Fréttablaðið - 06.07.2011, Side 30
6. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR18
folk@frettabladid.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
Miele ryksugur
Allt sem þú þarft
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt. Nánari
upplýsingar á visir.is/dreifing
DAGA HJÓNABANDI þeirra Ryans Reynolds og Scarlett Johansson
lauk á föstudaginn, en þá gekk skilnaðurinn endanlega í gegn.
Poppdrottningin Madonna
er byrjuð að taka upp nýja
plötu. Þrjú ár eru liðin frá
útgáfu síðustu plötu henn-
ar, sem sló í gegn um allan
heim.
Umboðsmaður Madonnu, Guy
Oseary, tilkynnti á Twitter-síðu
sinni á mánudag að söngkon-
an væri byrjuð að taka upp nýja
plötu.
„Þetta er komið á hreint. Fyrsti
dagur Madonnu í hljóðverinu og
vinna að nýrri plötu er hafin.
Mjög spennandi,“ skrifaði Oseary.
Platan verður sú tólfta í röðinni
frá Madonnu, sem gaf síðast út
plötuna Hard Candy árið 2008.
Ekkert bendir til þess að vin-
sældir Madonnu séu farnar að
dala, enda fór síðasta plata á topp-
inn í 19 löndum, hvorki meira né
minna og hefur selst í milljónum
eintaka um allan heim.
Madonna, sem verður 53 ára í
ágúst, virðist ekki ætla að setjast
í helgan stein í bráð. Í kjölfarið á
síðustu plötu fór hún í gríðarlega
umfangsmikið tónleikaferðalag
um heiminn og rakaði inn millj-
örðum. Búast má við að hún fylgi
næstu plötu eftir á svipaðan hátt.
Óvíst er hver mun vinna nýju plöt-
una með henni, en á síðustu plötu
komu Justin Timberlake og upp-
tökustjórateymið The Neptunes
við sögu.
Madonna í hljóðver á ný
SNÝR AFTUR Madonna er byrjuð á nýrri plötu sem fylgir eftir hinni gríðarlega vinsælu
Hard Candy. Hér er hún ásamt Lourdes, dóttur sinni.
1007