Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 4

Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 4
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á þetta, þetta er nánast alveg dautt hérna. MAGNÚS JÓNSSON ÍBÚI Í FLATEY DÝRALÍF Fyrstu vísbendingar úr rannsóknarleiðangri á Breiðafirði benda ekki til þess að sílastofninn sé að ná sér á strik. Þetta segir Valur Bogason líffræðingur og einn leiðangursmanna. Hríðminnkandi sílastofn kemur illa niður á varpi sjófugla við sunnan- og vestanvert landið, til dæmis er fuglalíf í Flatey með daufasta móti að sögn íbúa þar. Öðru máli gegnir um ástandið við norðanvert landið, segir Erpur Snær Hansen líffræðingur enda er nóg um loðnu á þeim svæðum. Magnús Jónsson, íbúi í Flatey, segir hríðversnandi afkomu sjó- fugla ekki fara framhjá heima- mönnum. „Það er alveg ótrúlegt að horfa upp á þetta, þetta er nánast alveg dautt hérna,“ segir hann. „Maður er farinn að reka upp stór augu þegar maður sér lunda hérna,“ bætir hann við. Þessi sílaskortur hefur ekki ein- göngu áhrif á fjölda fuglanna í Flat- ey heldur einnig hegðun þeirra. „Það er svo lítið æti fyrir mávinn að hafa í sjónum að hann er farinn að haga sér eins og við Tjörnina fyrir sunnan. Hann er farinn að sækja í matarbita uppi á landi, hann er til dæmis farinn að leita í hænsna- fóðrið há mér,“ segir Magnús. Hann segir enn fremur að kríu- varpið virðist hafa farið forgörð- um að mestu þó eitthvað sé krían að taka við sér eftir að það hitn- aði í veðri í síðustu viku. Þó sé það spurning hvort ungarnir verði orðn- ir nógu stálpaðir þegar kemur að því að hefja sig til flugs yfir hafið. Erpur Snær segir að lægð í lunda- varpi haldist oft í hendur við hlýn- andi sjó. Til dæmis hafi verulega dregið úr lundafjöldanum í kring- um 1930 en þá var sjávarhiti í hámarki. Valur segir að skýringin á fækkun síla kunni að vera sam- bland af umhverfisáhrifum, eins og hækkandi sjávarhita, og arðráni. jse@frettabladid.is GENGIÐ 05.07.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,3497 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,19 114,73 183,92 184,82 165,26 166,18 22,153 22,283 21,313 21,439 18,207 18,313 1,4068 1,4150 182,64 183,72 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is LÖGREGLUMÁL Móðir kornabarns sem fannst látið í gámi í Reykjavík á laugardag er undir stöðugu eftir- liti lögreglu þar sem hún liggur á Landspítalanum. Hún hefur enda verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald og til að sæta geð- rannsókn. Gert er ráð fyrir að unga konan verði útskrifuð af spítalanum í dag eða í allra síðasta lagi á morgun. Hún mun þá verða færð til skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgar svæðinu. Það var á laugardag sem komið var með konuna á bráðamóttöku Landspítala. Læknar töldu að hún hefði fætt barn á síðasta sólar- hring. Lögreglan var kvödd til og fundu lögreglumenn lík full- burða sveinbarns í gámi við Hótel Frón á Laugavegi. Þar hafði konan starfað í um fjóra mánuði sem her- bergisþerna og vissi samstarfsfólk hennar þar ekkert um að hún bæri barn undir belti. Konan flutti hingað til lands í október síðastliðnum. Hún bjó hjá samlanda sínum og föður hans um skeið. Í þá hringdi hún þegar hún hafði alið barnið á herbegi á hótel- inu. Hún vildi fara heim en þeir ákváðu að fara með hana á bráða- móttökuna. - jss Unga litháíska móðirin að líkindum útskrifuð af spítala í dag: Undir stöðugu eftirliti lögreglu LANDSPÍTALINN Konan útskrifast líklega í dag fremur en á morgun. LÖGREGLUMÁL Séra Baldur Krist- jánsson, sóknarprestur í Ölfusi, greindi frá kynferðisbrotum gegn konu sem lést nýverið. Baldur sagði frá brot- unum í líkræðu konunnar. „Hann kom þegar móðirin vann á nætur- vöktum. Það mál upplýstist aldrei og hún náði sér aldrei. Sjúklingur var hún upp frá því. Geðtruflun greinileg upp frá því segir mér bróðir hennar,“ sagði Baldur í líkræðunni. Frá þessu greinir hann á vef- svæði sínu á Eyjunni. Hann til- kynnti málið til