Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.07.2011, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGmaraþon MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20116 Víða um heim eru haldin maraþonhlaup sem slá öðrum við hvað erfiði snertir og eru aðeins á færi velþjálfaðra hlaupara. Kilimanjaro-maraþonhlaup-ið í Kenía fellur hæglega í þann flokk. Hlaupið er upp þetta stærsta fjall (5.895 metr- ar) Afríku í mars á hverju ári þar sem þátttakendum býðst að fara heilt (42,2 kílómetrar) eða hálft (21,1 kílómetri) maraþon. Hlaup- ið hefst og endar í Moshi þar sem farið er í gegnum þorp, bæi og framhjá skógum og kaffi- og ban- anaekrum en kuldi og þunnt loft eftir því sem ofar dregur veldur því að mörgum tekst ekki að ljúka hlaupinu. Óbærilegur hiti verður hins vegar mörgum að falli í Sahara- eyðimerkurmaraþoninu sem er áfangahlaup í eyðimörkinni sunnan Atlasfjalla í suðaustur- hluta Marokkó. Sex hlaup eru farin á sjö dögum eða um 245 kílómetrar. Farin eru 30 til 40 kílómetra hlaup hvern dag fyrstu þrjá dagana. Ofurmaraþon, allt að 80 kílómetrar, er á fjórða degi, hvíld tekin á fimmta degi og á þeim sjötta er 42,2 kílómetra hlaup. Síðasta daginn er 15-20 kílómetra hlaup. Keppendur bera matarbirgðir og svefnbúnað en fá reglulega vatn og sofa í tjaldbúð- um. Sahara-maraþonið fer fram í marslok á hverju ári. Kínamúrsmaraþonið er opin- bert alþjóðlegt maraþon sem fer fram í Tianjin í Kína í maí á hverju ári. Hlaupið er töluverð áskorun þar sem 5.100 steinþrep, mikill halli og hæðir bíða kepp- enda, sem geta valið um allt frá fimm kílómetra og tíu kílómetra hlaupum og upp í hálft og heilt maraþon. Lagt er af stað snemma morguns til að komast hjá versta hitanum. Allir sem ljúka hlaupinu á minna en átta klukkutímum fá verðlaunapening, en engin verð- laun eru í boði. Tíbetmaraþonið fer árlega fram í Ladakh-héraði á há- sléttum Tíbets Indlandsmeg- in í júlí. Hlaupið fer fram í 3.800 metra hæð yfir sjó og er gjarn- an sett á lista yfir þau erfiðustu í heimi, enda þurfa keppendur að verja nokkrum dögum í Ladakh áður en keppni hefst til að venj- ast þunnu loftinu. Hefðbundnar vegalengdir eru í boði, tíu kíló- metrar, hálft og heilt maraþon. Hlaupinu lýkur með búddistahá- tíð, nuddi og galakvöldverði um kvöldið. Þyngri undir fót en önnur hlaup Harðjaxlar víla ekki fyrir sér að hlaupa upp Kilimanjaro, hæsta fjall Afríku. Óbærilegur hiti kemur í veg fyrir margir ljúki Sahara-eyðimerkurmaraþoninu. NORDICPHOTOS/AFP Það er enginn barnaleikur að ganga eftir Kínamúrnum, hvað þá að hlaupa eftir honum. NORDICPHOTOS/GETTY Dísa í World Class sér um upphitun í Reykjavíkur- maraþoninu eins og undanfarin ár. Hún segir reglubundnar, alhliða æfingar ótvírætt gagnast við að skila fólki í mark. Þegar fólk er í heilsurækt allt árið getur það hoppað inn í tíu kílómetra hlaup eins og ekkert sé. Alhliða þjálfun skipt- ir svo miklu máli en þeir sem fara heilmaraþon verða auðvitað að leggja aukna áherslu á hlaupa- þjálfun,“ segir Hafdís Jónsdóttir þjálfari, sem jafnan gengur undir nafninu Dísa í World Class. Sjálf ætlar hún að sjá um upphitunina niðri í Lækjargötu. „Ég hef verið með upphitunaræfingarnar í mörg ár; þegar krakkarnir mínir voru litlir var ég með þá á pallinum en nú taka þeir þátt í hlaupinu. Þar er alltaf stemning og gaman fyrir fjölskyldur að hlaupa saman.“ World Class-stöðvarnar eru níu talsins. Þar æfir fjöldi fólks árið um kring og Dísa segir marga hafa það að markmiði að taka þátt í maraþoninu. „Við erum með hlaupahópa á nokkrum stöðv- um, hér í Laugum, í Ögurhvarfi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnes- inu. Þeir hlaupa markvisst þrisv- ar í viku allan ársins hring en það fjölgar alltaf í hópunum á vorin,“ segir hún. Stíf þriggja vikna námskeið byrja 8. ágúst í World Class að sögn Dísu. „Þá er æft fimm sinn- um í viku, bæði í tækja- og þol- þjálfun og einnig Crossfit sem er öflug, alhliða þjálfun. Zumba er líka á dagskránni, það er skemmtileg sporaíþrótt fyrir þá sem hafa gaman af salsa og suður-amerískum dansi. Á sumr- in gefur fólk sér oft styttri tíma í að æfa en á öðrum árstímum og finnst gott að byrja í ágúst með dálitlu trukki. Fyrir þá sem hafa reglubundnar æfingar að lífs- stíl er gott að taka skorpur, fá einhvern til að ýta á eftir sér og breyta til. Það er þessi almenna vellíðan á líkama og sál, sem við fáum út úr góðum æfingum, sem við erum öll að sækjast eftir. Plús- inn er aukið úthald, sterkari vöðv- ar og meiri orka.“ Alhliða þjálfun skiptir svo miklu máli „Það er þessi vellíðan á líkama og sál sem við fáum út úr góðum æfingum sem við erum öll að sækjast eftir,“ segir Dísa í World Class. MYND/ANTON 3x5 SÚPERÁTAK TOPP ÁRANGUR Á SKÖMMUM TÍMA CROSSFIT FYRIR ÞÁ SEM VILJA MEIRA ZUMBA FITNESS DANS OG FITNESS VIÐ KRÖFTUGA TÓNLIST NÁMSKEIÐ HEFJAST 8. ÁGÚST NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WORLDCLASS.IS OG SÍMA 553-0000 HEILSURÆKT FYRIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.