Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 2

Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 2
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Guðný Gígja, voru þið ekki frekar að ylja upp. „Jú, og við gerðum það með því að ylja fólki um hjartarætur en ekki undir uggum.“ Guðný Gígja Skjaldardóttir er í þjóð- lagadúettinum Ylju, sem hitaði upp fyrir írska tónlistarmanninn Glen Hansard á Café Rosenberg í gær. SPURNING DAGSINS BANDARÍKIN, AP Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum þurfi að ná niður- stöðu um breytingar á skuldaþaki ríkissjóðs sem allra fyrst. Náist það ekki sé hætta á að áhrifa þess muni gæta um allan heim. Í ræðu sinni á fundi hjá hugveit- unni Council on Foreign Relations kallaði Lagarde eftir því að banda- rískir stjórnmálaleiðtogar sýndu viðlíka pólitískt hugrekki og evr- ópskir starfsbræður þeirra hafa sýnt að undanförnu. Greiðslufal l eða lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna vofir yfir ef ekki semst um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs fyrir 2. ágúst næstkomandi. Segir Lagarde að slíkt yrði „afar alvarlegur atburð- ur, ekki aðeins fyrir Bandaríkin heldur allt fjármálakerfi heimsins“. Ríkisskuldabréf Bandaríkjanna eru almennt talin öruggasta fjár- festing sem völ er á, en skuldabréf að upphæð 4 þúsund milljarðar Bandaríkjadala eru í eigu erlendra ríkissjóða, eins og Kína og Japan, sem og einkaaðila. Deilur repúblikana og demó- krata snúast aðallega um hvort eigi að hækka skuldaþakið til skamms tíma eða til lengri tíma. Mikil harka er hlaupin í málið eftir að upp úr slitnaði í viðræðum flokkanna fyrir skemmstu. - þj Forstjóri AGS uggandi vegna afgreiðslu skuldamála í Bandaríkjunum: Lýsir eftir pólitísku hugrekki KNÝR Á UM LAUSN Christine Lagarde, forstjóri AGS, hvetur til þess að deilur um skuldaþak Bandaríkjanna verði leystar sem allra fyrst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMFÉLAGSMÁL Boðað hefur verið til samverustundar í Norræna húsinu í dag klukkan 17 vegna harmleiksins í Noregi á föstudag. Norræna húsið, Norræna félagið og Félag Norðmanna á Íslandi bjóða til samverustundarinnar. Markmið samkomunnar er að skapa vettvang fyrir fólk til að koma saman, eiga hlýja stund og votta ættingjum og vinum fórn- arlamba árásanna samúð. Minningabækur norska sendi- ráðsins verða til áritunar á meðan á samverustundinni stend- ur. Þá verður boðið upp á kaffi og kökur. - mþl Norræna húsið síðdegis í dag: Fólk velkomið í samverustund LJÓS GEGN ILLSKU Minningarathöfn vegna voðaverkanna í Noregi fer fram í Norræna húsinu í dag. Stjórnlagaráð hefur lokið vinnu við þrjá af níu köflum stjórnarskrárdraga: Stinga upp á nýju kosningakerfi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni, sem að því er virð- ist kom í veg fyrir líkamsárás í Mosfellsbæ aðfaranótt laugar- dagsins 16. júlí. Málsatvik eru þau að milli klukkan eitt og tvö um nóttina voru tveir menn staddir við bens- ínstöð N1 í Háholti. Annar þeirra var vopnaður barefli og hugðist berja hinn. Af því varð ekki en talið er að þriðji maðurinn, sem átti þar leið hjá, hafi komið í veg fyrir líkamsárásina með því að skerast í leikinn. Sá er stöðvaði árásina er beðinn um að hringja í lögregluna í síma 444-1000 eða hafa samband á net- fangið abending@lrh.is. - jss Lögreglan leitar