barnaverndar- yfirvalda. „Svona mál eiga ekki og mega ekki fyrnast,“ segir Baldur á vefsíðu sinni, en ofbeldið átti sér stað þegar fórnarlambið var ung stúlka. Hún var fædd árið 1932. - sv Kynferðisbrot upplýst í líkræðu: Svona mál eiga ekki að fyrnast SÉRA BALDUR KRISTJÁNSSON NJÓTTU SUMARSINS TILBOÐSDAGAR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is ÆGIR TJALDVAGN 1.279.000. *Afsláttur -200.000. Verð kr. 1.079.000. með fortjaldi PALOMINO COLT 2.559.000. *Afsláttur -369.000. Verð kr. 2.190.000. með fortjaldi KÍKTU VIÐ OG GERÐU GÓÐ KAUP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 33° 27° 27° 23° 25° 26° 23° 23° 26° 19° 29° 31° 33° 25° 21° 24° 23° Á MORGUN 3-8 m/s. FÖSTUDAGUR Hæglætis veður, skúrir síðdegis. 11 15 13 15 15 15 13 13 14 10 16 3 2 3 4 3 2 6 4 8 2 4 14 12 15 16 14 10 12 15 11 8 SUMARVEÐUR Það er von á sumar- blíðu á landinu næstu daga. Nokkuð sólríkt og áfram milt í veðri. Þurrt að mestu en hætt við síðdegis- skúrum, einkum vestan til á landinu. Kólnar lítillega á föstudag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Páll Hreinsson hæsta- réttardómari hefur verið skipaður dómari við EFTA-dómstólinn að tilnefningu Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra. Hann tekur við 15. september af Þor- geiri Örlygssyni, sem tekur sæti í Hæstarétti. Aðrir sem sóttu um voru Aðal- heiður Jóhannsdóttir prófessor, Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, Ólafur Börkur Þorvaldsson hæsta- réttardómari, Róbert Spanó pró- fessor og Skúli Magnússon, dóm- ritari EFTA-dómstólsins. EFTA-dómstóllinn leysir úr ágreiningsmálum um framkvæmd EES-samningsins. Stjórnvöld í EFTA-ríkjunum skipa sameigin- lega í stöðuna. - sh Hverfur úr Hæstarétti: Páll til EFTA- dómstólsins Sílastofninn virðist ekki ná sér á strik Fyrstu vísbendingar benda ekki til þess að sílastofninn sé að ná sér á strik. Mávurinn í Flatey farinn að hegða sér eins og í borginni vegna ætisskorts í sjó. KRÍA Á SVEIMI YFIR FLATEY Þótt krían hafi oft verið til ama eru menn farnir að sakna þess að sjá ekki meira af henni í Flatey. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FUGLALÍF Í FLATEY Magnús Jónsson segist reka upp stór augu þegar hann sér lunda. SVÍÞJÓÐ 147 manns létu lífið í umferðarslysum í Svíþjóð fyrstu sex mánuði ársins. Það eru tæp- lega þrjátíu prósentum fleiri en á sama tímabili í fyrra. 23 gangandi vegfarendur, 83 ökumenn eða farþegar í bílum og 21 á mótorhjólum létust á tíma- bilinu. Umferð hefur aukist um rúm tvö prósent á þjóðvegum landsins á þessu ári. Þá á eftir að draga frá sjálfsmorð, en þau voru þrjátíu talsins í umferðinni í fyrra. Að öðru leyti hafa yfirvöld ekki skýringar á muninum. - þeb 147 látnir í Svíþjóð á árinu: Mun fleiri deyja í umferðinni Nauðgari ófundinn Lögreglan á Akureyri vinnur að rann- sókn á nauðgun sem átti sér stað á Landsmóti hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði um síðustu helgi. Gerandinn er enn ófundinn. Ung kona tilkynnti um nauðgunina undir morgun á sunnudag. LÖGREGLUFRÉTTIR DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun og fleiri brot. Hann var tekinn með 46 kanna- bisplöntur sem hann ræktaði í leiguíbúð sinni í Reykjanesbæ. Þá var hann dæmdur fyrir fíkni- efnaakstur. Maðurinn á alllangan sakaferil að baki, þar á meðal dóma fyrir fíkniefnalagabrot og umferðar- lagabrot. Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi manninn, auk skil- orðsbundnu refsingarinnar, til sviptingar á ökurétti í tvö ár. - jss Kannabisræktandi fyrir dóm: Skilorð fyrir kannabisrækt DÓMSMÁL Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir að slá og sparka í mann og bíta dyravörð á skemmtistaðn- um Manhattan þegar sá síðar- nefndi reyndi að stöðva hann. Maðurinn hefur áður hlotið dóm. Hann játaði sök fyrir dómi. Mað- urinn var auk fangavistar dæmd- ur til að greiða fórnarlambinu 200 þúsund krónur. -jss Greiði 200 þúsund í bætur: Réðst á mann og beit dyravörð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.