Fréttablaðið - 27.07.2011, Side 18
18 27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR
Framkvæmdastjóri Arkitekta-félags Íslands, Hrólfur Karl
Cela arkitekt, lýsir áhuga félagsins
á undirbúningi byggingar fangels-
is á Hólmsheiði í opnu bréfi til for-
sætisráðherra, fjármálaráðherra
og innanríkisráðherra í Frétta-
blaðinu 22. júlí. Fyrir það vil ég
þakka og um leið útskýra hvernig
að málinu er staðið.
Bygging nýs fangelsis hefur
verið á verkefnalista stjórnvalda
í langan tíma. Of langan. Mjög
brýnt er að hrinda því verkefni
í framkvæmd. Um það erum við
sammála.
Umgjörð og búnaður fangelsis
þarf að standast kröfur um ítrasta
öryggi, góðan aðbúnað fanga og
starfsmanna og hagkvæmni í
byggingu og rekstri. Arkitektinn
bendir á að umhverfi fanga skuli
vera mannsæmandi enda er það
þáttur í því að fangavist leiði til
betrunar. Um það erum við einn-
ig sammála.
Þá komum við að undirbúningi
verksins og þar lýsir arkitektinn
áhyggjum yfir því að fyrirhugað
sé að bjóða verkið út í alútboði.
Það muni koma niður á gæðum
og engin samkeppni verði meðal
arkitekta. Þar erum við hins vegar
ekki að öllu leyti sammála.
Í alútboði er tiltekið verk boðið
út frá upphafi til enda að gefnum
ákveðnum forsendum: Hönnun
útlits, efnisval, verkhönnun öll,
byggingaraðferð og verð. Í alút-
boði koma allir nauðsynlegir sér-
fræðingar að verki sem mynda hóp
um sitt útboð. Engin takmörk eru
fyrir því hversu margir hópar geta
boðist til að vinna verkið. Ætlunin
er sú að þannig náist fram kostir
samkeppni á sviði hönnunar og
hagkvæmni. Nýjasta dæmið hjá
ríkinu um þetta er háskólatorgið.
Nú er á það að líta að fangels-
isbygging er mjög sérhæft mann-
virki. Fyrir alllöngu voru fengn-
ir sérfræðingar á þessu sérhæfða
sviði til að leggja fram ítarlegar
forsendur og skilgreiningar vegna
fyrirhugaðs útboðs. Þótt sjálf
fangelsisteikningin bíði útfærslu
þá reynir öðruvísi á arkitekt-
ana sem fá verkefnið en í ýmsum
öðrum verkefnum þar sem hend-
ur þeirra eru ekki eins bundnar
frá fyrstu stundu. Sérfræðingar á
vegum stjórnarráðsins hafa bent á
að hönnunarsamkeppni eigi vissu-
lega vel við þegar þarfir eru ekki
mjög skilgreindar og leitað er eftir
„góðum“ hugmyndum. Eftir því
sem verkefnið er meira skilgreint
því minni þörf er á þannig sam-
keppni. Að þessu leyti sýnist mér
nokkur samhljómur með fram-
kvæmdastjóra Arkitektafélags
Íslands og ráðgjöfum okkar þótt
ekki komist þeir að sömu niður-
stöðu.
Það er mat þeirra sérfræðinga
sem ég styðst við að með aðferð
alútboðs í þessu verkefni náist
að slá tvær flugur í einu höggi:
Hópar sérfræðinga keppast um
að setja fram vandaðar hugmynd-
ir og áætlanir um útlit, efni, hag-
kvæmni og verð. Við úrvinnslu
vegur verkkaupi og metur síðan
alla þessa þætti og mun að sjálf-
sögðu í tilviki fangelsisbygging-
ar láta sjónarmið um vandaðan
aðbúnað ráða miklu. Það er því
að mínu viti of mikil einföldun að
segja að alútboð hafi verið nýtt
í einföld mannvirki, skemmur
eða lagerhúsnæði, sem geri litlar
kröfur til mannlegra þarfa eins og
Hrólfur Karl heldur fram í grein
sinni.
