Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 2
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR2
SKIPULAGSMÁL Hestamannafélag-
ið Gustur hyggst sækja rétt sinn
gagnvart Kópavogsbæ ef ekki
semst um nýja aðstöðu fyrir félagið
að Kjóavöllum. Bæjaryfirvöld hafa
ekki staðið við samning um upp-
byggingu á svæðinu.
Árin 2006 til 2007 var samið um
flutning hesthúsasvæðisins frá
Glaðheimum að Kjóavöllum. Samn-
ingar voru tvíþættir: annars vegar
keyptu bæjaryfirvöld hesthús af
eigendum þeirra og hins vegar áttu
eignir Gusts að ganga upp í nýja
aðstöðu félagsins að Kjóavöllum.
Bæjarfélagið keypti öll hesthúsin
samkvæmt samningnum og hefur
fjöldi þeirra
þega r ver ið
fluttur að nýja
svæðinu eða rif-
inn. Hesthúsa-
eigendum var
þó leyft að nýta
húsin að Glað-
heimum áfram.
Nú hyggst bær-
inn hins vegar
rýma svæðið og
þeir eigendur sem eftir eru þurfa
að flytja sig um set.
Hermann Vilmundarson, for-
maður Hestamannafélagsins Gusts,
segir töfina á uppbyggingunni þýða
mikil óþægindi fyrir félagið. Menn
sýni því skilning að bærinn sé
staurblankur, en það verði að semja
við félagið og hefja framkvæmdir.
Hann segist bjartsýnn á að samn-
ingar náist, en félagið komi til með
að leita réttar síns ef ekki semst.
„Hesthúsaeigendur eru að
stærstum hluta á Kjóavöllum, en
menn með hús þar eru með hesta
í Glaðheimum því að engin aðstaða
er á Kjóavöllum.“
Guðríður Arnardóttir, formað-
ur bæjarráðs Kópavogs, segir að
vissulega hafi ekki verið staðið við
samninginn. Það standi hins vegar
ekki steinn yfir steini í því sam-
komulagi vegna efnahagshruns-
ins. Framkvæmdir bæjarins verði
að fjármagna af rekstrarfé, þar
sem bærinn sé ekki í aðstöðu til
að taka lán.
Hún segir bæjarfélagið hafa
boðið Gusti að reisa reiðhöll sem
er minni en upphaflega var áætl-
að. Þá sé í samningnum gert ráð
fyrir sameiningu félaganna Gusts
og Andvara, en hið síðarnefnda ráði
yfir skeiðvöllum sem megi sam-
nýta. Því þurfi ekki að reisa skeið-
velli sérstaklega fyrir Gust.
Náist samkomulag um þetta
mætti hefja framkvæmdir við reið-
höll strax í haust. Hún yrði örlítið
minni en sú stærsta á landinu, sem
er á Akureyri. Félagið vilji hins
vegar stærri höll.
„Er það endilega málið að Kópa-
vogsbær byggi stærstu reiðhöll
landsins árið 2011 miðað við efna-
hagsaðstæður?“ spyr Guðríður.
kolbeinn@frettabladid.is
Hestamenn íhuga að
stefna Kópavogsbæ
Hestamannafélagið Gustur hyggst fara í mál ef ekki semst við Kópavogsbæ um
uppbyggingu nýrrar aðstöðu. Hesthús hafa verið flutt úr Glaðheimum að Kjóa-
völlum en aðstöðu félagsins vantar. Bærinn í viðræðum um sölu á svæðinu.
GUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
GLAÐHEIMAR Kópavogsbær hefur ekki framlengt leigusamning við hestamenn á
svæðinu. Bærinn er í viðræðum við aðila um sölu á svæðinu. Niðurrif stendur nú yfir
á húsunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Guðríður segir að þreifingar séu í
gangi um mögulega sölu á Glað-
heimalandinu. Vonast sé til að af
þeirri sölu verði. Þá hafi bærinn
skuldbindingar vegna uppbygg-
ingar byggðar á svæðinu og í
skipulagi sé ekki gert ráð fyrir
reiðleiðum. Því sé einboðið að
hestamenn færi sig á nýja svæðið.
Selja Glaðheima
Gísli, varst þú í Njú kids on ðe
blokk?
Hverjir eru það eiginlega?
Gísli Helgason gaf út disk af því tilefni að
50 ár eru liðin frá fyrsta blokkflaututím-
anum hans og 45 ár frá fyrstu tónleika-
ferð hans og Arnþórs bróður hans.
