Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 16

Fréttablaðið - 29.07.2011, Page 16
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR2 „Dagskráin er samsett úr hinum ýmsu óperum, svo sem Rakaran- um í Sevilla, La Bohème, Toscu, Tannhäuser og fleirum,“ segir Helga Rós Indriðadóttir, skipu- leggjandi óperutónleika í Mið- garði í Skagafirði annað kvöld. „Við erum fjórir einsöngvar- ar sem komum þar fram, Ágúst Ólafsson baritón, Gissur Páll Gissurarson tenór, Sigríður Aðal- steinsdóttir messósópran og ég sem er sópran. Síðan verður Karlakórinn Heimir með okkur ásamt hópi af ungum hljóðfæra- leikurum frá Dalvík sem kallar sig Bergmálshópinn og Guðmund- ur Óli Guðmundsson stjórnar.“ Helga Rós býr undir hinum fagra Mælifellshnjúki í Skaga- firði. Hún kennir tónlist og stjórnar Karlakórnum Heimi. „Ég er fædd og uppalin hér í þessu sönghéraði og fór í söng- nám sem leiddi mig áfram inn á óperusvið í Stuttgart í Þýska- landi. Lærði þar við óperudeild tónlistarháskólans og fékk fast- ráðningu meðan ég var í nám- inu,“ segir hún þegar forvitnast er um ferilinn. Árið 2003 skrapp hún heim frá Stuttgart og stóð fyrir óperutónleikum í Miðgarði, ásamt Magnúsi Sigmundssyni. Hún kveðst alltaf hafa ætlað sér að endurtaka þann leik og hafa hljómsveit með. Nú sé búið að endurnýja Miðgarð og hann sé orðinn mun betra tónlistarhús. „Mér finnst líka gaman að tengja okkur, þetta klassískt menntaða fólk, við hina rótgrónu tónlistar- menningu karlakórs,“ segir hún. „Heimir er magnaður kór sem syngur með í tveimur einsöngs- atriðum á þessum tónleikum, sópransóló úr Valdi örlaganna og tekur líka undir með Ágústi í nautabanasöngnum úr Carmen. Svo syngur hann Pílagrímakór- inn eftir Verdi.“ Tónleikarnir í Miðgarði hefj- ast klukkan 20.30. „Mörg fyrir- tæki styrkja þetta framtak,“ segir Helga Rós „og ég vona að söng- elskir Norðlendingar og ferða- menn sjái sér fært að mæta.“ gun@frettabladid.is Óperugleði í Skagafirði Óperutöfrar verða allsráðandi í menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð í Skagafirði annað kvöld. Þar verða fjórir einsöngvarar, Karlakórinn Heimir og ungir hljóðfæraleikarar undir stjórn Guðmundar Óla. Gissur Páll og Ágúst Ólafsson eru sam- æfðir. Hér eru þeir í Óperuperlum. Helga Rós með Karlakórnum Heimi, sem hún stjórnar og kemur fram með á tón- leikunum annað kvöld. MYND/ÚR EINKASAFNI Hinsegin bíódagar verða endur- vaktir eftir fimm ára hlé dagana 29. til 7. ágúst. Eftirtaldar myndir verða sýndar: Howl, Broderskap, Tomboy og L‘Arbre et la forêt. Myndirnar eru sýndar í Bíó Paradís. Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál Upplýsingar hjá skálavörðum í Básum Leiðsögn að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi frá Básum laugardag og sunnudag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.