Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 32
KYNNING − AUGLÝSINGmaraþon MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 20118
Kaldasta maraþon í heimi er Norðurpólsmaraþonið. Það
var hlaupið í fyrsta sinn árið 2002 þegar skipuleggjandi
hlaupsins lagði 42 kílómetra hlaupsins að baki. Fyrst var
keppt í Norðupólsmaraþoninu ári seinna þegar tíu kepp-
endur þreyttu það. Síðan hafa 215 hlauparar frá 34 löndum
lokið hlaupinu.
Nokkuð kalt er í Norðurpólshlaupinu en kuldinn getur farið
niður í mínus þrjátíu gráður. Því er sjálfsagt að vera klæddur
í samræmi við það. Frostið hefur að jafnaði verið á milli 20
og 30 stig en í ár náði kuldinn mínus 32 gráðum. Árið 2006
var óvenju milt og hitastigið var við mínus tíu gráður. Næsta
Norðurpólsmaraþon verður haldið hinn 7. apríl 2012.
KALDASTA MARAÞON HEIMSINS
Lagt er af stað frá
Svalbarða þaðan
sem flogið er yfir
á norðurpólinn
til þess að þreyta
hlaupið.
NORDICPHOTOS/AFP
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.IS
M
S
A
5
49
59
0
5/
11
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á
HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU,
LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að
HLEðSLA ER VINSÆLASTI PRÓTEINDRYKKUR Á ÍSLANDI.*
HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL.
MJÓLKURSAMSALAN WWW.MS.IS
NÚ EINNIG MEÐ KÓKOS OG SÚKKULAÐI
PRÓTEINDRYKKURINN SEM
ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
OF MIKIÐ MARAÞON
HLAUP SKAÐLEGT
Skokk, sund og hjólreiðar
minnka líkur á hjartaáfalli. Öðru
máli gegnir um maraþonhlaup.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar Herz-zentrum Essen í
Þýskalandi eru karlkyns hlaup-
arar yfir fimmtugt, sem hafa
hlaupið fimm eða fleiri maraþon
á síðustu þremur árum, í meiri
hættu á að fá kransæðahersli og
hjartaáfall en jafnaldrar þeirra
sem stunda ekki íþróttir. Lækn-
arnir telja að þetta skýrist af
auknum vöðvamassa hjartans.
Rannsóknin sýnir hins vegar að
jákvæð áhrif mikilla maraþon-
hlaupa eru
lægri blóð-
þrýstingur
og minna
kólest-
eról í
blóði. Ef
hlaupið
er í hófi
minnka
líkur á
hjartaáfalli
hjá þessum
aldurshópi.
RAFMAGNAÐUR SKOKK
ARI
Maður einn tók sig til á þessu
ári og hljóp nakinn í maraþon-
hlaupi í Cincinnati-borg í Ohio
í Bandaríkjunum. Þar sem hann
var á Adamsklæðunum var
lögreglan kölluð á staðinn til að
stöðva manninn. Þegar nakti
skokkarinn hlýddi ekki fyrirmæl-
um lögreglunnar um að hætta
hlaupinu og fylgja sér skaut hún
á manninn með rafbyssu. Hann
var síðan handtekinn fyrir að
valda usla á almannafæri.
FYRSTA MARAÞONIÐ
Uppruni maraþonhlaupsins
nær allt aftur til ársins 490 fyrir
Krist. Grikkir áttu þá í stríði við
Persa í orrustunni um Maraþon.
Þegar sigur Grikkja var í höfn
var maður að nafni Þersippos
sendur til Aþenu til að segja
frá sigrinum. Þegar hann kom
á leiðarenda hné hann niður
örendur.
Fyrstu nútímaólympíuleikarnir
fóru fram í Aþenu árið 1896
en þar var maraþonhlaup
meðal keppnisgreina. Grikki
að nafni Spiridon Louis kom
fyrstur í mark á tímanum 2
klukkustundir, 58 mínútur og 50
sekúndur. Vegalengdin var hins
vegar einungis 40 kílómetrar en
frá og með Ólympíuleikunum í
París árið 1924 var vegalengdin
fastsett 42 kílómetrar og 195
metrar eða 26,22 mílur eins og
Bandaríkjamenn tala gjarnan
um.
Heimild: www.visindavefur.is.