Tilvitnuð ábending arkitektsins
úr stefnu stjórnvalda um mann-
virkjagerð þar sem segir að kapp-
kosta skuli að viðhafa samkeppni
og hvetja til aðkomu yngri hönn-
uða er því fyllilega í heiðri höfð í
alútboði.
Ég hygg að við arkitektinn séum
að verulegu leyti sammála um
verkefnið þegar allt kemur til alls
þótt ég hljóti að fallast á þá ábend-
ingu hans að alútboð setji arki-
tektastofum þær skorður að þær
þurfa að leita samstarfs við aðra
sérfræðinga sem koma að mann-
virkjagerð. Þetta getur vissulega
verið hamlandi en spyrja má hvort
slík samhæfing í hönnun og fram-
kvæmd sé ekki jafnframt styrkur
fyrir alla hlutaðeigandi, einnig
sjálfstætt starfandi arkitektastof-
ur og því sé verkefnið í heild sinni
þeim til framdráttar.
Það er mat þeirra sérfræðinga sem ég
styðst við að með aðferð alútboðs í
þessu verkefni náist að slá tvær flugur í
einu höggi.
Í fimmtu og síðustu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi
fjalla ég um raforkuverð til stór-
iðju í alþjóðlegu samhengi.
Því er gjarnan haldið fram
að raforkuverð til stóriðju sé
langtum lægra hér á landi en
gengur og gerist annars staðar.
Af neðangreindum samanburði
má hins vegar sjá að sú er alls
ekki raunin. Eftir því sem næst
verður komist eru áform uppi um
35 ný álver í heiminum á næstu
árum. 25 þessara verkefna eru
áformuð í Asíu, þrjú í Mið-Aust-
urlöndum, fjögur í Evrópu (Rúss-
landi, Aserbaídsjan og Íslandi),
tvö í Kanada og eitt í Argentínu.
Samanlögð framleiðslugeta þess-
ara álvera yrði um 16 milljónir
tonna, yrðu þau öll byggð.
Raforkuverð til þeirra verk-
efna sem áformuð eru í Kína og
Indlandi er að meðaltali nokkuð
hærra en hér á landi, eða liðlega
40 USD/MWh. Á móti vegur hins
vegar að fjárfestingarkostnaður
við byggingu nýs álvers í Kína
er áætlaður um þriðjungur af
því sem það kostar að reisa nýtt
álver á Vesturlöndum.
Fyrir vikið eru þessi álver með
nokkuð lægri framleiðslukostn-
að, þrátt fyrir hærra raforku-
verð.
Rafmagnskostnaður hinna
tíu verkefnanna er talinn vera á
bilinu 20-25 USD/MWh að meðal-
tali. Þetta er liðlega 30% lægra
verð en áliðnaður hér á landi er
að greiða í dag miðað við núver-
andi stöðu álverðs. Raunar eru
aðeins tvö verkefni áformuð utan
Kína eða Indlands þar sem áætl-
að raforkuverð er hærra en 25
USD/MWh.
Raforkufrekur iðnaður flýr
hátt orkuverð í Evrópu
Það vekur líka athygli að
ekkert verkefni er áformað í
aðildar-ríkjum ESB né í Noregi,
en í umræðunni að undanförnu
hefur mikið borið á samanburði
á raforkuverði hér á landi og á
þessum markaðssvæðum. Stað-
reyndin er sú að raforkuverð í
þessum löndum er farið að fæla
orkufrekan iðnað frá. Raunar er
það svo að framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins er farin að
skoða alvarlega að heimila niður-
greiðslu á raforkuverði til orku-
freks iðnaðar til þess að sporna
gegn þessari þróun. Þegar borin
er saman samkeppnisstaða
Íslands gagnvart öðrum löndum
hvað varðar orkufrekan iðnað
verður að horfa til markaðs-
svæða þar sem uppbygging er
að eiga sér stað – ekki markaðs-
svæða þar sem þessi iðnaður er á
undanhaldi.
