiðluleikara heims: Fær kennslustund hjá snillingi ÆTLAR AÐ KENNA ÁGÚSTU Ágústa, sem hefur áður lært á þverflautu, klarinett og píanó, hóf fiðlunám fyrir tveimur árum. Henni hefur gengið svo vel að Arnhildur grípur hana oft með að spila í messum og á tónleikum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.