Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 18
18 5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR
ÖRYGGISVIÐVÖRUN
VEGNA UVEX FUNRIDE SKÍÐAHJÁLMA
UVEX VILL KOMA ÞVÍ Á FRAMFÆRI AÐ VIÐ REGLUBUNDIÐ
GÆÐAEFTIRLIT KOM Í LJÓS AÐ FUNRIDE-SKÍÐAHJÁLMAR
GETA VERIÐ GALLAÐIR.
Nánari upplýsingar á: www.uvex-sports.de/en/recall
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
TI
5
54
37
0
6/
11
MIKILVÆG
Við hjá UVEX tökum slagorðið okkar „protecting people“ (til verndar fólki) alvarlega. Sem framleiðendur
gæðavöru viljum við biðjast innilega afsökunar á óþægindunum. Við þökkum aðstoðina og vonum að þú
hafir sömu trú á vörum okkar eftir sem áður.
Framleiðslugallinn getur dregið úr högg-
deyfingu og brotstyrk á lykilhlutum hjálms-
ins (við loftop, hnoð og samskeyti) sem
getur valdið alvarlegum áverkum við fall.
Vinsamlega hættu að nota hann
og skilaðu honum í Útilíf í Glæsibæ
gegn fullri endurgreiðslu á kaupverðinu.
Skíðahjálmurinn þinn er Funride-hjálmur
ef hann ber þetta merki:
Þórólfur Matthíasson, prófessor og deildarforseti hagfræðideild-
ar Háskóla Íslands, heldur áfram
umfjöllun sinni um sauðfjárrækt
í Fréttablaðinu 3. ágúst. Þótt hann
hafi greinilega kynnt sér málin
aðeins betur nú en þegar hann
tjáði sig um málið síðast, vantar
enn talsvert upp á að þekking hans
sé á ásættanlegu stigi. Verður því
reynt að verða honum til aðstoðar
enn á ný.
Deildarforsetinn nefnir réttilega
að smásöluverslanir hafi rétt til að
skila öllu því kjöti sem þær ná ekki
að selja. Hann býr hins vegar til þá
kenningu að þetta sé tilkomið að
kröfu afurðastöðvanna og gott ef
ekki bænda sjálfra til að halda uppi
verði á kindakjöti og koma í veg
fyrir að neytendum bjóðist varan
með afslætti þegar hún fer að nálg-
ast síðasta söludag. Ef prófessorinn
hefði rannsakað málið hefði hann
komist að því að skilarétturinn er
kominn til að kröfu smásölunnar
og bændur hafa oftsinnis mótmælt
þessu fyrirkomulagi opinberlega.
Hagfræðingurinn telur sem sagt
að skilarétturinn sé eingöngu til að
halda uppi verði og framleiðendur
yfirfylli verslanir af kjöti til þess
eins að taka verulegan hluta af því
til baka og farga því. Hann telur
því að hagsmunir bænda séu fólgn-
ir í því að taka sem mest til baka úr
versluninni til þess að henda, halda
verðlaginu uppi með töluverðum til-
kostnaði vegna flutninga og förgun-
ar. Hann byggir þetta ekki á neinum
gögnum ólíkt því sem vísindamenn
í háskólasamfélaginu gera en það
er hagur bæði verslunarinnar og
afurðastöðvanna að selja kjötið en
ekki farga því. Afurðastöðvarnar
gefa ekki upp hversu mikið kjöt
verslanirnar ná ekki að selja en það
er afar lítið, jafnvel undir einu pró-
senti af framleiðslunni hjá stórum
þekktum framleiðanda.
Það er verðugt rannsóknar-
efni fyrir hagfræðiprófessorinn
að rannsaka hversu miklu kjöti er
fargað eða jafnvel umfang rýrnun-
ar á allri ferskvöru, hvar hún á sér
stað og hvað hún kostar. Það væru
sannarlega forvitnilegar tölur, en
þær eru ekki til. Á meðan svo er
getur hvorki prófessorinn né nokk-
ur annar leyft sér að draga ályktan-
ir út frá hugarburði og óvönduðum
vinnubrögðum.
Það er langt frá því að smá-
söluverð á lambakjöti hafi náð að
fylgja almennri verðlagsþróun
undanfarin ár, neytendum til hags-
bóta. Afurðastöðvar kaupa allt sitt
kindakjöt af bændum á fyrirfram
ákveðnu verði í sláturtíðinni á
haustin. Bændurnir fá það að jafn-
aði greitt að fullu 1-2 vikum eftir
slátrun og opinberar stuðnings-
greiðslur renna beint til þeirra en
ekki afurðastöðvanna. Sláturhús-
in hafa því ekki aðra hagsmuni en
að selja kjötið á sem bestu verði,
enda hafa þær þegar greitt fyrir
það. Það þyrfti ansi mikinn hagn-
að af hverju seldu kílói á móti þeim
sem fargað væri að þarflausu til
að bæta afurðastöðinni upp þann
kostnað sem þegar er áfallinn. Það
væri fagnaðarefni ef deildarforset-
inn fengist til að skýra út hvernig
hagnaður fæst með því að farga
kjöti í stað þess að selja það.
