Fréttablaðið - 27.07.2011, Side 50

Fréttablaðið - 27.07.2011, Side 50
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR38 KÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson var aðalmaðurinn á bak við góðan sigur á Dönum á Norðurlanda- mótinu á mánudagskvöldið og það var vel við hæfi að hann næði stórum tímamótum á landsliðs- ferlinum í þessum fyrsta sigri íslenska liðsins undir stjórn Sví- ans Peters Öqvist. Logi skoraði nefnilega sitt þúsundasta stig fyrir landslið- ið þegar hann gulltryggði sigur Íslands með körfu fjórum sekúnd- um fyrir leikslok sem kom eftir stoðsendingu frá hinum unga Hauki Helga Pálssyni sem er að spila sína fyrstu landsleiki á NM. Þarna unnu elsti og yngsti leik- maður liðsins vel saman. „Það var mjög mikilvægt að vinna Danina. Þeir hafa oft verið erfiðir og við töpuðum til dæmis fyrir þeim á síðasta Norðurlanda- móti í Finnlandi fyrir nokkrum árum. Þeir voru með alla sína bestu menn og þetta var hörku- leikur allan tímann,“ segir Logi og hann fagnar nýju hlutverki sínu í liðinu. „Ég er ekki orðinn þrítugur en er bæði elstur og leikjahæst- ur í liðinu. Maður er því kominn í öðruvísi hlutverk og reynir að miðla af reynslunni til yngri leik- manna,“ sagði Logi sem fannst það góðar fréttir að hann væri búinn að brjóta þúsund stiga múr- inn. „Það er gaman að heyra það og það eru víst komin tíu ár sem maður byrjaði. Maður er búinn að vera svolítinn tíma í þessu og vonandi á ég mörg ár eftir,“ segir Logi í léttum tón. „Maður reyn- ir alltaf að gera allt sem maður getur til þess að spila fyrir Ísland. Ég hef haft mikla ánægju af þessum tíu árum í landsliðinu,“ segir Logi. Logi lék sína fyrstu landsleiki á Norðurlandamótinu á Íslandi í ágúst 2000 og það var einmitt í sínum þriðja landsleik á móti Dönum sem hann braut fyrst tíu stiga múrinn. Logi skoraði þá 11 stig í sigri á Dönum. Logi hefur mest skorað 30 stig í einum landsleik en það gerði hann í sigri í vináttulandsleik á móti Norðmönnum í DHL-höllinni í maí 2003. Hann hefur tvisvar náð að skora 29 stig í keppnislands- leik, fyrst á móti Slóveníu á EM í Laugardalshöllinni 29. nóvember 2000 og svo í sigri á San Marínó á Smáþjóðaleikunum 1. júní 2001. Logi braut 20 stiga múrinn í fjórtánda sinn á móti Dönum en það var frábær frammistaða hans í lokaleikhlutanum (11 af 24 stig- um íslenska liðsins) sem lagði grunninn að sigri íslenska liðsins. Logi tók af skarið á móti Dönum í forföllum Jóns Arnórs Stefáns- sonar en hann segir að liðið sakni Jóns. „Það var svolítil synd að í eitt af fáu skiptunum sem allir gefa kost á sér þá missum við Jón Arnór í fyrsta leikhluta í fyrsta leik. Við höfum ekki oft átt svona góðan möguleika á að vinna Svíana eins og við áttum núna. Við vorum í jöfnum leik fram í seinni hálfleik og ég held að það sé ekki spurning að ef hann hefði verið með okkur þá hefðum við átt góða möguleika á að vinna Svíana,“ segir Logi. Logi er ánægður með nýjan þjálfara, Svíann Peter Öqvist. „Mér líst mjög vel á nýja þjálfar- ann. Hann er mjög skipulagður og við erum að venjast því að vinna eftir hans skipulagi. Það er að verða betra og betra með hverjum leiknum. Þetta lofar mjög góðu,“ segir Logi og hann talar um að hraður leikstíll liðsins undir hans stjórn henti sér vel en að auðvitað þurfi hann tíma eins og aðrir að venjast nýjum stíl. „Það er mjög mikilvægt fyrir yngri strákana og fyrir okkur sem lið að fá þetta Norðurlanda- mót til þess að fá tækifæri til að spila saman. Við erum að taka fyrstu skrefin í undirbún- ingi fyrir undankeppni Evrópu- mótsins næsta haust. Svo verður gaman að sjá í framtíðinni hvern- ig þessi kjarni helst og vonandi helst hann lengi. Við erum sam- stilltir og þetta er góður hópur,“ segir Logi en hann er einnig þakklátur þeim Friðriki Inga Rúnarssyni og Sigurði Ingimund- arsyni, forverum Peter. „Þeir voru mínir þjálfarar í landsliðinu í tíu ár og hafa hjálp- að mér mjög mikið á mínum ferli af því að ég hef fengið að spila svo mikið með landsliðinu. Ég hef komist í atvinnumennskuna í gegnum landsleikina sem ég hef spilað. Ég er þeim því mjög þakk- látur að hafa komið mér á fram- færi. Það hefur gefið mér mikið í gegnum tíðina að spila með lands- liðinu og þess vegna hef ég allt- af gefið kost á mér,“ segir Logi en það hefur oft haft sín áhrif á atvinnumannsferilinn. „Ég hef í einhver skipti þurft að súpa seyðið af því að vera ekki með í undirbúningstímabilinu hjá mínum liðum en það er ákveðin fórn hjá manni. Það er rosalega gaman að vera í þessum félags- skap og maður er stoltur af því að spila fyrir Ísland. Ég viðurkenni það alveg að það hefur stundum ekki hentað vel að sleppa undir- búningstímabilinu með liðinu til þess að fara að spila landsleiki en ég hef alltaf gert það,“ segir Logi. Íslenska landsliðið mætir Nor- egi í lokaleik sínum í dag og tryggir sér bronsið með sigri. „Það verður ekki auðveldur leik- ur á móti Norðmönnum. Svíarnir voru í erfiðleikum með þá framan af og það má ekkert slaka á. Við verðum að vera mjög vel undir- búnir fyrir þann leik og vinna þá á morgun.“ ooj@frettabladid.is Logi yfir þúsund stiga múrinn Logi Gunnarsson er nú kominn í fámennan en góðan hóp þeirra sem hafa skorað þúsund stig fyrir lands- lið. Hann fór á kostum gegn Dönum og náði tímamótunum í fyrsta sigri liðsins undir stjórn Peters Öqvist. Logi fagnar nýju hlutverki í landsliðinu og stefnir á að spila í mörg ár til viðbótar með liðinu. 79 LEIKIR OG 1.000 STIG Logi Gunnarsson í miðbæ Sundvall í gær. MYND/KRISTINN GEIR PÁLSSON Logi og landsliðið Stigaskor Loga eftir leikjum: 30 stig eða meira 1 leikur 26-29 stig 4 leikir 20-25 stig 9 leikir 16-19 stig 8 leikir 10-15 stig 27 leikir 1-9 stig 29 leikir 0 stig 1 leikur Stigaskor Loga eftir árum: 2000 - 10,9 í leik (7 leikir/76 stig) 2001 - 13,5 (13/175) 2002 - 13,7 (3/41) 2003 - 15,5 (8/124) 2005 - 10,5 (6/63) 2006 - 12,7 (13/165) 2007 - 14,4 (9/130) 2008 - 10,5 (8/84) 2009 - 12,0 (9/108) 2011 - 11,3 (3/34) Stigaskor Loga eftir þjálfurum: Friðrik Ingi 13,4 í leik (31 leikir/416) Sigurður Ingimundarson 12,2 (45/550) Peter Öqvist 11,3 (3/34 stig) Stigaskor Loga eftir keppnum: Smáþjóðal. 13,9 (20 leikir/278 stig) Vináttuleikir 12,7 í leik (16/203) Evrópumót 12,4 (29/359) Norðurlandamót 11,4 (14/160) Flest stig fyrir landsliðið 1983-2011: Guðmundur Bragason 2163 (12,8 í leik) Valur Ingimundarson 1647 (12,4)* Teitur Örlygsson 1494 (12,8) Herbert Arnarson 1129 (10,3) Guðjón Skúlason 1071 (8,9) Logi Gunnarsson 1000 (12,7) Jón Kr. Gíslason 935 (6,6)* Falur Harðarson 735 (7,0) Pálmar Sigurðsson 715 (10,7)* Friðrik Stefánsson 654 (5,8) *Vantar hluta landsliðsferilsins FÓTBOLTI Þórsarar taka á móti ÍBV í undan- úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu í kvöld. Þórsarar geta komist í úrslit keppninnar í fyrsta skipti en Eyjamenn hafa unnið bikarinn fjórum sinnum, síðast árið 1998. „Ég held að menn séu nokkuð spenntir fyrir þessu þar sem við erum ekki í undanúrslitum á hverjum degi. Ég vona bara að fólk átti sig á því. Ef það kemur ekki á þennan leik þá veit ég ekki hvenær það ætti að koma. Við ætlum að sýna hvað við getum,“ segir Páll Viðar Gísla- son þjálfari Þórs. Staða liðanna í deildinni er ólík. Eyjamenn eru í 3. sæti í toppbaráttunni en nýliðar Þórs berjast fyrir sæti sínu í 9. sæti deildarinnar. Liðin mættust á Þórsvelli í 6. umferð Pepsi- deildar og þá höfðu Þórsarar betur 2-1. „Þeir segjast örugglega ekki hafa verið með allan sinn mannskap og þar fram eftir götun- um. Við erum ekkert að velta okkur upp úr því. Það er okkar lið sem við þurfum að vera með á hreinu og að allir séu í gírnum. Þeir eru allt- af með mjög sterkt lið sama hvernig þeir stilla upp.“ Eyjamenn hafa tapað mikilvægum stigum gegn liðum í neðri hluta deildarinnar í sumar, litlu liðunum títtnefndu. Páll Viðar segir Þórs- ara ekki hafa tíma til þess að pirra sig á svo- leiðis umræðu. „Við værum ekki að gera neitt annað ef við værum að pirra okkur á því að vera lítið í svið- ljósinu fyrir utan að vera nýliðar, lítið lið með ljótan völl og einbýlishús á vallarsvæðinu. Við værum þá uppteknir af allt öðrum hlutum en við ættum að vera,“ segir Páll Viðar. Páll Viðar var í liði KA sem tapaði í bikar- úrslitunum árið 1992 gegn Val. Þá var Gunnar Már Guðmundsson í tapliði Fjölnis í úrslitum 2007 og 2008. Aðrir hafa ekki komist í bikar- úrslit. Tryggvi Guðmundsson, leikmaður ÍBV, á góðar minningar úr bikarnum, þó ekki með ÍBV. Hann varð bikarmeistari með KR árið 1994 og með FH árið 2007. Hann var hins vegar í tapliði Eyjamanna 1996 og 1997. Þegar Eyja- menn unnu loks bikarinn 1998 var Tryggvi far- inn í atvinnumennsku. „Menn eru vel stemmdir. Það er langt síðan við komumst í úrslit. Það er alltaf extra kikk í leikmönnum síðasta leik fyrir Þjóðhátíð hvort sem það er í deild eða bikar,“ segir Tryggvi. „Okkur langar svakalega mikið að hefna fyrir tapið fyrir norðan í deildinni. Það var svo- lítið sárt tap enda töldum við okkur eiga að fá meira út úr þeim leik,“ segir markaskorarinn sem gefur ekki mikið fyrir þá skoðun blaða- manns að meiri pressa sé á Eyjamönnum. „Þessi leikur snýst um það að komast í stóra úrslitaleikinn á Laugardalsvellinum. Ég veit ekkert hvort liðið er stærra eða minna. Þetta eru tvö góð fótboltalið, tvö úrvalsdeildarlið,“ segir Tryggvi. Allir leikmenn eru heilir hjá báðum liðum og enginn í leikbanni. Því er von á sterkustu liðum beggja félaga á Þórsvelli í kvöld Leikur- inn hefst klukkan 19.15. - ktd Það verður sannkallaður landsbyggðarslagur þegar Þór tekur á móti ÍBV í undanúrslitum Valitor-bikars karla: Bikarúrslitaleikurinn í húfi fyrir norðan FÓTBOLTI Veigar Páll Gunnars- son vill frekar fara til Rosenborg en Vålerenga samkvæmt frétt Aftonbladet í gær. Bæði lið vilja kaupa íslenska framherjann frá Stabæk sem þarf að sjá á eftir sínum besta leikmanni vegna fjárhagsvandræða. „Hann vill fara til Rosenborg. Hann er búinn að ná samkomu- lagi við Rosenborg og nú þurfa félögin bara að semja um kaup- verðið,“ sagði Arnór Guðjohn- sen við Aftonbladet en Arnór er umboðsmaður Veigars Páls. Veigar Páll vildi ekki tjá sig um málið við blaðamann Aftonbladet ekki frekar en forráðamenn Sta- bæk-liðsins. - óój Veigar Páll Gunnarsson: Búinn að velja Rosenborg VEIGAR PÁLL Hefur alls komið að 11 mörkum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PÁLL VIÐAR GÍSLASON Fór í bikarúrslitaleikinn með KA fyrir 19 árum síðan. wFRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Maður reynir alltaf að gera allt sem maður getur til þess að spila fyrir Ísland. Ég hef haft mikla ánægju af þessum tíu árum í landsliðinu LOGI GUNNARSSON LANDSLIÐSMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.