Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 6
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR6
Faxafeni 14 www.heilsuborg.is
Skráning á
mottaka@heilsuborg.is
eða í síma 560 1010
Hádegisþrek
Fjölbreytt hreyfing fyrir byrjendur jafnt sem
lengra koma
Stöðvar, þol, styrkur og þrek
Mán og mið kl. 12-13
Hefst 8. ágúst
4 vikur
Verð kr. 11.900 eða 7.900 í áskrift
(3 mán binditími)
MENNING Um tvö hundruð íslenskir
titlar og bækur um Ísland verða
gefin út á þýska málsvæðinu í
haust í tilefni af Bókamessunni í
Frankfurt þar sem Ísland verð-
ur heiðursgestur. Aðstandendur
Sögueyjunnar Íslands, verkefnis-
ins um þátttökuna, segja fjöldann
fara langt fram úr björtustu
vonum.
Verkefnið var kynnt á blaða-
mannafundi í Þjóðmenningarhús-
inu í gær og sagði Halldór Guð-
mundsson þar að Bókamessan
í Frankfurt væri mikilvægasta
bókasýning í heimi. Þar yrðu til
sýnis 7.000 bækur frá um hundr-
að þjóðum og sýninguna sæktu um
300 þúsund gestir. Björtustu vonir
aðstandenda verkefnisins hefðu
staðið til þess að titlarnir íslensku
sem fengjust útgefnir ytra yrðu í
kringum hundrað, en nú lægi fyrir
að þeir yrðu um 200.
Halldór og Kristján B. Jónas-
son, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, bentu til saman-
burðar á að þegar Kínverjar, fjöl-
mennasta þjóð veraldar, hefðu
verið heiðursgestir Bókamess-
unnar fyrir nokkrum árum hefðu
verið gefnir út hundrað kínverskir
bókatitlar og Indverjar, næstfjöl-
mennasta þjóðin, hefðu einungis
náð á sjöunda tug. Árangur Íslend-
inga væri því undraverður.
Meðal verkanna eru endurút-
gáfa ritsafns Halldórs Laxness,
Íslendingasögurnar, Íslenskur
aðall eftir Þórberg Þórðarson, 79
af stöðinni eftir Indriða G. Þor-
steinsson og fjöldi annarra verka
eftir jafnt unga sem eldri höfunda.
Halldór útskýrði hve mikilvægt
þýska málsvæðið væri erlendum
höfundum, enda væru Þjóðverjar
langmóttækilegastir allra vest-
rænna þjóða fyrir þýðingum. Þar
væru fjörutíu prósent útgefinna
verka þýdd, samanborið við þrjú
prósent í Bretlandi og 1,5 prósent
í Bandaríkjunum.
Kristján B. Jónasson sagði
ótrúlegt að fylgjast með gengi
íslenskra höfunda á erlendri
grundu, einkum í Þýskalandi. „Við
erum að horfa upp á það að nán-
ast hver einasti kjaftur sem hefur
stungið niður penna á Íslandi á
síðustu tveimur árum er að koma
út á þýsku,“ sagði Kristján. Fyrir
fimmtán til tuttugu árum hefði
verið algjör undantekning að
íslenskar bækur fengjust yfirhöf-
uð þýddar.
„Ef rétt er á haldið er Bóka-
messan í Frankfurt ekki enda-
punktur á neinu heldur upphafið,“
sagði Kristín Steinsdóttir, formað-
ur Rithöfundasambands Íslands.
Hún sagðist telja vægi viðburðar-
ins ómetanlegt fyrir íslenska rit-
höfunda og lýsti því sem einu hinu
stórkostlegasta sem rekið hefði á
þeirra fjörur. Hana sundlaði smá-
vegis þegar hún hugsaði til þess
hversu mikla útbreiðslu íslenskar
bækur gætu fengið með útgáfu á
svona stóru málsvæði.
stigur@frettabladid.is
200 íslenskir titlar gefnir út
Fjöldi íslenskra bóka sem gefnar verða út á þýska málsvæðinu í haust fer fram úr björtustu vonum manna.