Deildarforsetinn eyðir löngu
máli í að færa rök fyrir því að
útflutningur kindakjöts sé í raun
niðurgreiddur þrátt fyrir að
útflutningsbætur hafi verið lagðar
af 1992. Þar virðist hann halda að
stuðningur við sauðfjárræktina
sé enn framleiðslutengdur, þ.e. að
bændum sé greitt fyrir að fram-
leiða ákveðið magn og stuðning-
urinn vaxi í takt við aukna fram-
leiðslu. Þetta er einfaldlega rangt.
Kveðið er á um ákveðinn fjölda
ærgilda í sauðfjársamningi en fjöldi
þeirra er óháður því kjöti sem fram-
leitt er. Reyndar var ærgildi eitt
sinn skilgreint sem ákveðið magn
af kjöti en það var aflagt fyrir 16
árum þegar framleiðslustýringu
var hætt. Í sauðfjársamningnum
er einnig ákvæði um að tiltekin
upphæð fari til þeirra bænda sem
eru með gæðastýrða framleiðslu.
Um er að ræða fasta upphæð sem
er óháð framleiðslumagni. Það eru
því engin rök fyrir því að kalla
ákveðinn hluta opinbera stuðnings-
ins niðurgreiðslur á það kjöt sem
flutt er út. Yrði útflutningi hætt
og framleiðslan minnkuð niður í
innanlandsneyslu myndi það engu
breyta varðandi upphæð opinbera
stuðningsins. Þetta kerfi er ekki
ósvipað því sem Evrópusamband-
ið notar fyrir allan landbúnaðinn,
en tilgangurinn er að aðlaga fram-
leiðsluna betur að markaðnum og
draga úr áhrifum hins opinbera á
framleiðslumagn.
Prófessorinn endar síðan grein
sína á því að gjaldeyristekjur af
útflutningi sauðfjárafurða séu
rýrar og tekur hann álframleiðslu
til samanburðar. Það kann vel að
vera að hann telji hagkvæman kost
að fjölga álverum og fækka bænd-
um en það er ekki víst að hann hafi
þjóðina með sér þar. Gjaldeyris-
tekjurnar vegna útflutningsins
eru hrein viðbót sem fellur til eftir
að búið er að sinna þörfum innan-
landsmarkaðarins, sem er og verð-
ur fyrsta skylda sauðfjárbænda.
Bændur eru því stoltir af verkum
sínum hvað sem skoðunum deildar-
forsetans líður.
Prófessorinn fellur á upptökuprófinu
Mér þótti merkilegt að lesa það á síðum Morgunblaðsins og á
Víkurfréttavefnum, haft eftir sjálf-
stæðismanninum og bæjarstjóran-
um Ásmundi Friðrikssyni, að kaup
lífeyrisjóðanna á hlut í HS Orku og
greiðslur Alterra Power (Magma)
til eiganda síns, væri lokahnykkur-
inn í svikamyllu Steingríms nokk-
urs Sigfússonar í þessu alkunna
Magmamáli.
Vegna þess að nú hamast menn
við að endurskrifa söguna eftir sínu
höfði, vil ég leyfa mér að rifja upp
nokkur atriði sem leiddu til þess
að stór hluti Hitaveitu Suðurnesja
(HS Orka) gekk okkur úr greipum
á sínum tíma.
1. Það voru forráðamenn sveitar-
félaganna sjálfra sem seldu hluti
þeirra í Hitaveitu Suðurnesja til
Geysis Green Energy árið 2007.
Þáverandi fjármálaráðherra, sjálf-
stæðismaðurinn Árni Mathiessen,
lagði einnig sitt af mörkum og sá til
þess að ríkið seldi sinn hlut.
Þá barðist ég ásamt mörgu góðu
fólki gegn þessu en við höfðum því
miður ekki erindi sem erfiði. Marg-
ir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesj-
um tóku á þessum tíma peningalega
skammtímahagsmuni fram yfir
samfélagslega langtímahagsmuni.
2. Það voru sjálfstæðismenn
í Reykjanesbæ ásamt GGE sem
skiptu Hitaveitunni upp í HS Veitur
og HS Orku árið 2009 og sáu til þess
að eignarhlutur Reykjanesbæjar í
HS Orku var færður yfir til GGE.
Bæjarfulltrúar A-listans í Reykja-
nesbæ lögðust mjög hart gegn þessu
en sjálfstæðismenn komu þessu í
gegn í krafti meirihluta síns í bæj-
arstjórn.
3. Það voru síðan forráðamenn
GGE sem hófu strax á árinu 2009
að selja Magma hluti í HS Orku.