MENNTUN Talsverð aukning hefur verið á nýskrán-
ingum í skipstjórnarnám síðustu misseri. Eftir sam-
drátt í nýskráningum á árunum fyrir hrun stefnir
nú í að um 100 manns muni nema við dagskóla Skip-
stjórnarskóla Tækniskólans næsta vetur og þar að
auki 60 til 80 manns í fjarnámi.
Vilbergur Magni Óskarsson, skólastjóri Skip-
stjórnarskólans, segir í samtali við Fréttablaðið að
tíðin sé breytt frá því að verst lét.
„Aðsóknin í námið hefur alltaf verið sveiflukennd
og fylgir jafnan fiskverði og veiðum, og atvinnu-
leysi í landi hvetur fólk líka til að fara á sjóinn.
Aðsóknin hefur aukist mikið frá því fyrir hrun
þegar fjöldi nýnema fór allt niður í tuttugu haustið
2008, en síðustu ár hefur aðsóknin verið með svip-
uðu móti og hún er nú, þar sem 60 til 70 umsóknir
hafa borist.“
Vilbergur segir misjafnt hvað nemar fari langt
með nám sitt, en undanfarið hafi flestir sem hefja
nám ákveðið að klára öll réttinda stigin. Þá hafi
orðið ákveðin vitundarvakning í stétt sjómanna
varðandi nám.
„Fólk er að átta sig á þeim möguleikum sem felast
í að ljúka farmannaprófinu, þar sem það eru alþjóð-
leg réttindi. Fjölmargir sem útskrifast frá okkur
reyna fyrir sér erlendis, þar sem víða er hægt að fá
mjög vel launuð störf.“ - þj
Aukin aðsókn í Skipstjórnarskólann síðustu misseri eftir samdráttarskeið:
Sjómennskan heillar á ný eftir hrun
SJÓMENNSKAN HEILLAR Mikil ásókn hefur verið í skipstjórnar-
nám undanfarin misseri. Vel á annað hundrað nemar verða
við Skipstjórnarskólann næsta vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ATVINNULÍF Árni Sigfússon, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, segir stjórn-
völd sýna atvinnuuppbyggingu
grátlega lítinn áhuga. Fréttablaðið
sagði frá því í gær að tvö fyrirtæki
væru með áform um hátæknifisk-
eldi á Reykjanesi.
„Fjárfestar eru bara menn eins
og ég og þú og því er svo mikilvægt
að sýna þeim áhuga,“ segir hann.
„Við í Reykjanesbæ höfum gert allt
sem í okkar valdi stendur til þess að
greiða götu fiskeldisfyrirtækjanna
sem vilja koma til okkar en það er
eins og að Helguvíkurkaleikurinn
hafi haft þau áhrif að stjórnvöld
vilji ekki sýna atvinnuuppbyggingu
á Reykjanesi áhuga, skiptir þá engu
hvort um er að ræða fiskeldi, gagna-
ver, gróðurhús eða hvað sem er.“
Fiskeldisfyrirtækin eru Íslensk
matorka og Stolt Sea Farm en þau
hyggjast nýta heita vatnið frá HS
Orku. Einnig hefur fyrirtæki á
vegum Ármanns Kr. Ólafssonar,
oddvita Sjálfstæðisflokksins í Kópa-
vogi, sótt um land- og heitavatns-
nýtingu á svæðinu fyrir fiskeldi.
Íslensk matorka hyggst rækta
bleikju og norræna tilapíu, Stolt
Sea Farm senegalflúru og fyrirtæki
Ármanns og félaga sandhverfu. - jse
Bæjarstjóri segir stjórnvöld sýna atvinnuuppbyggingu lítinn áhuga á Reykjanesi:
Helguvíkurkaleikurinn kostar
ÁRNI SIGFÚSSON Ýmis tækifæri liggja
fyrir á Reykjanesi en Árni segir stjórnvöld
ekki sýna þeim áhuga eftir að hafa
handleikið Helguvíkurkaleikinn.
LÖGREGLUMÁL Maðurinn sem var
stunginn í hálsinn á veitinga-
staðnum Monte Carlo fyrir hálf-
um mánuði, lést af sárum sínum
í vikunni.
Í gærmorgun var karlmaður
sem grunaður er um árásina,
úrskurðaður í áframhaldandi
gæsluvarðhald til 26. ágúst að
kröfu lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Í tilkynningu segir að
maðurinn uni þeirri niðurstöðu.
Árásarmaðurinn, sem er um
fertugt og af erlendum uppruna,
veitti manninum alvarlega
áverka á hálsi með hnífi í júní
síðastliðnum. - sv
Alvarleg árás á Monte Carlo:
Maðurinn lést
af sárum sínum
VIÐSKIPTI Félagið SF1 gekk í gær
endanlega frá kaupum á 52,4 pró-
senta hlut Eignasafns Seðlabank-
ans í Sjóvá.
SF1 er í eigu ýmissa aðila,
meðal annars lífeyrissjóða, en
Erna Gísladóttir verður nýr for-
maður stjórnar Sjóvár.
Fram kemur í fréttatilkynn-
ingu að kaupin séu alfarið fjár-
mögnuð með eiginfé kaupenda en
ekki lánum. Að því er segir á Vísi
var kaupverðið um fimm millj-
arðar króna.
Seðlabankinn á enn rúm 20
prósent í Sjóvá, SAT eignarhalds-
félag á 1,7 prósent og Íslands-
banki rúm níu prósent. - þj
Seðlabanki selur í Sjóvá:
Kaup fjármögn-
uð án allra lána
LÖGREGLUMÁL Hópur barna og for-
eldra þeirra urðu vitni að fólsku-
legri líkamsárás og ránstilraun á
göngustíg við Suðurhóla í Reykja-
vík, skammt frá Hólabrekku-
skóla, í fyrrakvöld.
Lögregla leitar árásarmanns-
ins, sem var með hanakamb og
eyrnalokka, klæddur í svarta
hettupeysu með rauðu mynstri.
Árásarmaðurinn sló mann um
sextugt í jörðina og barði hann
ítrekað og sparkaði í hann. Hann
vissi að þolandinn hafði unnið í
spilakassa á bar í grenndinni og
virðist hafa ætlað sér að ræna af
honum vinningnum.
Fórnarlambið hafði beðið
starfsfólkið að geyma vinninginn,
og var því ekki með féð á sér. - bj
Börn vitni að alvarlegri árás:
Lögregla leitar
árásarmanns
SÓMALÍA, AP Friðargæsluliðar
Afríkusambandsins börðust í gær
við skæruliðahópa í Mogadisjú,
höfuðborg Sómalíu, til að tryggja
að hjálpargögn skili sér.
Hungursneyð ógnar lífi millj-
óna í Austur-Afríku, en ástandið
er alvarlegast í Sómalíu.
Söfnun á Íslandi fyrir nauð-
stadda á svæðinu hefur gengið
mjög vel og höfðu meðal annars
safnast yfir 21 milljón króna hjá
UNICEF á Íslandi.
Í tilkynningu frá UNICEF var
áréttað að starf þeirra tengist
ekki öðrum stofnunum Samein-
uðu þjóðanna og dreifing hjálpar-
gagna hafi gengið vel. - þj
Átök í skugga neyðarástands:
Barist til að
tryggja aðstoð
BARIST VIÐ SKÆRULIÐA Friðargæslu-
liðar Afríkusambandsins börðust við
skæruliða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Bótaþegar fá greitt eftir helgi
Mánaðargreiðsla Tryggingastofnunar
til lífeyrisþega og annarra bótaþega
vegna ágústmánaðar verður greidd út
mánudaginn 1. ágúst, sem er frídagur
verslunarmanna.
TRYGGINGAMÁL
NÁTTÚRA Væntanlegt hlaup úr
Skaftá gæti náð niður í byggð í
dag. Samkvæmt vatnamælingum
Veðurstofunnar í gær benti allt
til þess að hlaup myndi hefjast,
en ekki var gert ráð fyrir miklu
vatnsmagni í þessu hlaupi þar
sem hlaup varð úr báðum Skaftár-
kötlum í fyrrasumar.
Almannavarnir vara við ferðum
á Skaftárjökul og í lægðum með-
fram Skaftá þar sem hætta er á
mengun af völdum brennisteins-
vetnis, sem getur skaðað slímhúð
í augum og öndunarvegi. - þj
Mælingar Veðurstofu:
Ekki útlit fyrir
stórt hlaup
SPURNING DAGSINS
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
...tvær nýjar
bragðtegundir
Ný bragðtegund
með
papriku
Ný bragðtegund
Texmex
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
11
-0
50
9