Fréttablaðið - 06.07.2011, Qupperneq 10
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR10
ALLIR SAMAN NÚ
TIL GÓÐS
HLAUPUM
... og ef við hlaupum
fjórir saman ...
Það er lítið mál að
hlaupa tíu kílómetra ...
... þá náum við
heilu maraþoni ...
275
250
225
200
15
12
9
6
3
Tö
lu
r
í þ
ús
un
du
m
Tö
lu
r
í þ
ús
un
du
m
19
99
20
01
20
03
20
05
20
07
20
09
20
11
19
99
20
01
20
03
20
05
20
07
20
09
20
11
Breytingar á fjölda skráðra í þjóðkirkju og utan trúfélaga
Þjóðkirkjan Utan trúfélaga
TRÚMÁL Um 6.740 manns hafa sagt
sig úr þjóðkirkjunni frá því í des-
ember 2009. Þetta kemur fram
í nýjum tölum um trúfélaga-
skráningu sem Þjóðskrá hefur
tekið saman.
Langmest var um úr sagnir
í ágúst og september í fyrra,
þegar umræðan um kynferðis-
brot innan kirkjunnar var sem
mest. Þá sögðu ríflega 3.500 skil-
ið við þjóðkirkjuna, meirihlutinn
í ágúst.
Næstmesti kippurinn var í
nýliðnum júnímánuði, þegar 890
manns breyttu skráningunni. Þá
var skýrsla Rannsóknarnefndar
kirkjuþings um kynferðisbrota-
mál þar innanborðs gerð opinber.
Á þessu tímabili, frá því í
desember 2009, hafa 259 verið
skráðir í þjóðkirkjuna. Nettó-
fækkun er því um 6.500 manns.
Langflestir þeirra sem sögðu
sig úr þjóðkirkjunni á þessu tíma-
bili standa nú utan trúfélaga, eða
um 4.800 manns. Næst flestir
gengu til liðs við einhverja af
fríkirkjunum þremur. Fjölgað
hefur í þeim söfnuðum um rúm-
lega 1.200 manns á þessu eina og
hálfa ári. Afgangurinn, ríflega
700 manns, skráðu sig í önnur
trúfélög.
Töluvert fleiri karlar hafa sagt
sig úr þjóðkirkjunni en konur, eða
3.722 á móti 3.019. Þá er algeng-
ara að fólk með lögheimili á
höfuðborgar svæðinu segi skilið
við þjóðkirkjuna en fólk af lands-
byggðinni.
Breytingarnar ná til allra
aldurs hópa en þó má merkja rík-
ari tilhneigingu meðal yngra
fólks en eldra til að breyta trú-
félagaskráningu sinni. - sh
Langflestir þeirra sem hafa sagt sig úr þjóðkirkjunni á síðasta einu og hálfa ári standa nú utan trúfélaga:
Fækkað í þjóðkirkjunni um 6.500 manns
SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir-
litið hefur sektað bókaútgáfuna
Forlagið um 25 milljónir króna
vegna samkeppnisbrota. Fyrir-
tækið er talið hafa brotið skilyrði
sem sett voru fyrir samruna
JPV-útgáfu og Vegamóta í Forlag-
ið árið 2008.
Forlagið kveðst harma ákvörð-
un Samkeppniseftirlitsins. Þá er
Forlagið ósammála úrskurðinum
og mun skjóta honum til áfrýjun-
arnefndar samkeppnismála og
síðan til dómstóla ef þörf krefur,
segir í tilkynningunni. - mþl
Brot á reglum um samruna:
Forlagið sektað
um 25 milljónir
FÆDD Í DÝRAGARÐI Þessi snæugla var
aðeins 46 grömm þegar hún fæddist
fyrir skömmu í Hannover í Þýskalandi.
Innan sextíu daga verða fjaðrirnar að
mestu orðnar hvítar.
MYND AFP/NORDIC PHOTO
HEILBRIGÐISMÁL Hreppsnefnd Vopna-
fjarðar hefur mótmælt því við við
velferðarráðuneytið og Heilbrigðis-
stofnun Austurlands að Vopna-
fjörður verði án grunnlæknis-
þjónustu eins og var um þriggja
daga skeið í síðasta mánuði.
„Það var búið að gera okkur
grein fyrir því að þetta gæti endur-
tekið sig í haust og það viljum við
alls ekki sjá,“ segir Þorsteinn
Steinsson sveitarstjóri. „Það getur
nefnilega verið erfitt, jafnvel fyrir
fílhraust fólk, að segja: nei ég ætla
ekki að vera veikur í dag,“ bætir
hann við.
Hreppsnefndin bókaði mótmæli
á fundi sínum 23. júní og þar segir:
„Vopnafjörður er í 135 kílómetra
fjarlægð frá Egilsstöðum, þar sem
næst er unnt að ná í lækni, ef vá
ber að dyrum. Jafnframt er um
háa fjallvegi í um 600 metra hæð
yfir sjávarmáli að ræða svo all-
sendis er óvíst hversu öruggt er
að komast milli þessara staða...“
„Þetta er eins og rúlletta að
spara með þessum hætti, það
gæti nú aldeilis orðið dýrt ef ein-
hver veikist og kemst ekki undir
læknis hendur í tíma,“ segir Þor-
steinn.
Það var dagana 16. til 19. júní
sem enginn læknir var á vakt á
Vopnafirði. - jse
Læknislaust var á Vopnafirði um þriggja daga skeið vegna sparnaðaraðgerða:
Mótmæla læknisleysi harðlega
FRÁ VOPNAFIRÐI Vopnfirðingar taka það
ekki í mál að verða læknislausir aftur.
ORKUMÁL Landsvirkjun vinnur
nú í sumar að fjölmörgum við-
haldsverkefnum í Laxárstöðvum.
Þess vegna verður ekki mögulegt
að taka á móti gestum í Laxár-
stöðvar í sumar eins og fyrri ár.
Á framkvæmdatíma má gera
ráð fyrir lítilsháttar töfum á
umferð í næsta nágrenni við
vinnusvæðið. Verklok eru áætluð
í september. - shá
Viðhald hjá Landsvirkjun:
Framkvæmdir í
Laxárstöðvum
LAXÁRSTÖÐ II Viðhald veldur því að
ekki verður unnt að taka á móti ferða-
mönnum. MYND/ÞORKELL ÞORKELSSON