Fréttablaðið - 27.07.2011, Side 30
KYNNING − AUGLÝSINGmaraþon MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20116
Víða um heim eru haldin
maraþonhlaup sem slá
öðrum við hvað erfiði
snertir og eru aðeins á færi
velþjálfaðra hlaupara.
Kilimanjaro-maraþonhlaup-ið í Kenía fellur hæglega í þann flokk. Hlaupið er upp
þetta stærsta fjall (5.895 metr-
ar) Afríku í mars á hverju ári þar
sem þátttakendum býðst að fara
heilt (42,2 kílómetrar) eða hálft
(21,1 kílómetri) maraþon. Hlaup-
ið hefst og endar í Moshi þar sem
farið er í gegnum þorp, bæi og
framhjá skógum og kaffi- og ban-
anaekrum en kuldi og þunnt loft
eftir því sem ofar dregur veldur
því að mörgum tekst ekki að ljúka
hlaupinu.
Óbærilegur hiti verður hins
vegar mörgum að falli í Sahara-
eyðimerkurmaraþoninu sem
er áfangahlaup í eyðimörkinni
sunnan Atlasfjalla í suðaustur-
hluta Marokkó. Sex hlaup eru
farin á sjö dögum eða um 245
kílómetrar. Farin eru 30 til 40
kílómetra hlaup hvern dag fyrstu
þrjá dagana. Ofurmaraþon, allt
að 80 kílómetrar, er á fjórða degi,
hvíld tekin á fimmta degi og á
þeim sjötta er 42,2 kílómetra
hlaup. Síðasta daginn er 15-20
kílómetra hlaup. Keppendur bera
matarbirgðir og svefnbúnað en fá
reglulega vatn og sofa í tjaldbúð-
um. Sahara-maraþonið fer fram í
marslok á hverju ári.
Kínamúrsmaraþonið er opin-
bert alþjóðlegt maraþon sem
fer fram í Tianjin í Kína í maí á
hverju ári. Hlaupið er töluverð
áskorun þar sem 5.100 steinþrep,
mikill halli og hæðir bíða kepp-
enda, sem geta valið um allt frá
fimm kílómetra og tíu kílómetra
hlaupum og upp í hálft og heilt
maraþon. Lagt er af stað snemma
morguns til að komast hjá versta
hitanum. Allir sem ljúka hlaupinu
á minna en átta klukkutímum fá
verðlaunapening, en engin verð-
laun eru í boði.
Tíbetmaraþonið fer árlega
fram í Ladakh-héraði á há-
sléttum Tíbets Indlandsmeg-
in í júlí. Hlaupið fer fram í 3.800
metra hæð yfir sjó og er gjarn-
an sett á lista yfir þau erfiðustu í
heimi, enda þurfa keppendur að
verja nokkrum dögum í Ladakh
áður en keppni hefst til að venj-
ast þunnu loftinu. Hefðbundnar
vegalengdir eru í boði, tíu kíló-
metrar, hálft og heilt maraþon.
Hlaupinu lýkur með búddistahá-
tíð, nuddi og galakvöldverði um
kvöldið.
Þyngri undir fót en önnur hlaup
Harðjaxlar víla ekki fyrir sér að hlaupa upp
Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku.
Óbærilegur hiti kemur í veg fyrir margir
ljúki Sahara-eyðimerkurmaraþoninu.
NORDICPHOTOS/AFP
Það er enginn barnaleikur að ganga eftir Kínamúrnum, hvað þá að hlaupa eftir honum. NORDICPHOTOS/GETTY
Dísa í World Class sér um
upphitun í Reykjavíkur-
maraþoninu eins og
undanfarin ár. Hún segir
reglubundnar, alhliða
æfingar ótvírætt gagnast
við að skila fólki í mark.
Þegar fólk er í heilsurækt allt árið getur það hoppað inn í tíu kílómetra hlaup eins og
ekkert sé. Alhliða þjálfun skipt-
ir svo miklu máli en þeir sem fara
heilmaraþon verða auðvitað að
leggja aukna áherslu á hlaupa-
þjálfun,“ segir Hafdís Jónsdóttir
þjálfari, sem jafnan gengur undir
nafninu Dísa í World Class. Sjálf
ætlar hún að sjá um upphitunina
niðri í Lækjargötu. „Ég hef verið
með upphitunaræfingarnar í mörg
ár; þegar krakkarnir mínir voru
litlir var ég með þá á pallinum en
nú taka þeir þátt í hlaupinu. Þar
er alltaf stemning og gaman fyrir
fjölskyldur að hlaupa saman.“
World Class-stöðvarnar eru
níu talsins. Þar æfir fjöldi fólks
árið um kring og Dísa segir marga
hafa það að markmiði að taka þátt
í maraþoninu. „Við erum með
hlaupahópa á nokkrum stöðv-
um, hér í Laugum, í Ögurhvarfi,
Mosfellsbæ og á Seltjarnarnes-
inu. Þeir hlaupa markvisst þrisv-
ar í viku allan ársins hring en það
fjölgar alltaf í hópunum á vorin,“
segir hún.
Stíf þriggja vikna námskeið
byrja 8. ágúst í World Class að
sögn Dísu. „Þá er æft fimm sinn-
um í viku, bæði í tækja- og þol-
þjálfun og einnig Crossfit sem
er öflug, alhliða þjálfun. Zumba
er líka á dagskránni, það er
skemmtileg sporaíþrótt fyrir
þá sem hafa gaman af salsa og
suður-amerískum dansi. Á sumr-
in gefur fólk sér oft styttri tíma í
að æfa en á öðrum árstímum og
finnst gott að byrja í ágúst með
dálitlu trukki. Fyrir þá sem hafa
reglubundnar æfingar að lífs-
stíl er gott að taka skorpur, fá
einhvern til að ýta á eftir sér og
breyta til. Það er þessi almenna
vellíðan á líkama og sál, sem við
fáum út úr góðum æfingum, sem
við erum öll að sækjast eftir. Plús-
inn er aukið úthald, sterkari vöðv-
ar og meiri orka.“
Alhliða þjálfun skiptir
svo miklu máli
„Það er þessi vellíðan á líkama og sál sem við fáum út úr góðum æfingum sem við erum
öll að sækjast eftir,“ segir Dísa í World Class. MYND/ANTON
3x5 SÚPERÁTAK
TOPP ÁRANGUR Á SKÖMMUM TÍMA
CROSSFIT
FYRIR ÞÁ SEM VILJA MEIRA
ZUMBA FITNESS
DANS OG FITNESS VIÐ KRÖFTUGA TÓNLIST
NÁMSKEIÐ HEFJAST
8. ÁGÚST
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á WORLDCLASS.IS OG SÍMA 553-0000
HEILSURÆKT FYRIR ÞIG