Bókamessan í Frankfurt er upphaf en ekki endapunktur neins, segir formaður Rithöfundasambandsins.
UNDRAVERÐUR ÁRANGUR Þeir sem tóku til máls á blaðamannafundinum í gær voru sammála um það að Íslendingar hefðu náð
ótrúlegum árangri við markaðssetningu bókmennta sinna ytra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hægt verður að skyggnast inn í bókasöfn íslenskra heimila í sérstökum sýn-
ingarskála um Ísland sem verður komið fyrir á sýningarsvæðinu í Frankfurt.
Skálinn var hannaður af arkitektinum Páli Hjaltasyni ásamt Saga Film og er
honum ætlað að sýna samspil íslenskra bókmennta og náttúru, að sögn
Rakelar Björnsdóttur aðstoðarverkefnisstjóra.
Skálinn verður 2.500 fermetrar og í honum verða stórar myndir af
bókaskápum á íslenskum heimilum og stöku myndskeið þar sem heimilis-
fólk les upp úr eftirlætisbókum sínum. Þar verður enn fremur bókasafn með
800 til 1.000 íslenskum bókum á ótal tungumálum, auk þess sem frægum
sýningarskála Íslands af heimssýningunni í Sjanghæ verður komið fyrir þar
inni.
Samhliða Bókamessunni verður einnig blásið til mikillar menningardag-
skrár með íslenskum formerkjum í Frankfurt. Helstu söfn Frankfurtar verða
lögð undir íslenska menningu næstu mánuði, þar sem íslensk myndlist,
dans, tónlist, byggingarlist, hönnun og ljósmyndir verða til sýnis.
Bókasöfn íslenskra heimila til sýnis
FANGELSISMÁL Kostnaður við að breyta hjúkrunar-
heimilinu að Víðinesi þannig að það uppfylli kröf-
ur sem öryggis- og gæsluvarðhaldsfangelsi, er 1,9
milljarðar króna. Nýbygging kostar, samkvæmt
áætlunum, rétt rúma 2 milljarða króna.
Samkvæmt upplýsingum úr innanríkisráðuneyt-
inu gera áætlanir ráð fyrir því að árlegur rekstr-
arkostnaður verði 60 til 70 milljónum króna hærri
við endurbreytta byggingu en nýja. Sparnaðurinn
við breytingarnar tapast því aftur á 3 til 4 árum.
Þá tekur um það bil ári lengri tíma að breyta hús-
næðinu en byggja nýtt, þannig að vígsla nýs fang-
elsis mundi tefjast um eitt ár væri sú leið valin.
Fréttablaðið hefur greint frá því að fleiri kostir
séu til skoðunar og í gær upplýstist að kostnaður
við að breyta Vífilsstöðum í fangelsi nemur 1,8
milljarði króna.
Í byrjun vikunnar var gerð önnur úttekt á
Víðinesi og því hvernig aðstaðan þar hentar sem
fangelsi.
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar,
sagði í Fréttablaðinu í gær að fara þyrfti í gegnum
skipulagsbreytingar og að gerbreyta þyrfti eldra
húsnæði, ætti að nýta það sem fangelsi. „Hug-
myndir af þessu tagi eru því algjörlega út í hött.“
Fangelsismál hafa verið á borði ríkisstjórnar-
innar um langa hríð, en til stendur að taka
ákvörðun í málinu í þessum mánuði. - kóp
Víðines var skoðað á ný í byrjun vikunnar sem mögulegt fangelsi:
Kostar sama að breyta og byggja
TÆKNI Tölvuöryggisfyrirtækið
McAfee fullyrðir að það hafi kom-
ist á snoðir um umfangsmestu
tölvuárás sögunnar. Árásin hafi
staðið yfir í fimm ár og beinst að 72
stofnunum og fyrirtækjum, meðal
annars Alþjóðaólympíunefndinni,
indverska ríkinu, Sameinuðu þjóð-
unum og öryggisfyrirtækjum.
Talsmaður McAfee sagði
árásina, sem lýst er sem hrinu
rafrænna innbrota, ótrúlega
umfangsmikla og að hún stæði enn
yfir. Fyrirtækið hefur getað greint
sum innbrotin og komist að því að
gögnum hafi verið stolið.
Talsmaðurinn vildi ekkert tjá
sig um hvaðan árásin væri upp-
runnin, það yrðu getgátur einar.
Kínverjar voru hins vegar
fljótlega bendlaðir við málið og
fjöldi sérfræðinga sem hefur
tjáð sig um málið er sammála um
að einungis Rússar og Kínverj-
ar hafi tök á að standa að svona
víðfeðmri árás. Kínverjar hafi
hins vegar meiri hag af slíkum
iðnaðarnjósnum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
spjótin beinast að kínverskum
stjórnvöldum í umræðunni um
tölvuglæpi. Talsmenn Kínastjórn-
ar hafa hins vegar ætíð hafnað
slíkum ásökunum og sagt að fyrir
þeim sé enginn fótur. - sh
Telja sig hafa komist á snoðir um umfangsmestu tölvuárás allra tíma:
Brutust inn í tölvur 72 stofnana
VÍÐINES Kostnaður við að breyta hjúkrunarheimilinu á Víðinesi
í fangelsi er svipaður og við það að byggja nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
UMFANGSMIKIL AÐGERÐ Hér má sjá
bandarískt viðbragðsteymi sem berst
gegn tölvuárásum sem þessum.
NORDICPHOTOS/AFP
Þætti þér óþægilegt ef fangelsi
risi nærri þinni heimabyggð?
Já 44,7%
Nei 55,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Er sumarið búið?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
DANMÖRK Lars Barfoed, dóms-
málaráðherra Danmerkur,
krefst skýringa á því hvers
vegna lögreglan rannsakar ekki
árás hægri öfgamanna sem
hröktu fjölskyldu af strönd í
Skive með grjótkasti.
Fjölskyldan, sem er af ind-
versku bergi brotin, leitaði
skjóls í sumarbústaðahverfi
og hringdi í lögreglu sem kom
ekki fyrr en eftir eina og hálfa
klukkustund.
Fjölskyldunni hafði tekist að
taka mynd af bíl árásarmann-
anna og númeraplötunni og
sjónarvottur hafði jafnframt
samband við lögregluna. Hún
sagði sönnunargögn vanta. - ibs
Ráðherra krefst rannsóknar:
Fjölskylda grýtt
í Danmörku
FRAKKLAND Franska blaðið Le
Parisien kveðst hafa undir hönd-
um nafnlaust bréf þar sem segir
að flugfélag-
ið Air France
hafi fyrirskip-
að að aðeins
flugþjónar
en ekki flug-
freyjur mættu
vinna á fyrsta
farrými þegar
Dominique
Strauss-Kahn,
fyrrverandi
framkvæmda-
stjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
væri um borð. Air France vísar
þessu á bug.
Blaðið skrifar jafnframt að
lögmönnum herbergisþernunn-
ar sem sakaði Strauss-Kahn um
kynferðislegt ofbeldi hefðu bor-
ist yfirlýsingar frá að minnsta
kosti tveimur starfsmönnum
Air France um áreitni af hálfu
Strauss-Kahn. - ibs
Dagblað um Strauss-Kahn:
Flugfreyjunum
haldið fjarri
DOMINIQUE
STRAUSS-KAHN
MENNTUN Stjórn Kvikmyndaskóla
Íslands segir í fréttatilkynningu
sem hún sendi frá sér í gær að
aldrei hafi verið varað við því
að stækka skólann líkt og Elías
Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður
menningar- og menntamálaráð-
herra, sagði á RÚV í fyrradag.
Stækkun skólans árið 2007 hafi
verið gerð með fullu samráði
og samþykki ráðuneytisins og
hann aldrei verið hvattur til að
draga saman seglin. Ráðuneytið
er hvatt til að leysa tafarlaust úr
óvissunni um framtíð skólans. - jse
Kvikmyndaskóli Íslands:
Aldrei varaðir
við stækkun
KJÖRKASSINN