Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 12

Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 12
12 29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Nú gengur í garð hin mikla ferðahelgi sem tengd er frídegi verslunarmanna órjúfanlegum böndum. Oftsinnis hefur verið bent á að heiti þessarar helgar sé rangnefni enda er stór hluti verslunar- manna að störfum þessa daga. Skýring- in á því liggur fyrst og fremst í félags- legum breytingum sem eiga sér rætur í auknu þjónustustigi og fleiri möguleikum til afþreyingar. Þær breytingar hafa orðið til góðs á flestan hátt, aukið atvinnu og umsvif, en þó fylgir sá böggull skamm- rifi að þeir sem sérstaklega eiga að njóta hins lögbundna frídags við upphaf ágúst- mánaðar gera það í alltof fáum tilvikum. Því miður býr verslunarfólk við langa vinnudaga og þegar margir njóta frídaga, hvort sem er að sumri til eða í aðdraganda jólanna, er álagið hvað mest í verslun og þjónustu. Frí síðasta mánudag í júlí? Úr þessu þarf að bæta en ekki er auðfundin leið til þess. Væri mögulegt að semja um að þeir sem starfa að verslun og þjónustu á frídegi verslunarmanna vinni sér inn rétt til frítöku annan mánudag í ágústmánuði án skerðingar launa? Þar með yrði atvinnu- rekendum ekki gert erfitt fyrir að manna stöður þegar verslunarmannahelgin geng- ur í garð og um leið yrði þeim sem þessi dagur er sérstaklega helgaður gert kleift að njóta þess réttar sem hann á að tryggja. Af hverju? Einhverjir kunna að telja þessa hugmynd óframkvæmanlega eða jafnvel ósanngjarna gagnvart atvinnurekendum og öðru launa- fólki. Hví ætti sá sem getur aflað sér tekna á degi sem telst til stórhátíða skv. kjara- samningi að njóta þess einnig í auknum frítökurétti? Þessi spurning er eðlileg en með því að veita þeim sem eru að störfum á frídegi verslunarmanna aukafrídag í lok júlí er verið að viðurkenna að mjög hefur gengið á tækifæri verslunar- og þjónustu- fólks til þess að njóta lögbundinna frídaga sem aðrir landsmenn telja sjálfsagða. Góð helgi fram undan Verslunarmannahelgin er okkur flestum mikið tilhlökkunarefni. Við skulum vona að hún fari vel fram og að allir komi heilir heim. Fyrst og síðast hljótum við þó að gleðjast með verslunarmönnum, bæði þeim sem njóta hvíldar frá erli hversdagsins en ekki síður þeirra sem mæta okkur í versl- unum landsins yfir helgina. Helgi verslunarmanna? Frídagur verslunar- manna Stefán Einar Stefánsson formaður VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna V erslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og bar- smíðar. Á þröskuldi verslunarmanna- helgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fárán- legur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei- hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunar- menning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðg- anir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og for- maður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og far- sællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Markmið fyrir verslunarmannahelgina: Ofbeldis- og slysalaus helgi Borðum nú samt lambið Nokkur umræða varð um tillögu um fjórðungshækkun á viðmiðunarverði lambakjöts til bænda. Þeir lágu undir ámæli fyrir hækkunina, en fullyrtu að nægt kjöt væri á innanlandsmarkað þrátt fyrir hátt verð á erlendum mörkuðum. Í þessu ljósi vekur frétt í Bændablaðinu nokkra athygli en þar segir frá því að flýta þurfi slátrun um tvær vikur. Ástæðan er sögð góð sala, svo Íslendingar virðast ekki hafa hafnað lambakjötinu sínu. Trauðla verður þó sagt að spár um nægt kjöt hafi verið reistar á feitum dilki. Stjórnarskrárbrot í stjórnarskrá? Í drögum að stjórnarskrá segir að allir skuli njóta mannréttinda án mismunar, til dæmis vegna aldurs. Það vekur upp ýmsar spurningar. Í stjórnarksránni er gert ráð fyrir að enginn megi kjósa nema vera orðinn 18 ára gamall. Er þátttaka í kosningum í lýðræðissamfélagi ekki mannréttindi? Og stjórnar- skráin því komin í mótsögn við sjálfa sig? Það var þá, þetta er nú Björgvin G. Sigurðsson alþingis- maður skrifar pistil á heimasíðu sína þar sem hann leggur til að tillögur stjórnlagaráðs um stjórnarskrá fari beint í þjóðaratkvæða- greiðslu. Sá sami Björgvin greiddi atkvæði með því 24. mars að sama tillaga færi aftur til meðferðar Alþingis. Hvað ætli skýri breytta skoðun þingmannsins? Kannski aukin netumræða um að stjórnarskráin fari beint í þjóðar- atkvæði? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.