Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 54

Fréttablaðið - 27.07.2011, Page 54
27. júlí 2011 MIÐVIKUDAGUR42 GOTT Á GRILLIÐ „Ég held að við getum staðfest að samfestingaæðið sé komið til Íslands,“ segir Karl Garðarsson, eigandi vefverslunarinnar Weezo. is sem flytur inn svokallaða heil- galla fyrir fullorðna. Þessir bómullarsamfestingar með rennilás og hettu hafa sleg- ið í gegn í nágrannalöndum okkar og ekki langt síðan við hlógum að þessari tískubylgju þeirra. Sam- kvæmt upplýsingum frá söluað- ilum samfestingsins hér á landi rennur hann út eins og heitar lummur. „Það eru ekki nema þrjár vikur síðan við opnuðum vefverslunina okkar en það er brjálað að gera og við seljum gallana í hundraða- tali þessa dagana,“ segir Karl og hefur greint ákveðna þróun í sölu- munstrinu hér á landi en hann vill meina að heilu bæirnir á lands- byggðinni séu að kaupa sér flíkina. „Þetta greinilega slær í gegn í ákveðnum hópum og við höfum verið að senda gríðarlegt magn út á land. Sérstaklega í sömu bæina og til dæmis eiga margir á Akur- eyri núna heilgalla í fataskápnum. Þetta smitar út frá sér og er að verða stór tískubóla núna.“ Davíð Matthíasson, markaðs- stjóri Europris-búðanna, sem einn- ig selur svipaða útgáfu af samfest- ingnum, tekur undir með Karli. „Við byrjuðum að selja þessa galla í fyrrasumar og má segja að salan hafi byrjað strax með látum. Þeir hafa selst gríðarlega vel í sumar og við eigum ekki mikið eftir á lager núna,“ segir Davíð og bætir við að það komi honum sérstaklega á óvart að fullorðna fólkið kaupir gallana til jafns við ungu kynslóð- ina. „Þetta eru svona heimagallar í sumarbústaðinn og útileguna. Einnig vorum við að moka þeim út fyrir jólin í fyrra.“ Karl vill meina að gallarn- ir henti einkar vel við íslenskar aðstæður en bleiki liturinn er vin- sælastur um þessar mundir. „Gallarnir eru nothæfir allt árið um kring, innandyra sem utan. Þeir eru kannski sérstaklega þægilegir í útileguna og á svölum sumarkvöldum,“ segir Karl og við- urkennir að hann eigi einn rennd- an samfesting inni í skáp. „Það er ekki hægt að segja annað en að flíkin sé mjög þægileg.“ alfrun@frettabladid.is KARL GARÐARSSON: ÞETTA SMITAR ÚT FRÁ SÉR LANDSBYGGÐIN HREINSAR UPP LITRÍKA SAMFESTINGA TÍSKUBYLGJA Renndir bómullarsamfestingar með hettu eru vinsælir hjá Íslendingum í sumar. Systkinin Sigríður Anna og Karl Garðarsbörn, eigendur vefverslunarinnar weezo.is, selja heilgallana í hundraðatali þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Fréttablaðið greindi nýlega frá stofnun Bandalags íslenskra tónleikahaldara, BÍT. Félagið ætlar að standa vörð um hags- muni tónleikahaldara enda getur þessi bransi verið bæði erfiður og áhættusamur. Einn þeirra sem fengu boð um að ganga til liðs við bandalagið var Kári Sturluson sem er margreyndur tónleikahaldari og flutti síðast til landsins írska Ósk- arsverðlaunahafann Glen Hansard. Einhverra hluta vegna sá Kári ekki ástæðu til að ganga til liðs við Ísleif B. Þórhallsson, Grím Atlason og félaga í BÍT og verður hann því áfram einn á báti í íslensku tónleika- haldi. Skemmtikrafturinn Steindi Jr. gerði sér lítið fyrir og fór beint í efsta sæti Tónlistans sína fyrstu viku á lista með lagið Gull af mönnum, sem hann syngur með Matthíasi Matth- íassyni. Lagið er tekið af plötunni Án djóks – samt djók sem kom út fyrir skömmu og hefur að geyma lög úr þáttunum Steindinn okkar. Með árangri sínum skákaði Steindi engum öðrum en poppstjörnunni Páli Óskari Hjálmtýssyni sem er einnig nýkominn á listann með þjóðhátíð- arlag sitt, La Dolce Vita. - fb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það verður gaman að tækla þetta aftur,“ segir Bergur Ísleifsson, en hann tekur við ritstjórn Mynda mánaðarins af Erlingi Grétari Einars- syni, en sá síðarnefndi tók við blaðinu af Bergi árið 2006. Bergur hóf útgáfu á Myndböndum mánaðarins fyrir þrettán árum, en hætti árið 2006 og fór þá að sinna öðrum verkefnum. Erlingur Grétar tók við blaðinu og sagði í viðtali við Fréttablaðið á mánudag að hann hefði sett mikinn metnað í blaðið. „Ég ætla að reyna að viðhalda sama metnaði. Auðvitað fylgja nýjum mönnum ný vinnubrögð, en ég ætla að gera mitt besta til þess að koma minni þekkingu um kvik- myndir á framfæri,“ segir Bergur. Blaðið hét áður Myndbönd mánaðarins og fjallaði þá eingöngu um kvikmyndir sem komnar voru út á myndbandi. Nú fjallar það hins vegar bæði um myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsum og þær sem komnar eru út á myndbönd. Bergur segist ánægður með það og að hann sé að taka við því blaði sem hann ætl- aði upphaflega að vera með. „Blaðið átti alltaf að vera bæði um kvikmyndir og myndbönd, en þetta slitnaði frá á sínum tíma. Það er gaman að taka við þessu aftur núna þegar blaðið fjallar um hvort tveggja,“ segir Berg- ur. Hans fyrsta blað, ef svo má kalla, kemur út í september og segir hann undirbúninginn hefjast eftir verslun- armannahelgina. „Ég fer bara á fullt að ganga frá næsta blaði eftir helgi,“ segir Bergur. -ka Sest aftur í ritstjórastólinn HLAKKAR TIL AÐ SNÚA AFTUR Bergur Ísleifsson hóf útgáfu á Mynd- böndum mánaðarins fyrir þrettán árum. Hann tekur nú aftur við ritstjórn blaðsins af Erlingi Grétari Einars- syni, en hann hefur ritstýrt blaðinu í tæp fimm ár. Stjórn Mýrarboltafélags Íslands hefur skrifað undir samning við Eyjólf Sverris- son um að hann þjálfi bæði karla- og kvennalandslið Íslands í mýrarbolta. „Þetta er ánægjulegt skref. Mig hefur í nokkurn tíma vantað þægilega aukavinnu sem borgar vel, og þetta djobb uppfyllir þær kröfur,” segir Eyjólfur, sem þjálfar einnig íslenska U-21 árs landsliðið. „Ég man að einu sinni var ég á landbún- aðarsýningu í nágrenni við Stuttgart og þar sá ég fjögur ægileg svín takast á í stíu. Þar sýndist mér sá feitasti hafa ótvíræða yfir- burði og því er líklegt að ég muni leggja á það ríka áherslu að landsliðsmennirnir borði kolvetna- og fituríka fæðu. Leikskipu- lag hefur líklega minni áhrif,“ segir hann. Jóhann Bæring Gunnarsson, aðal- ritari Mýrarboltafélags Íslands og drullusokkur, er ánægður með ráðn- inguna. „Stórum áfanga er náð. Eyjólfur er búinn að vera í drullumálum síðustu misseri og samkvæmt þessum samn- ingi verður hann það áfram.“ Vonast er til að Eyjólfur geti komið á mýrarboltamótið á Ísa- firði um næstu helgi til að velja landsliðsmenn beggja liða. MÝRARBOLTI Stjórn Mýrarbolta- félags Íslands hefur skrifað undir samning við Eyjólf Sverrisson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANDSLIÐÞJÁLFARI Eyjólfur Sverrisson þjálfar karla- og kvennalandsliðin í mýrarbolta. „Mér finnst mjög gott að grilla kjúklingabringur með spínati og fetaosti.“ Bjartey Sveinsdóttir úr hljómsveitinni Ylju. Landsliðsþjálfari í mýrarbolta Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.