4. Þegar fyrir lá á árinu 2010 að
GGE væri komið í þrot og Magma
myndi kaupa HS Orku þá var það
meirihluti sjálfstæðismanna í
Reykjanesbæ sem heimilaði að
Magma yfirtæki það skuldabréf
sem gefið hafði verið út á GGE á
sínum tíma. Sá gjörningur gerði það
að verkum að Magma gat keypt hlut
GGE í HS Orku.
Þegar hér var komið sögu var því
miður ekkert sem gat stöðvað þessa
sölu, nema að til hefðu komið stór-
felldar skaðabætur. Stórkapítalist-
inn Ásmundur Friðriksson ætti að
skilja það að það var ekki hægt að
grípa inn í lögleg viðskipti fyrir-
tækja sín á milli.
Ég minnist þess ekki að bæjar-
stjórinn Ásmundur Friðriksson
hafi á einhverju stigi lagst á sveif
með okkur sem reyndum að koma í
veg fyrir að Hitaveitan yrði seld og
lenti í höndum einkaaðila og síðar
útlendinga. Ég minnist þess held-
ur ekki að hann hafi á einhverjum
tímapunkti gagnrýnt forráðamenn
sveitarfélaganna fyrir þetta.
Ég skil það vel að það þjóni hags-
munum sjálfstæðismanna að kenna
bara vesalings fjármálaráðherran-
um um þetta allt saman. Annað eins
fær hann yfir sig þessa dagana.
Sjálfstæðismenn vita auðvitað upp
á sig skömmina í öllu þessu máli.
Ég hafði hins vegar ekki gert mér
grein fyrir að menn væru svo vit-
lausir að halda að við Suðurnesja-
menn værum búnir að gleyma því
hverjir slátruðu Hitaveitunni okkar.
Ásmundur þarf að halda nokkrar
skötuveislur til viðbótar áður en
það gerist.
Moggalygi í Magmamáli
Reykvísk skákbörn
styðja sveltandi
börn í Sómalíu
Það er vel til fundið hjá Skák akademíu Reykjavíkur
í samstarfi við Skáksamband
Íslands að efna til skákmara-
þons nú um helgina, dagana
6. og 7. ágúst. Mál-
staðurinn er góður
og bráðnauðsynleg-
ur, að styðja söfnun
Rauða krossins við
sveltandi og sárþjáð
börn í Sómalíu. Mikil
vakning hefur orðið
meðal reykvískra
skólabarna í skáklist-
inni og er það ekki
síst að þakka starf-
semi Skákakademíu
Reykjavíkur sem
hefur staðið fyrir
skákkennslu í grunn-
skólum borgarinnar.
Skákmaraþonið
sem fram fer í Ráð-
húsi Reykjavíkur
markar einnig upp-
haf að viðamiklum
undirbúningi tveggja
skáksveita Rimaskóla fyrir
þátttöku í Norðurlandamótum
barnaskólasveita og grunn-
skólasveita sem fram fara
nú í ágúst og september.
Rimaskólakrakkarnir urðu
Íslandsmeistarar í báðum
aldursflokkum fyrr á árinu.
Skáksveitir skólans hafa á
undanförnum árum verið
mjög sigursælar á Íslands- og
Norðurlandamótum.
Skákkrakkarnir bjóða gest-
um og gangandi upp á að tefla
skák og greiða um leið mikil-
vægt fjárframlag til söfnunar
Rauða krossins fyrir nauðstödd
börn í Sómalíu.
Þar sem nánast
allir Íslendingar telja
sig kunna mann-
ganginn og skákin
er í hugum okkar
Íslendinga ein af
þjóðaríþróttunum,
þá vil ég skora á sem
flesta borgarbúa að
líta við á skákstað í
Ráðhúsinu og tefla
við skákkrakkana
efnilegu sem vita
ekkert skemmtilegra
en að tefla við hvern
sem er. Framtak
Skákakademíunnar
er lofsvert og árang-
urinn verður hvetj-
andi fyrir reykvísku
skákkrakkana. Þau
eru þess fullviss að í
gegnum áhugamálið nái fram-
tak þeirra að bjarga mörgum
mannslífum sveltandi og
sárþjáðra barna.
Hungursneyð
Helgi
Árnason
skólastjóri
Skákkrakk-
arnir bjóða
gestum og
gangandi upp
á að tefla skák
og greiða um
leið mikilvægt
fjárframlag
til söfn-
unar Rauða
krossins.
Landbúnaður
Sindri
Sigurgeirsson
formaður
Landssambands
sauðfjárbænda
Hitaveita
Suðurnesja
Guðbrandur
Einarsson
íbúi í Reykjanesbæ
Ég skil það vel
að það þjóni
hagsmunum sjálfstæðis-
manna að kenna bara
vesalings fjármálaráð-
herranum um þetta allt
saman.