að vitni: Kom í veg fyrir líkamsárás STJÓRNLAGARÁÐ Stjórnlagaráð samþykkti í gær lokaút- gáfur þriggja af níu köflum þeirra stjórnarskrárdraga sem það hefur unnið að. Ráðið stefnir að því að klára umræður um þá kafla sem út af standa í dag og skila á föstudag fullunnum drögum til forsætisráðherra. Í gær voru samþykktar undirstöður stjórnarskrár- innar en þeim er ætlað að vera fyrsti kafli nýrrar stjórnarskrár. Þá var samþykktur nýr mannréttinda- og náttúrukafli auk kafla um Alþingi og kosningar til þess. Í Alþingiskaflanum er fjöldi nýmæla. Má þar nefna að þar er kveðið á um að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt. Þá er einnig kveðið á um að kjós- andi geti með persónukjöri valið frambjóðendur þvert á lista en þó verði heimilt að mæla fyrir um í lögum að valið sé einskorðað við kjördæmalista eða landslista sömu samtaka. Tíu af hundraði kjósenda munu geta krafist þjóðar- atkvæðis um lög sem Alþingi hefur samþykkt sam- kvæmt drögunum. Þá mun tiltekinn hluti kjósenda geta lagt fram þingmál og frumvörp á Alþingi. Mál- skotsréttur forseta Íslands er óbreyttur í drögunum. Í mannréttinda- og náttúrukaflanum koma einnig fram margar nýjungar. Þar á meðal er ákvæði um að auðlindir sem ekki eru í einkaeigu séu sameigin- leg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn geti fengið þær eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota auk þess sem aldrei megi selja þær eða veð- setja. Þá er sérstaklega kveðið á um að öllum skuli tryggður réttur til að lifa með reisn og að börnum skuli tryggð í lögum sú vernd og umönnum sem vel- ferð þeirra krefst. Loks er jafnræðisreglan ítarlegri en í núgildandi stjórnarskrá. - mþl SKIPULAGSMÁL „Ég held að virðing- arstiginn hjá bæjaryfirvöldum sé þannig að eldri borgarar og elsta hverfið sé lægst í stiganum,“ segir Hrefna Geirsdóttir, einn íbúa í Faxatúni í Garðabæ sem ósáttir eru við vaxandi umsvif í Túna- hverfinu. Færanleg kennslustofa var í fyrrakvöld flutt að leikskólan- um Bæjarbóli aftan við hús Hrefnu. Hún kveður þetta koma íbúunum í opna skjöldu því þeir hafi þegar mótmælt stækkun leik- skólans og kært „skipulagsleysi“ á svæðinu til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála. „Jafnvel þó ekki sé búið að ganga frá skipulagi og þótt búið sé að birta bænum kæruna er samt verið að vinna í flutningi þessa húss. Við bjuggumst við að þeir myndu stoppa þegar undirstöð- urnar væru tilbúnar en svo komu þeir með þetta hús,“ segir Hrefna. Að sögn Hrefnu eru íbúarnir afar ósáttir við að ekki hafi enn verið gengið frá skipulagi Túna- hverfisins. „Við viljum ekki að það sé verið að hrúga hér niður kofum stanslaust. Þetta nýja hús þýðir einfaldlega meira álag á svæðið; aukinn hávaða og meiri umferð,“ segir hún. Meðal þess sem íbúarnir í Túnahverfi voru ósáttir við var útleiga veislusalar í húsi skátafé- lagsins Vífils. Í kjölfar kvart- ana frá íbúunum hættu skátarn- ir að leigja út salinn. „Þeir eru hættir í bili en gráta mikið yfir því að tekjurnar séu horfnar. Nú skilst mér að bærinn vilji stækka lóðina þeirra þannig að hægt sé að byggja einhvern varnarvegg svo við heyrum ekki eins mikið í skemmtanahaldinu. Við teljum ekki eðilegt að gert sé ráð fyrir útleigu á veislusölum í íbúða- hverfi og viljum fá kynningu á áætluðu skipulagi og samþykkt skipulag áður en þeir halda áfram að framkvæma þarna,“ undir- strikar Hrefna. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir framkvæmdirnar við Bæjar- ból í fullu samræmi við alla skipu- lagsskilmála og að málið hafi verið kynnt fyrir íbúum. Hann undirstrikar að um sé að ræða hús sem megi fjarlægja ef hið gagn- stæða komi í ljós. „Það er verið að bæta við plássum fyrir um tutt- ugu börn. Það hefur áhrif á um tuttugu fjölskyldur. Við ætlum að halda okkar striki,“ segir Gunnar. Undirbúningur nýs deiliskipu- lags er að sögn Gunnars í eðlilegu ferli. Meðal annars sé gert ráð fyrir útvistarsvæði milli Faxatúns og leikskólans. „Ég er sannfærður um að þegar þessu er lokið verður hverfið komið í enn hærri stand- ard,“ segir bæjarstjórinn. gar@frettabladid.is Saka bæinn um skort á virðingu við íbúana Íbúar í Faxatúni í Garðabæ eru vonsviknir yfir því að bæjaryfirvöld hafi flutt hús að leikskólanum Bæjarbóli þótt vinnu við nýtt skipulag hverfisins sé ólokið. Bæjarstjórinn segir „standard“ hverfisins munu hækka með nýju deiliskipulagi. GÍGJA GRÉTARSDÓTTIR OG HREFNA GEIRSDÓTTIR Fjölga á plássum í leikskólanum Bæjarbóli úr 85 í 110 með færanlegri stofu sem flutt hefur verið að skólanum. Gígja og Hrefna sem búa í Faxatúni þar við hliðina segja hins vegar nóg komið af umsvifum í íbúahverfinu þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG GUNNAR EINARSSON STJÓRNLAGARÁÐ Lokaútgáfur þriggja af níu köflum stjórnar- skrárdraga hafa verið samþykktar. STJÓRNMÁL Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, íhugar nú breytingar á vopnalögum í kjöl- far árásanna í Noregi. Hann segir hins vegar ekki vera þörf á skipu- lögðu eftirliti með skrifum á internetinu. Frá þessu var greint í kvöld- fréttum Stöðv- ar 2 í gær. Ríkisstjórn- in fundaði með ríkislögreglustjóra í gær um hryðjuverkin. Þá tókst ekki að ná samkomu- lagi um fjármögnun á byggingu nýs fangelsis á ríkisstjórnarfund- inum í gær líkt og stefnt hafði verið að. Nú er stefnt að ákvörð- un um málið í ágúst. - mþl Engin ákvörðun um fangelsi: Vill taka vopna- lög til endur- skoðunar ÖGMUNDUR JÓNASSON LÖGGÆSLA Lögreglan í Vest- mannaeyjum mun að vanda við- hafa öflugt eftirlit fyrir og um Þjóðhátíðina í Eyjum. Það felst meðal annars í eftirliti með hugs- anlegu fíkniefnamisferli og eftir- liti er varðar velferð ungmenna. Lögregla vill minna foreldra og forráðamenn barna á að útivistar- reglur eru í gildi þessa helgi eins og aðrar. „Þá er rétt að benda á að ungmenni yngri en 18 ára eiga ekkert erindi á útihátíð án þess að vera í fylgd með fullorðnum.“ - jss Lögreglan tilkynnir: Öflugt eftirlit á Þjóðhátíðinni ENGLAND Breski snyrtivörufram- leiðandinn Ilamasqua og útfarar- þjónustan Leverton & Son í Lond- on hafa nú tekið höndum saman um þjónustu sem þau kalla The Final Act of Self-Expression. Er hún ætluð öllum sem vilja líta vel út þegar þeir hafa kvatt hið jarð- neska líf. Í fréttatilkynningu frá snyrti- vöruframleiðandanum segir að fyrirtækið hvetji fólk til að líta vel út í lifanda lífi og það eigi ekki að vera öðruvísi þegar lífið er kvatt. Hinsta snyrtingin kostar allt frá 450 pundum eða sem svarar rúmlega 85 þúsundum íslenskra króna. Þjónustan verður ein- göngu veitt í London. - ibs Nýstárleg þjónusta í London: Hinsta snyrting á 85 þúsund

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.