Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 36
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Bækur ★★★★ Sjálfstæð þjóð. Trylltur skríll og landráðalýður Eiríkur Bergmann Einarsson Veröld, Reykjavík, 2011 364 bls. Groundhog Day – fyrri hluti Eiríkur Bergmann birtir í Sjálfstæð þjóð. Trylltur skríll og landráðalýður greiningu sína á áhrifum þjóðernishugmynda sem mótuðust á tímum sjálf- stæðisbaráttunnar á orðræðu íslensku stjórnmálastéttarinnar á lýðræðis- tímanum. Þetta gerir hann með því að skoða umræður um þau mál sem brunnið hafa á þjóðinni á lýðveldistímanum varðandi samskipti við umheiminn. „Í þjóðernisstefnunni sem mótaðist í sjálfstæðisbaráttunni á nítjándu öld má jafnvel finna sjálfan kjarnann í stjórnmálum landsins“ segir Eiríkur og leggur upp með þá kenningu að rótfastar og íhaldssamar hugmyndir sem þróuðust í sjálfstæðis- baráttunni um fullveldi þjóðarinnar „móti enn afstöðu Íslendinga til stjórnmálalegra álitamála, sérstaklega þegar kemur að tengslunum við útlönd“. Eiríkur rekur goðsögnina til Jóns Jónssonar Aðils, sagnfræðings og alþýðu- fræðara, sem hér er settur á stall sem áhrifamesti stjórn- málaspekingur þessa lands síðustu hundrað ár. Í endursögn Eiríks er arfleifð Aðils að finna í mýtu Íslendinga um sjálfa sig og sögu sína sem er einhvern veginn á þessa leið: Einu sinni var þjóð sem átti sér enga líka nema helst á gullöld Forn-Grikkja en glataði sjálfstæðinu og næstum því sjálfri sér þegar gerður var óráðssáttmáli við útlendan kóng. Eftir sex alda myrkur, lifnaði sjálfstæðisneistinn við, þjóðin rumskaði, hristi af sér erlenda ánauðarfjötra og reis úr öskustónni. Hún lofar nú sjálfri sér því að þola aldrei aftur niðurlægingu undir erlendri áþján. Það er heilög skylda þjóðhollra Íslendinga að standa sífellt vörð um fullveldið – ella glatast sjálfstæðið undir erlent yfirvald sem steypir í sömu glötun og gamli sáttmáli. Og þarna er lykill að orðræðu íslenskrar stjórnmálastéttar í átakamálum um samskipti við umheiminn á lýðveldistímanum, segir Eiríkur. Eftir því sem líður á lesturinn hallast lesandinn að því að það sé óþægilega mikið til í þessu hjá honum. Umræðan um stóru málin í þjóðfélaginu sé einn allsherjar Groundhog Day þar sem í sífellu er lesið handrit eftir Jón Jónsson Aðils. Gildir þá einu hvort á dagskrá er NATO, EFTA, landhelgin, EES, ESB, AGS eða Icesave. Eiríkur skrifar lipran texta enda er hann orðinn þjálfaður rithöfundur og hefur verið virkur þátttakandi í þjóðfélagsumræðunni um langa hríð. Verst er að þetta ævintýri Jóns Jónssonar Aðils stendur ekki fyllilega undir sífelldum endurflutningi – það verður leiðigjarnt aflestrar en það má vita- skuld hafa til marks um að kenningin gangi þokkalega upp. Hvort sem lesandinn er staddur í umræðum um Atlantshafsbandalagið á fimmta áratug síðustu aldar eða um ESB á fyrsta áratug þessarar virðist hann fylgjast með sama menúettinum. Eftir því sem líður verða mælskubrögðin ýktari og yfirborðskenndari uns flatneskjan nær hámarki í umræðum um Icesave og ESB síðustu misserin. Pétur Gunnarsson Niðurstaðan: Niðurstaða af lestrinum er sú að sagan er ævintýri líkust en í bókarlok er hetjan enn í álögum, dæmd til að smjatta á sömu næringar- lausu tuggunni. Hvort ævintýrið lýtur sömu lögmálum og önnur og hetjunni tekst áður en yfir lýkur að varpa af sér álögum Jóns Jónssonar Aðils kemur kannski í ljós í næsta þætti. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 05. ágúst 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Dagrún Ísabella Leifsdóttir sópransöngkona og Gisele Grima, frægur píanisti frá Möltu, halda tón- leikana Music Women og vekja athygli á tónlistarkonum sem hafa gleymst. Tónleikarnir eru í Miðgarði í Skagafirði. Aðgangseyrir er 1.500 kr. 22.00 Friðrik Ómar og Jógvan með tónleika á Fiskidögum á Dalvík í Dal- víkurkirkju. Miðaverð er 2.000 kr. 22.00 Hópur norðlenskra tónlistar- manna flytur vinsælustu lög Óðins Valdimarssonar á Græna hattinum, Akureyri. Aðgangseyrir er 2.000 kr. 22.00 Skúli mennski verður með tónleika ásamt Mugison í Tjöruhúsinu á Ísa- firði. Aðgangseyrir er 1.000 kr. ➜ Opnanir 17.00 Mynd- listarmaðurinn og veggjakrotarinn Rögnvaldur Skúli opnar sýningu í Montana RVK galleríinu á Hverfisgötu 59. Allir velkomnir. 