Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 13
FÖSTUDAGUR 29. júlí 2011
Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu
að taka þátt í þeirri vegferð sem
smíði nýs frumvarps til stjórn-
skipunarlaga er, get ég auðvitað
ekki varist því að upplifa ákveðinn
sjálfshátíðleika. Það er merkileg
tilfinning að vera í þeim sporum
sem fimm hundruð manna og
kvenna vildu vera í. Seint verður
það traust þakkað nóg.
Líkt og hinir 24 fulltrúarnir
greiddi ég atkvæði með því frum-
varpi til stjórnskipunarlaga sem
nú hefur verið samþykkt í stjórn-
lagaráði. Í þeirri ákvörðun felst að
ég tel þau stjórnarskrárdrög sem
nú liggja fyrir vera yfir það heila
betri en núgildandi stjórnarskrá.
Í því felst að sjálfsögðu ekki að ég
telji allt í frumvarpinu vera söngl-
andi sælu, og að ekkert í frum-
varpinu megi skoða betur. Það
gefur augaleið að svo er ekki. Ekk-
ert frumvarp getur orðið þann-
ig að allir fái sitt fram og ekkert
mannanna verk er yfir gagnrýni
hafið.
Vinna á slíkum samkomum er
í eðli sínu málamiðlunarstarf.
Menn reyna að finna heildarlausn
sem flestir geta sætt sig. Sá þátt-
ur starfs stjórnlagaráðs hefur
verið til fyrirmyndar. Í því ljósi
ber auðvitað að skoða atkvæða-
tölur við lokaafgreiðslu einstakra
greina með ákveðnum fyrirvara.
Sá breiði stuðningur sem flestar
greinar frumvarpsins fengu á
fundinum seinasta þriðjudag og
miðvikudag endurspeglar fyrst
og fremst breiða virðingu allra
ráðsfulltrúa við þann sáttaranda
sem í ráðinu hefur ríkt. Oft var
tekist á. Í fyrri umræðu var kosið
um fjölmargar breytingartillög-
ur, margar þær atkvæðagreiðslur
fóru tæpt.
Til að mynda var hlutfall
kjósenda sem farið geta fram á
atkvæðagreiðslu lækkað úr 15% í
10%. Ég er einn þeirra sem vildi
stíga varlegar til jarðar í þessum
efnum en ein og ein tala breytir
engu um heildaráferð skjalsins
hvað þetta varðar. Öllu meira máli
skiptir sú umgjörð sem sköpuð
er í kringum beina lýðræðið,
þar sem gert er ráð fyrir öfl-
ugri aðkomu þingsins að flestum
stigum málsins. Þannig munu 2%
kjósenda geta lagt fram þingmál
til afgreiðslu á Alþingi. Hvort slík
mál nái fram að ganga verður háð
stuðningi við það á þingi en að
fenginni reynslu erlendis frá má
ætla að slíkur tillöguréttur verði
öflugt vopn í höndum kjósenda
sem vilja koma ákveðnum málum
á dagskrá.
Margt annað í frumvarpinu er
nýmæli. Þannig er lagt til kosn-
ingakerfi þar sem vægi atkvæða
er jafnt á landinu öllu um leið og
tryggt er að öll svæði landsins eigi
sér fulltrúa á þingi. Hér er um að
ræða lausn sem jafnt stuðnings-
menn þess að gera landið að einu
kjördæmi og þeir sem vilja áfram
sjá kjördæmi geta vel unað við. Í
þeirri útfærslu sem lögð er til gæti
kjósandi í Reykjavík þannig kosið
frambjóðendur á landslista sem
búsettir eru í öðrum kjördæmum.
Þá munu kjósendur ráða öllu um
það hvaða frambjóðendur ná kjöri,
og stjórnmálaflokkar engu, nái
tillögur stjórnlagaráðs fram að
ganga. Loks er opnað fyrir mögu-
leika kjósenda á að velja frambjóð-
endur af fleiri en einum lista en
löggjafanum þó falið úrslitavald í
þeim efnum.
Þá er hlutverk Alþingis gagn-
vart ríkisstjórn eflt til muna, ráð-
herrar látnir víkja af þingi, vald
minnihluta þingsins aukið, stjórn-
arandstöðunni gefið færi á að láta
athuga hvort lagafrumvörp stand-
ist stjórnarskrá, og skoða emb-
ættisfærslur ráðherra og stjórn-
sýslunnar. Loks er vald forseta í
stjórnarskránni skýrt og fellt út
orðalag þar sem forseti er sagður
fara með platvald.
Málskotsrétti forseta er þó
haldið óbreyttum að sinni, en með
tilliti til þess að hluti kjósenda
mun geta krafist þjóðaratkvæðis
um nýsamþykkt lög er ólíklegt að
þeim rétti verði framvegis mikið
beitt.
Frumvarpi að nýjum drögum
að stjórnarskrá hefur nú verið
skilað til forseta Alþingis. Í fram-
haldinu færi best á því að almenn-
ingur, þingmenn og sérfræðingar
fengju góðan tíma til að melta
skjalið, lýsa sínum sjónarmiðum
og ef til vill benda á eitthvað sem
betur mætti fara. Góðir hlutir
gerast hægt. Góð stjórnarskrá er
góður hlutur og breytingar á henni
á að gera hægt. Mér þætti ekkert
óeðlilegt ef þjóðaratkvæðagreiðsla
um hin nýju grunnlög færi fram í
lok núverandi kjörtímabils, eftir
tvö ár.
Pawel Bartoszek
stærðfræðingur
Í DAG
Stjórnlögum náð
Við upphaf mestu umferðar-helgar ársins er ekki úr
vegi að ökumenn hugleiði helstu
orsakir alvarlegra umferðar-
slysa áður en lagt er út á þjóð-
vegi landsins. Hver og einn getur
síðan metið með sjálfum sér
hvort hann þurfi að breyta akst-
urslagi sínu. Rannsóknir sýna
að helst má rekja banaslys og
önnur alvarleg slys til eftirfar-
andi þátta:
■ Hraðakstur.
■ Bílbelti ekki notuð.
■ Ölvunarakstur.
■ Svefn og þreyta.
■ Reynsluleysi ökumanns.
■ Forgangur ekki virtur.
■ Vegur og umhverfi.
Af þessari upptalningu sést
að orsakir banaslysa má oftast
rekja til áhættuhegðunar öku-
manns eða mannlegra mistaka
hans. Stöðugt er unnið að því að
gera bílana sjálfa öruggari sem
og vegina og umhverfi þeirra.
Þau tilvik eru hins vegar sorg-
lega mörg þar sem fólk kastast út
úr ökutækjum og bíður bana eða
stórslasast vegna höfuðáverka,
sem hljótast af harðri lendingu
við jörð eða þegar ökutækið velt-
ur yfir það. Oft þolir sjálfur bíll-
inn áreksturinn en fólk í honum
stórslasast eða lætur lífið þar
sem bílbelti voru ekki spennt.
Möl og malbik
Ekki verður nægilega brýnt fyrir
vegfarendum að sýna sérstaka
varúð þegar ekið er eftir hinum
íslensku malarvegum, einkum
þegar komið er inn á slíka vegi af
malbiki eða bundnu slitlagi. Þar
er einnig mikilvægara en ella að
hægt sé á bifreiðum þegar þær
mætast vegna grjótkasts og ryk-
mengunar.
Gagnkvæm tillitsemi
Af sömu ástæðu er mjög mikil-
vægt að menn hægi verulega á
bílum sínum þegar ekið er fram
hjá gangandi eða hjólandi vegfar-
endum á malarvegum. Því miður
hefur verið kvartað yfir því að
undanförnu að misbrestur sé á
því að ökumenn geri það.
Um leið og öllum landsmönnum
er óskað góðrar umferðarhelgar,
skal minnt á gamalt spakmæli
Skallagríms Kveldúlfssonar, sem
enn er í fullu gildi: „Gott er heil-
um vagni heim að aka.“
Góða umferðarhelgi!
Umferð
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi
Suð u r l a n d s b r a u t 1 4 s ím i 4 40 4400
www . e r g o . i s e r g o@e r g o . i s
E r g o f j á rmögnun a r þ j ó n u s t a Í s l a n d s b a n k a
Íslandsbanki Fjármögnun hefur tekið upp nafnið Ergo. Við bjóðum fjár-
mögnunarleiðir fyrir bíla og ferðavagna og sértækar lausnir við fjármögnun
atvinnutækja af öllum stærðum og gerðum.
ergo.is auðveldar þér ákvarðanatökuna
Á vefnum okkar, www.ergo.is, eru nýjar og öflugar
reiknivélar sem hjálpa þér að taka upplýsta ákvörðun.
Reiknaðu út greiðslubyrði miðað við þínar forsendur
Skoðaðu hvað þú getur keypt þér dýran bíl
Berðu saman útblástur og eldsneytiskostnað
mismunandi tegunda
Reiknaðu með okkur
Reiknaðu út hvað ferðin kostar á ergo.is
„Ég fer hringinn
á einum tanki.
Þarf bara að fyll’ann
nokkrum sinnum“
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1
0
-1
0
8
7