Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Föstudagur
skoðun 12
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
29. júlí 2011
175. tölublað 11. árgangur
Þolendur ekki ábyrgir
Nei-hreyfingin gefur þau
skilaboð að allir eigi rétt á
að verða ekki fyrir ofbeldi.
föstudagsviðtalið 10
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
T una Dís Metya er af úkraínskum og tyrk-neskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæris-kökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykja-vík.
„Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka,“ svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu É
Minjasafn Akureyrar býður upp á gönguferð
með leiðsögn á morgun. Fetuð verða fótspor
feðranna og gengið um elsta bæjarhluta Akureyrar,
fjöruna, gömlu Akureyri og allt norður að Torf-
unefi. Gangan hefst við Minjasafnið klukkan 14 og
endar í Sigurhæðum, húsi þjóðskáldsins Matthíasar
Jochumssonar. Gísli Sigurgeirsson leiðir gönguna.
Líka fyrir augað
FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Kaka:
50 g kakóduft225 ml vatn
100 g smjör (við her-bergishita)
275 g sykur
175 g hveiti
¼ tsk. matarsódi1 tsk. lyftiduft
Krem:
125 g smjör (við her-bergishita)
125 g flórsykur (sigt-aður)
70 g súkkulaði (brætt)Sykurmassi fyrir skreytingarnar.
Kaka: Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggj-unum hægt ogól
Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna“. Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur.
Krem: Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið ákök
AMERÍSK SÚKKULAÐIKAKAAð hætti Tunu Dísar Metya
Tuna Dís Metya býr til ljúffengar og fallegar kökur og smákökur fyrir öll tækifæri.
ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA
Verð aðeins1.895með kaffi eða te
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 29. júlí 2011
● Harpa Einarsdóttir
han ar nýja fatalínu
● Á rúmstokknum
● Tískutáknið
Amy Winehouse
THELMA BJÖRK
EINARSDÓTTIR
Stefnir á atvinnumennsku
Óperugleði í Miðgarði
Helga Rós Indriðadóttir
stendur fyrir Óperutónleikum í
Miðgarði í Skagafirði.
allt 2
Húsavíkurjógúrt
á tilboði
Sýna á Ingólfstorgi
Þátttakendur í Holland´s
Next Top Model verða með
tískusýningu á Ingólfstorgi.
fólk 26
NÁTTÚRA Vatn frá bílaplani ofan
við Almannagjá sytraði undir veg-
inn niður gjána og varð til þess
að jarðfall myndaðist á veginum.
Losnað hafði um uppfyllinguna í
jarðskjálftunum 2000 og 2008 og
regn- og yfirborðsvatn gróf síðan
undan veginum og því fór sem fór.
Álfheiður Ingadóttir, formaður
Þingvallanefndar, segir að farið
verði í umfangsmiklar endurbæt-
ur á planinu. Það var lagt árið 1974
í tilefni 1.100 ára afmælis Íslands-
byggðar. Síðan hefur ekkert verið
átt við planið. Frágangur þar verð-
ur lagaður og nýtt dren lagt, sem
beinir vatninu annað. Samkvæmt
deiliskipulagi og ákvörðun nefnd-
arinnar fær planið nýtt hlutverk og
bílum verður úthýst þaðan.
Álfheiður segir að nýja gjáin sem
myndaðist á veginum, sem nefnd-
ur er Kárastaðastígur, verði varð-
veitt. Ýmsar leiðir eru nefndar til
sögunnar, meðal annars að leggja
harðplast eða plexígler yfir holuna
eða koma þar fyrir stálgrind. Jafn-
vel kemur til greina að koma lýs-
ingu fyrir ofan í gjánni svo gestir
geti virt hana betur fyrir sér.
Kostnaður nemur 22 til 38 millj-
ónum króna, eftir því hvaða leið
verður fyrir valinu. Líklegast er
að kostnaður verði á bilinu 22 til 25
milljónir króna.
Fyrstu framkvæmdir við veg-
inn voru gerðar árið 1830 og hann
síðan fullkláraður fyrir konungs-
komuna árið 1907. Álfheiður segir
að eingöngu sé um uppfyllingu að
ræða og skjálftarnir og vatnið hafi
því grafið undan veginum. - kóp
Jarðfallið á veginum í Almannagjá verður verndað og sýnilegt:
Vatn frá bílaplani skóp holuna
JARÐFALLIÐ Vegurinn niður Almannagjá
liggur ofan á uppfyllingu og jarðskjálftar
losuðu um steinana. Vatnsagi gróf síðan
undan veginum og skapaði jarðfallið.
VÆTA V-TIL Í dag verður
úrkoma með köflum V-til en
bjart N- og A-lands. Víða stöku
skúr seinnipartinn. Hiti 10-17 stig
yfirleitt.