17.00 Sýning á verkum Karolinu Boguslawsku verður opnuð í Borgar- bókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Allir velkomnir. ➜ Sýningar 13.00 Síðasta sýningarhelgi á sýningu Jóhönnu Friðfinnsdóttur og Drafnar heitinnar Friðfinnsdóttur í Ketilhúsinu á Akureyri. Allir velkomnir. ➜ Opið Hús 17.00 Partí verður haldið í versluninni Kiosk, Laugavegi 65, til að fagna pokum sem hönnunarteymið Marand- ros hannaði til styrktar UN Women á Íslandi. Allir velkomnir. ➜ Uppistand 22.00 Prikið mun blása til fyrstu grín- keppninnar á vegum Priksins. Lands- frægir grínistar sitja í dómnefnd og veglegir vinningar. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Einu sinni á ágústkvöldi er viðeigandi nafn á menningarhátíð tengdri bræðrasetrinu Múlastofu á Vopnafirði sem er tileinkuð Jóni Múla og Jónasi Árna- sonum. „Fjölskylduskemmtunin annað kvöld verður í samkomuhús- inu Miklagarði,“ byrjar Magnús Már Þorvaldsson, talsmaður menningarhátíðarinnar Einu sinni á ágústkvöldi mál sitt. „Á skáldakvöldi sem Valgeir Skag- fjörð stjórnar verður umfjöll- un um þá bræður, Jónas og Jón Múla. Þeir voru, eins og margir vita, alveg sérstakir karakterar, vinstri menn fram í fingurgóma en dáðu samt ýmislegt amer- ískt, eins og Jón Múli djassinn. Svo voru þeir miklir vinir en ef þeir komu einhvers staðar saman fram í viðtölum þá voru þeir aldrei sammála um hlutina, heldur voru farnir að rífast áður en spyrlinum tókst að stoppa þá af. Í dagskránni verður þátttaka ungmenna veruleg og svo hljóm- sveitar sem nefnist Batteríið og er skipuð vopnfirskum körlum á besta aldri. Ungmenni sem hafa verið í listasmiðju hjá Valgeiri frá því á mánudag verða með leiksýningu sem lög og textar bræðranna falla inn í. Það er svo yndislegt hvað krakkar geta gert á fáum dögum.“ Í framhaldi af skáldakvöld- inu verða tónleikar með sveit Eyþórs Gunnarssonar í Mikla- garði en hann var uppeldisson- ur Jóns Múla. Auk Eyþórs skipa sveitina þau Ellen Kristjáns- dóttir söngkona, Tómas R. Ein- arsson bassaleikari, Óskar Guð- jónsson saxafónleikari og Scott MacLemore trommuleikari. „Þetta verður tónlistarveisla af bestu gerð þar sem sveitin mun flytja verk eftir þá bræðurna, líkt og hún gerði 31. mars í Saln- um í Kópavogi, þann dag sem Jón Múli hefði orðið níræður,“ lýsir Magnús Már. En fleiri atriði eru á hinni vopnfirsku menningarhátíð í ár en dagskrá tengd þeim bræðrum. Erluhátíð er til dæmis í Vopna- fjarðarskóla milli klukkan 13 og 15 helguð hinni vopnfirsku Guð- finnu Þorsteinsdóttur sem tók upp skáldanafnið Erla. Það er Erlusjóður sem stendur að dag- skránni sem Magnús Már full- yrðir að verði spennandi. „Marg- ir koma þarna fram og á eftir eru kaffiveitingar í anda gamla sveitastílsins. Svo vettvangsferð um Hofsdalinn,“ segir hann. Léttmessur hafa verið hluti af hátíðinni undanfarin ár og svo verður einnig nú. Hún verð- ur á morgun klukkan 14. „Nú er komið að Edgari Smára Atlasyni og Óskari Einarssyni að sjá um söng og séra Brynhildi, sem er prestur Langanesbyggðar, að leiða stundina,“ segir Magnús Már og heldur áfram. „Þetta eru ávallt skemmtilegar messur þar sem fólk syngur með og sagðar eru skemmtilegar sögur sem að öllum jafnaði eru ekki í kirkju- legum athöfnum. Þess vegna er léttmessuheitið ágætt.“ gun@frettabladid.is Miklir vinir en voru þó aldrei sammála um hlutina MÚLASTOFA Tileinkuð bræðrunum Jónasi og Jóni Múla Árnasonum. AFI MINN FÓR Á HONUM RAUÐ nefnist dagskrá Listasafns Reykjavíkur í tengslum við sýninguna Jór! – Hestar í íslenskri myndlist á Kjarvalsstöðum. Dagskráin hefst kl. 14 á sunnudaginn með leiðsögn um sýninguna en síðan verður haldið í smiðjuna Litbrigði hestsins. Að lokum býðst þeim sem vilja að láta teyma undir sér á Klambratúni. EMAMI LOKAR Rýmingarútsalan er hafin. Allt á að seljast. * * Verslun EMAMI Laugavegi 66 101 Rvk www.emami.is Vefverslun okkar verður áfram opin á www.emami.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.