Er raforkuverð til
stóriðju hér lægra?
Áliðnaður
Þorsteinn
Víglundsson
framkvæmdastjóri
Samál-Samtaka
álframleiðenda á Íslandi
Þú færð Naturfrisk engiferöl í öllum helstu matvöruverslunum landsins.
Gotthollt!
...og svo er hann auðvitað
frábær á bragðið!
Naturfrisk engiferöl er hollur og
bragðgóður gosdrykkur, laus við öll
óæskileg aukefni, s.s. viðbættan
sykur, litar- og rotvarnarefni.
Naturfrisk engiferöl er frábær
drykkur fyrir alla fjölskylduna
sem þú verður alltaf að eiga
í ísskápnum!
Keppt verður í gæðum og hag-
kvæmni við byggingu fangelsis
Í austanverðri Afríku er fjöldi barna nú illa haldinn af hungri
og mörg þeirra hafa þegar dáið eða
munu deyja innan skamms. Þarna
verður vafalaust einhver mesti
mannlegi harmleikur sem við
höfum séð í langan tíma – nema
nægjanleg hjálp berist í tæka tíð.
Orsakir hörmunganna eru
margvíslegar. Náttúrulegar veður-
farssveiflur hafa magnast að tíðni
og hörku vegna gróðurhúsaáhrifa
þannig að þurrkar sem áður urðu
að jafnaði einu sinni á áratug
eða svo verða nú á nokkurra ára
fresti. Vegna mannfjölgunar hefur
ásókn í land, skóga og vatn vaxið
verulega og ýtt undir gróðureyð-
ingu. Í einu landanna, Sómalíu,
hefur lengi ríkt pólitísk óstjórn og
grimmilegt ættbálkastríð. Hvort
tveggja hefur grafið undan mögu-
leikum venjulegs fólks til að sjá
sér farborða. Ástandið í landinu
hefur líka komið í veg fyrir að
hægt væri að bjóða upp á þróunar-
aðstoð sem gæti komið að gagni.
Af nógu er því að taka þegar finna
skal skýringar og útdeila ábyrgð.
En eitt er dagljóst: Börnin sem
þjást af hungri og þorsta og halda
í líftóruna með veikum fingrum
eiga þarna enga sök! Samviska
okkar hlýtur að kalla á að við rétt-
um þeim hjálparhönd.
Sem betur fer eigum við hér á
Íslandi góðra kosta völ þegar við
viljum veita aðstoð. Hin afbragðs-
góðu félagasamtök Unicef á
Íslandi, Rauði Krossinn og Barna-
heill hafa hafið söfnun til hjálp-
ar fórnarlömbum þurrkanna. Hjá
þessum samtökum starfar fólk
sem hefur viljann og getuna til að
láta framlög okkar koma að sem
mestu gagni. Við getum látið pen-
ingana okkar í hendur þeirra full-
viss um að peningarnir komast á
leiðarenda og verða notaðir með
faglegum og ábyrgum hætti til að
fæða börn og forða þeim frá verstu
hungurvofunni. Þau kunna sem sé
að bjarga börnum.
Fátt er eins gott fyrir sálina og
samviskuna og að hjálpa nauð-
stöddum. Hér gefst tækifæri sem
er bæði fljótvirkt og einfalt og
kostar ekki meira en það sem þú
telur þig hafa efni á. Taktu upp
símann eða farðu í tölvuna og
gefðu peninga í söfnun fyrir börn-
in sem eru að deyja úr hungri. Þú
getur verið þess fullviss að fram-
lag þitt fer í að bjarga barnslífi.
Barni bjargað í dag
Hungursneyð
Engilbert
Guðmundsson
framkvæmdastjóri
Þróunarsamvinnu-
stofnunar Íslands
Fangelsismál
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra