Fréttablaðið - 27.07.2011, Qupperneq 8
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR8
HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI
Árásirnar í Noregi eru merki
um vaxandi reiði í Evrópu gagn-
vart múslímskum innflytjendum.
Þetta segir leiðtogi ensku varð-
deildarinnar, English Defence
League, sem eru öfgahægrisam-
tök gegn innflytjendum í Bret-
landi.
Stephen Lennon, leiðtogi sam-
takanna, sagðist í gær ekki sam-
þykkja aðgerðir ódæðismanns-
ins. Hann vísaði því einnig á bug
að samtökin hefðu haft eitthvert
opinbert samband við Breivik.
Hann sagði þó að líta ætti á
atburðina í Noregi sem merki um
vaxandi reiði. Hann hafi ferðast
um Evrópulönd undanfarið og
orðið var við vaxandi stuðning
við samtök eins og þau sem hann
er í forsvari fyrir. - þeb
Öfgahægrimenn í Englandi:
Árásir merki um
vaxandi reiði
Útey verður byggð upp á ný eftir
hörmungarnar í síðustu viku.
Uppbyggingin mun líklega kosta
fimmtán til tuttugu milljónir
norskra króna, sem eru um 321
til 429 milljónir íslenskra króna.
Eskil Pedersen, formaður
ungliðahreyfingar Verkamanna-
flokksins, segir að ásamt því að
byggja staðinn upp verði þeim
sem létust reistur minnisvarði
þar. Mikil eyðilegging er á eyj-
unni, ný hús vantar og græða
þarf upp landsvæði. Auðmaður-
inn Petter Stordalen hefur þegar
gefið ungliðahreyfingunni, sem
á eyjuna, fimm milljónir norskra
króna til uppbyggingar þar. - þeb
Mikil eyðilegging á eyjunni:
Útey verður
byggð upp á ný
Kynntu þér Vörðuna eða pantaðu Vörðuráðgjöf á landsbankinn.is, í næsta útibúi eða í síma 410 4000. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Betri þjónusta
í Vörðunni
Varðan er vildarþjónusta fyrir viðskiptavini
Landsbankans. Markmið þjónustunnar er að
ÓSLÓ Lögreglumenn og hundar hófu í gær að rannsaka byggingar og leita líka eftir sprengjuárásina í Ósló. Þar er fólks enn
saknað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Anders Behring Breivik er að
öllum líkindum geðveikur, að
mati Geirs Lippestad lögfræðings
hans. Hann telur sig vera bjarg-
vætt og vera í stríði gegn lýðræði
og múslímum.
Lippestad sagði í gær að
ódæðismaðurinn yrði mögulega
kærður fyrir glæpi gegn mann-
kyni auk hryðjuverka. Þá sagði
hann að Breivik yrði aldrei frjáls
maður á ný. „Hann spurði mig
hvort ég væri í áfalli og hvort ég
gæti útskýrt fyrir honum hvað
gerðist. Hann vissi ekki hvort
honum hefði tekist ætlunarverk
sitt,“ sagði Lippestad og bætti
því við að Breivik hefði spurt sig
hversu marga hann hefði drepið.
Mikil áhersla er nú lögð á það
að bera kennsl á lík þeirra sem
fundist hafa. Vonast er til að því
geti lokið á morgun, en fjörutíu
manns vinna að því auk þess sem
enn er leitað að fólki í vatninu við
Útey og í byggingum í stjórnar-
ráðshverfinu.
Nöfn og myndir af mörgum
fórnarlömbum hryðjuverkanna
hafa verið birtar í norskum fjöl-
miðlum. Endanleg tala látinna
liggur enn ekki fyrir enda er ekki
vitað hversu margra er saknað.
Þá eru nítján manns í lífshættu á
spítala. Þrettán þeirra urðu fyrir
skotum í Útey og sex særðust í
sprengjuárásinni í Ósló.
Knut Storberget dómsmála-
ráðherra greindi frá því í gær að
starfsfólks í ráðuneytinu væri
saknað. Ráðherra varði einn-
ig lögregluna, sem hefur verið
nokkuð gagnrýnd vegna þess að
það tók 90 mínútur fyrir hana að
komast í Útey eftir að skotárásin
hófst. Greint hefur verið frá því
að ekki hafi verið hægt að nota
þyrlu til verksins þar sem allir
starfsmenn hafi verið sendir í frí.
Starfsemi forsætisráðuneytis-
ins hefur verið flutt ótímabundið í
húsnæði varnarmálaráðuneytisins
en skrifstofur forsætisráðuneytis-
ins skemmdust mikið í sprengju-
árásinni á föstudag. Ekki er enn
vitað hvort rífa þarf bygginguna
en hafist hefur verið handa við
að rannsaka bygginguna sem og
aðrar sem urðu fyrir sprenging-
unni.
Pólskur efnafræðingur sem
handtekinn var um helgina fyrir
að hafa selt Breivik efni segir
hann hafa virkað eðlilegan á sig.
Rannsókn hefur verið hafin á því
hvort hann hafi brotið lög með
athæfinu. „Hann var mjög venju-
legur viðskiptavinur með venju-
legar spurningar. Það var ekk-
ert skrítið í póstum hans,“ segir
Lukasz Mikus.
thorunn@frettabladid.is
Ódæðismaður telur
sig bjargvætt í stríði
Lögfræðingur hryðjuverkamannsins í Noregi segir skjólstæðing sinn líklega
geðveikan. Skrifstofur ráðuneyta eru óstarfhæfar og óvíst hvort byggingar
munu standa. Nítján manns eru enn í lífshættu á spítala eftir árásirnar tvær.
Sören Pind, ráðherra innflytj-
endamála í Danmörku, baðst í
gær afsökunar á ummælum sem
hann lét falla á Face-book-síðu
sinni. Þar sagði hann öfgahyggju
vera að aukast og nefndi hópa
danskra aðgerða-sinna í sömu
andrá og fjöldamorð Anders
Behring Breivik í Noregi, sem
hann sagði„djöfullegustu ásjónu“
öfgahyggjunnar.
Pind var gagnrýndur mjög
fyrir þessi orð, bæði innan Dan-
merkur og utan, og svaraði því
til að hann hafi alls ekki verið
að líkja þessu saman. Því þyki
honum afar leitt að einhver hafi
lagt þennan skilning í orð hans.
- þj
Ráðherra biðst afsökunar:
Aðgerðasinnar
ólíkir Breivik
FJAÐRAFOK Danski ráðherrann Sören
Pind var gagnrýndur fyrir Facebook-
færslu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Með stefnuyfirlýsingu sinni birti
Anders Behring Breivik dagbók
um athæfi sitt vikurnar fyrir
hryðjuverkin. Þar lýsir Breivik
vinnu sinni og frístundum meðan
á smíði sprengjunnar stóð.
Meðal þess sem fram kemur
í dagbókinni eru lýsingar á því
hvernig Breivik var tvisvar kom-
inn á fremsta hlunn með að flýja
þar sem hann óttaðist að komist
hefði upp um sig. Þá kemur fram
að hann missti stundum móðinn
þegar illa gekk en þá fór hann
iðulega út að borða á dýrum veit-
ingastað. Hann tók sér jafnframt
stundum frí til að horfa á sjón-
varpsþætti og horfði til dæmis á
öll þrjú kvöld Eurovision í maí.
- mþl
Dagbækur Anders Breivik:
Var tvisvar
næstum flúinn
BÚGARÐUR BREIVIK Hér smíðaði Anders
Breivik sprengjuna sem sprakk í mið-
borg Óslóar. NORDICPHOTOS/AFP