VEÐUR 4
12
13
17
20
13
LÖGREGLUMÁL Þrjú kynferðis-
brotamál hafa komið inn á borð
forsvarsmanna Íþróttabandalags
Hafnarfjarðar (ÍBH) á síðustu
þremur árum. Þjálfararnir áreittu
allir nemendur sína kynferðislega
og var vikið úr starfi fyrir vikið.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins tengjast málin Sundfélagi
Hafnarfjarðar (SH), Hnefaleika-
félagi Hafnarfjarðar og Karate-
félagi Hafnarfjarðar.
Yfirsundþjálfari hjá SH, maður
af erlendu bergi brotinn, var árið
2008 sakaður um að áreita nem-
anda sinn, 17 ára stúlku. Málið fór
inn á borð lögreglu og barnavernd-
aryfirvalda og var manninum sagt
upp störfum hjá Sundfélaginu.
Þjálfari í Karatefélagi Hafnar-
fjarðar var sakaður um að hafa
áreitt ungan nemanda sinn á gróf-
an hátt í langan tíma þegar hún
var um 14 ára. Samkvæmt upp-
lýsingum blaðsins var maðurinn
aldrei kærður.
Þriðja tilfellið var hjá Hnefa-
leikafélagi Hafnarfjarðar árin
2006 og 2007. Þjálfari í félaginu
áreitti á annan tug stúlkna og
kvenna yfir langt tímabil. Tvær
14 ára stúlkur kærðu manninn, en
málið var látið niður falla. Þjálf-
arinn, sem var af erlendu bergi
brotinn, var að lokum rekinn úr
félaginu. Ágústa Hera Birgis-
dóttir, formaður Hnefaleikafélags
Hafnarfjarðar, segir að á endanum
hafi komið í ljós að maðurinn hafði
áreitt fleiri stúlkur hjá öðrum
félögum þar sem hann starfaði.
„Það versta sem hægt er að gera
varðandi svona mál er að þagga
þau niður,“ segir Ágústa. „Það kom
ekkert annað til greina en að láta
hann fara. Það var annað hvort
hann eða félagið yrði lagt niður.“
Hafin er vinna hjá forsvars-
mönnum ÍBH vegna svona mála.
Félagið hefur sett siðareglur og
segir Elísabet Ólafsdóttir fram-
kvæmdastjóri að vinna við reglur
um meðferð kynferðisbrota innan
íþróttafélaga hefjist með haustinu.
„Á þessum þremur árum hafa
þrjú mál komið upp, en þau er
örugglega miklu fleiri sem við
vitum ekki af,“ segir Elísabet og
segist fagna því að þolendur stígi
fram og tjái sig. „Við viljum hvetja
börn og foreldra til að koma og tjá
sig til að hafa hlutina í lagi. Það er
allra hagur.“ - sv
Þrír íþróttaþjálfarar reknir
vegna kynferðisbrota í starfi
Þremur þjálfurum í Hafnarfirði hefur verið vísað úr starfi á síðustu þremur árum vegna kynferðisbrota.
Málin hafa komið inn á borð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Formaðurinn óttast að málin séu fleiri.
Á þessum þremur
árum hafa þrjú mál
komið upp, en þau eru
örugglega miklu fleiri ...
ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
FORMAÐUR ÍBH
HÁTÍÐIN AÐ HEFJAST Fólk streymdi til Vestmannaeyja í gær á Þjóðhátíð sem hefst formlega klukkan 14.30 í dag. Þetta unga fólk
var búið að koma sér notalega fyrir í Herjólfsdal sem mun iða af lífi næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON
KR-ingar steinlágu
Evrópuævintýri KR er
nánast á enda eftir 1-4 tap
fyrir Dinamo Tbilisi á KR-
vellinum.
sport 22
FERÐALÖG Tugþúsundir Íslend-
inga leggja land undir fót nú
um verslunarmannahelgina
þrátt fyrir að veðurspáin sé
ekki beysin.
Fjöldi hátíða er í boði þetta
árið, en líklega verður mest-
ur mannfjöldi á Einni með
öllu á Akureyri, Unglinga-
landsmótinu á Egilsstöðum og
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Lögregla hvetur fólk sem
leggur í ferðalög til þess að
ganga tryggilega frá heimilum
sínum til að fyrirbyggja inn-
brot. Eins sé ráðlegt að biðja
nágranna um að líta til með
húsnæði og vera vakandi fyrir
grunsamlegum mannaferðum.
Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni hafði umferð
á vegum landins gengið vel að
mestu leyti fram eftir degi í
gær og engin alvarleg tilfelli
höfðu komið upp. - þj / sjá síðu 6
Von á vætu um helgina:
Tugþúsundir
á faraldsfæti