Fréttablaðið - 06.07.2011, Page 15
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
66
Markaðsátak í vændum
4-5
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 6. júlí 2011 – 11. tölublað – 7. árgangur
Síminn hefur sótt um tilrauna-
leyfi til reksturs á 4G-háhraða-
gagnaflutningsneti til Póst- og
fjarskiptastofnunar. Áformað er
að hefja prófanir á netinu í febrúar
á næsta ári í samstarfi við sænska
tæknifyrirtækið Ericsson.
Í lok maí sótti Nova fyrst fjar-
skiptafyrirtækja hér um leyfi til
prófana á 4G-netinu í samstarfi við
Huawei Technologies.
Síminn sækir um leyfið fyrir tvö
tíðnibönd, annars vegar 800 mega-
hertz (Mhz) og hins vegar 2.600
Mhz. Sævar Freyr Þráinsson,
forstjóri Símans, segir ástæðuna
fyrir því að sótt er um tvö tíðni-
bönd þá að hann telji að 800 MHz
henti jafnvel betur íslenskum að-
stæðum og að samband náist yfir
stærra svæði. - jab
Síminn
skoðar 4G
SÆVAR FREYR Forstjóri Símans segir
mikilvægt að kanna hvaða tíðnisvið fyrir
gagnaflutningsnet henti best hér á landi.
FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FRAMLEIÐA ÞARF MEIRI MAT
Sameinuðu þjóðirnar segja nauð-
synlegt að auka mjög matvæla-
framleiðslu í heiminum, jafnvel
þurfi hún að tvöfaldast á næstu
þremur áratugum vegna mann-
fjölgunar upp í níu milljónir. Mat-
vælaframleiðslan þarf auk þess
að verða „grænni“ eða umhverfis-
vænni.
LAGARDE RÁÐIN
Christine Lagarde, nýr yfir maður
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fær
53 milljónir króna í árslaun auk
nærri tíu milljóna í dagpeninga,
eða samtals ríflega fimm millj-
ónir á mánuði – eftir að skattar
hafa verið dregnir frá. Í viðbót
við þetta getur hún fengið endur-
greiddan útlagðan kostnað ef
hann tengist beint starfinu. Sjóð-
urinn birti í gær ráðningarsamn-
ing hennar, sem er til fimm ára.
FLUGFÉLÖG Í MÁL
Mál bandarískra flugfélaga gegn
Evrópusambandinu hefur verið
tekið til meðferðar hjá Evrópu-
dómstólnum. Flugfélögin segja
kröfur ESB um hámarks útblástur
gróðurhúsalofttegunda brjóta
gegn alþjóðalögum.
Vistvæna
prentsmiðjan!
Þjónusta Veitingahús VerslunÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta
Miklir möguleikar í
vetrarferðamennsku.
Greinaröð um nýsköpun
Að selja
hugmyndir
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Ekkert fyrirtæki hefur verið skráð á hlutabréfa-
markað hér í rúm þrjú ár, eða frá skráningu Skipta,
móðurfélagsins Símans á vordögum 2008. Staðan er
hvergi jafn slæm á hinum Norðurlöndunum nema
í Finnlandi. Þar hefur ekkert nýtt fyrirtæki litið
dagsins ljós á aðallista hlutabréfamarkaðs
í þrjú ár.
Væntingar voru uppi um að fyrsta fyrir-
tækið liti dagsins ljós í Kauphöllinni um
mánaðamótin. Af því varð ekki. Búist er
við að Arion Banki og Landsbankinn setji
Haga og fjárfestingarfélagið Horn á mark-
að í haust. Þá stóð Kauphöllin nýverið fyrir
fræðslufundi, um þýðingu þess að vera skráð
félag, fyrir fimmtíu forsvarsmenn rúmlega
tuttugu fyrirtækja. Búist er við að það skili sér í hol-
skeflu skráninga í haust.
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir
hlutina geta gengið hraðar fyrir sig. Ástæðan liggi
að hluta til hjá bönkunum sem haldi í fyrirtæki sem
þeir eigi að hluta eða öllu leyti lengur en þurfa þykir.
„Við tökum heilshugar undir það sem hefur komið
fram hjá Samkeppniseftirlitinu um að það eru kerfis-
lægir hvatar hjá bönkunum sem toga í ranga átt og
tefja fyrir endurskipulagningu fyrirtækja og endur-
reisn atvinnulífsins. Við tökum einnig undir með-
mæli OECD sem hefur mælt með því að eiginfjár-
krafa bankanna miðaðist við upprunalegt virði lána
frekar en niðurfært virði þeirra. Það myndi skapa
hvata til að klára endurskipulagninguna og koma
þessum eignum úr bókum bankanna,“ segir hann
og bendir á að á meðan gjaldeyrishöft eru í gildi sé
fátt sem ýti við bönkunum.
Viðmælendur Fréttablaðsins taka undir gagn-
rýni Páls að hluta. Nokkrir þeirra sem blaðið hefur
rætt við benda jafnframt á að skráning á
hlutabréfamarkað henti stærri fyrirtækjum
betur en smærri. Allt umstang og umsýsla
við skráningu sé kostnaðarsamt auk þess
sem kostnaður hér sé hár miðað við aðrar
kauphallir á Norðurlöndunum.
„Það hentar ekki öllum fyrirtækjum að
vera skráð í Kauphöll,“ segir frumkvöðull-
inn Frosti Sigurjónsson. Hann hefur ásamt
Erni Þórðarsyni lagt grunninn að vettvangi
fyrir eigendur og hluthafa óskráðra sprotafyrir-
tækja til að kynna fyrirtæki sín sem fjárfestingar-
kost. Viðræður hafa átt sér stað við banka, fjármála-
fyrirtæki og miðlara sem hafa tekið vel í hugmynd-
ina.
Vettvangurinn keppir ekki við Kauphöllina held-
ur er hann hugsaður til að tengja saman fyrirtæki,
miðlara og fjárfesta, að sögn Frosta. „Það er til fullt
af fyrirtækjum sem eru góðir fjárfestingarkostir
ef einhver vissi af þeim,” segir hann og bendir á að
vettvangurinn geti nýst þeim fyrirtækjum vel sem
síðar meir vilji fara á hlutabréfamarkað.
Mörg fyrirtæki líkleg
á markaðinn í haust
Væntingar um skráningar fyrirtækja á hlutabréfamarkað hafa
ekki gengið eftir. Endurskipulagning er sögð ganga hægt. Nýr
vettvangur fyrir sprotafyrirtæki í leit að fjármagni er í mótun.
PÁLL HARÐARSON
Klausturbleikja
Bíða eftir lífrænni
vottun á bleikju.