Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sími: 512 5000
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011
Föstudagur
skoðun 16
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Föstudagur
5. ágúst 2011
180. tölublað 11. árgangur
Steinseljurótarbitar og mauk
3 steinseljuræturólífuolía
mjólk
Bitar: Skrælið steinseljurótina og skerið í tvennt eftir endilöngu og svo aftur í tvennt. Skerið í u.þ.b. 6 sentímetra bita. Steikið á pönnu og klárið í ofni í 5-10 mínútur við 100°C.
Mauk: Skrælið stein-seljurótina og skerið í bita. Svitið í potti í 2-3 mínútur. Hellið mjólk yfir j
Gúrkubitar
1 gúrka
ólífuolía
eplaedik
Skrælið gúrkuna og skerið eftir endilöngu. Kjarnhreinsið og skerið í bita. Setjið bitana í skál með olíu, salti og ediki og látið liggja í tíu mínútur.
Rúgbrauðskurl og harðfiskpúður1/2 rúgbrauð
1 pk. hraðfiskur 1 pk. söl
Setjið rúgbrauð í
mínútur. Látið kólna, setjið í matvinnsluvél og púðrið.
Lax
1 laxaflak
50 g sykur
50 g salt
börkur af 1 sítrónu2 gashylki
Roð- og fituhreinsið laxinn. Leggið hann í sykur, salt og sítrónubörk í 40 mín-útur. Skolið vel. Skerið flakið til helminga eftir endilöngu og skeriðsvo í
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512-5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
VOLGUR LAXARÉTTURmeð rúgbrauðskurli og harðfiskpúðri FYRIR 4
F annar Geir Ólafsson, mat-reiðslumaður í Iðusöl-um, leggur sig fram um að nota íslenskt hráefni. Hann segir sumarið besta tím-ann til þess enda nóg af íslensku grænmeti og öðru góðgæti á boð-stólum. Ferskleiki og gott hráefni er honum efst í huga.Mikið stendur til í Iðusölum en veitingastaðurinn Matbarinn opnar þar á næstu dögum. Hann bætist við ört vaxandi flóru mat-sölustaða í miðbænum en Iðusalir eru til húsa í Iðuhúsinu að Lækjar-götu 2a. „Við munum leggja mesta áherslu á smárétti og sushi og að fólk geti komið beint inn af göt-unni,“ segir Fannar. Staðurinn er á þriðju hæð en á þeirri fjórðu er veislusalur. Fannar segir stór-ar svalir liggja út að stóru porti fyrir aftan. „Það verða borð úti á svölum og við eigum von á góðri stemningu.“
U d
Fannar Geir Ólafsson eldar á Matbarnum sem opnar í Iðusölum innan skamms.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Nú er best að elda íslenskt
Landskeppni við Færeyinga í skák verður haldin um
helgina. Teflt verður á Húsavík og Akureyri. Keppnin
fer fram í sautjánda sinn. Íslendingar hafa sigrað ellefu
sinnum en Færeyingar unnu naumlega þegar teflt var
á þeirra heimavelli fyrir tveimur árum.
ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA
Verð aðeins1.895með kaffi eða te
föstudagur
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 5. ágúst 2011
HAFDÍS INGA
HINRIKSDÓTTIR
Minningin lifir
Hljómsveitin Moses
Hightower heiðrar minningu
leikarans sem lék
Moses Hightower.
fólk 34
TÓNLIST Gítarleikarinn snjalli
Björgvin Gíslason endurútgefur
þrjár sólóplötur
sínar og heldur
tvenna tón-
leika í tilefni af
sextugsafmæli
sínu hinn 4.
september.
„Ég hef
aldrei haldið
upp á afmælið
mitt. Ég hef
verið úti í Perú
eða einhvers staðar. Mér fannst
ágætt að gera þetta svona,“ segir
Björgvin um tónleikana.
Með honum á sviðinu verða
þeir Ásgeir Óskarsson, Haraldur
Þorsteinsson, Stefán Már Magn-
ússon, Jón Ólafsson og Björn Jör-
undur Friðbjörnsson sem syngur.
Þrjár sólóplötur Björgvins
verða gefnar út á geisladiskum
í tilefni af afmælinu. „Það var
aldeilis kominn tími á að gefa
þetta út. Ég hef ekki fengið spil-
un á þetta í útvarpi enda nennir
enginn að setja rispaðan vínyl á
fóninn.“ - fb / sjá síðu 34
Gítarhetjan Björgvin Gíslason:
Endurútgáfa og
ferilstónleikar
BJÖRGVIN
GÍSLASON
Fjölskylduhátíð Í Ólafsdal
Ólafsdalshátíð er nú haldin í fjórða
sinn. Markmiðið er að vekja athygli á
staðnum og því hlutverki sem hann
hafði að gegna á sínum tíma.
allt 2
ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR
MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI
Sjá allt úrvalið á ht.is
SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500
Lokahelgin
Götumarkaður
og ótrúlegt verð!
Opið til 19Nýjar
strumpa-
bækur
NEYÐIN ER MIKIL Betur má ef duga skal með hjálparstarf í Sómalíu þar sem hungursneyðin
breiðist út. Um 3,2 milljónir Sómala þurfa nú á bráðahjálp að halda. Hér sést stór hópur fólks með matarmiða
bíða eftir matarskammti sínum sem hjálparsamtökin Muslim Aid útbýttu í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Dularfullt hreyfiafl
Þorvaldur Kristinsson segir
erfitt að slíta sig frá starfi
með Hinsegin dögum.
föstudagsviðtalið 12
ÁKVEÐIN NA-ÁTT á landinu í
dag, hvassast við SA-ströndina.
Skýjað að mestu og rigning S- og
A-til. Hiti 10-20 stig, mildast V-
lands.
VEÐUR 4
14
13
14
11
16
STJÓRNSÝSLA Velferðarráðherra
og efnahags- og viðskiptaráð-
herra hafa báðir ámálgað það að
endurskilgreina þurfi hlutverk
ríkisins. Njörva þurfi niður hvaða
verkefni eigi að vera á verksviði
ríkisvaldsins og hvort eigi þá að
færa önnur verkefni annað, til að
mynda til sveitarfélaganna.
Guð bja r t u r H a n ne ss on
velferðar ráðherra segir að innan
stjórnsýslunnar sé unnið að því að
meta umfang þjónustunnar, hvaða
stofnanir sé hægt að sameina og
hvort raða þurfi málum upp á nýtt
á einhverjum sviðum.
„Það þarf að hugsa ýmislegt
upp á nýtt, það er óhjákvæmilegt.
Ég er hins vegar þeirrar skoð-
unar að það þurfi að gerast með
ákveðinni varfærni, þó að það
taki tíma að ná hagkvæmninni,“
segir Guðbjartur.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir Íslendinga
verða að horfast í augu við það
hve þröngur fjárhagurinn sé.
Ekki þýði að ljúga að sjálfum sér
að menn séu ríkari en þeir í raun
séu. Hann segir þó að þetta þýði
ekki grundvallarbreytingar á
þeirri þjónustu sem ríkið veiti.
„Þessi ríkisstjórn stendur fyrir
norrænt velferðarsamfélag og öfl-
uga þjónustu á velferðarsviði.“
- kóp / sjá síðu 10
Frekari flutningur á verkefnum frá ríkinu til sveitarfélaga er sögð í farvatninu:
Hlutverk ríkisins endurhugsað
DÝRAHALD Hundaræktarfélag
Íslands hefur rætt um að láta
banna fleiri hættulegar hundateg-
undir hér á landi. Tólf ára stúlka
slasaðist illa á handlegg eftir árás
rottweiler-hunds í Innri-Njarðvík í
fyrrakvöld.
Samkvæmt hundasamþykkt
Reykjavíkur frá árinu 2002
eru tegundirnar Pit Bull Ter-
rier, Fila Brasileiro, Toso Inu,
Dogo Argentino og blendingar af
úlfum og hundum bannaðar til
innflutnings hér á landi.
Valgerður Júlíusdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hundaræktarfélags-
ins, segir nauðsynlegt að endur-
skoða þessa samþykkt. Hundahald
hafi stóraukist eftir efnahagshrunið
og því miður sé of algengt að óæski-
legir eigendur sæki í að eignast teg-
undir með ríkt varnareðli sem þurfa
afar agað uppeldi.
„Það er ótrúlegasta fólk að fá sér
þessa hunda í dag,“ segir Valgerður
og vísar í árásargjarnari tegund-
ir eins og rottweiler og dober-
man. Í Danmörku eru þær tegund-
ir víða bannaðar, ásamt 57 öðrum.
„Við hörmum þegar fólk sýnir
ekki ábyrgð þegar það fær sér
svona dýr, en því miður þá sækja
óæskilegir hundaeigendur oft í
þessar tegundir.“
Í fyrrakvöld beit rottweiler-hund-
ur tólf ára stúlku í Innri-Njarðvík. Í
mars beit rottweiler-tík konu í úln-
liðinn í Hveragerði og þurfti hún að
fá læknisaðstoð í kjölfarið.
„Það er hægt að breyta þessum
hundum í vopn í röngum höndum,“
segir Valgerður. „Vissulega eru
flestir eigendur ábyrgðarfullt fólk
og ala hundana sína rétt, en svo eru
það þessir örfáu sem skemma fyrir
þeim.“ - sv, jss / sjá síðu 4
Vilja að fleiri árásargjarnar
tegundir verði bannaðar
Hundaræktarfélag Íslands hefur rætt um að láta banna hér hættulegar hundategundir. Framkvæmdastjóri
segir hundahald hafa aukist gífurlega eftir hrun. Rottweiler beit stúlku illa í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld.
Fimm stiga forskot
Stjarnan vann dramatískan
2-1 sigur á Val í toppslag
Pepsi-deildar kvenna í gær.
sport 30
Það er hægt að
breyta þessum
hundum í vopn í röngum
höndum.
VALGERÐUR JÚLÍUSDÓTTIR
FRAMKVÆMDASTJÓRI
HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS