Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 4
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR4 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 27° 24° 22° 25° 26° 21° 21° 26° 21° 30° 28° 34° 18° 26° 21° 22° Á MORGUN 5-10 m/s. SUNNUDAGUR Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. 10 13 11 14 17 8 16 13 14 14 12 8 5 8 8 9 7 8 12 13 7 8 13 10 17 17 13 14 14 14 10 17 BATNAR UM HELGINA Eftir þungbúna viku tekur við bjartari kafl i um helgina. Það dregur veru- lega úr úrkomu til morguns og léttir víða til er líður á morgundaginn. Hitinn verður áfram með ágætum eink- um vestanlands en svalara við austur- ströndina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 04.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,0716 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,45 116,01 188,37 189,29 164,26 165,18 22,049 22,179 21,258 21,384 17,983 18,089 1,4432 1,4516 183,98 185,08 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Vax upp að hnjám á snyrtistofunni Amiru Hjá Amiru er boðið upp á allar þær meðferðir sem við teljum árangursríkar fyrir okkar viðskiptavini og leggjum mikinn metnað í að fylgjast með því nýjasta hverju sinni. www.amira.is 30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 1.990 kr. GILDIR 24 TÍMA 4.500 kr. Verð 56% Afsláttur 2.510 kr. Afsláttur í kr. LÖGREGLUMÁL Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir að Rottweiler-hundur réðst á hana í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld. Faðir stúlkunnar, Ingi Þór Þórisson, segir hana felmtri slegna eftir árásina. Stúlkan var úti að ganga með tveimur vinkonum sínum í nýja hverfinu í Innri-Njarðvík eftir kvöldmat í fyrrakvöld. „Þær mættu konu með hund í bandi,“ lýsir Ingi Þór atvikinu. „Hún virtist ekki ráða við hann en sagði við stelpurnar að þær skyldu vera alveg rólegar, þetta væri allt í lagi. Stelpurnar litu engu að síður við til að fullvissa sig um að þeim stafaði engin hætta af hundinum, en þá skipti engum togum að hann var búinn að rífa sig lausan og kom æðandi til þeirra.“ Að sögn Inga Þórs stökk hund- urinn fyrst á vinkonu dóttur hans en náði ekki að bíta hana. Því næst réðst hann á dóttur hans, glefsaði fyrst í fótinn á henni og beit hana svo í handlegginn. Það bjargaði því að ekki fór verr að maður í rað- húsalengju í næsta nágrenni heyrði ópin í stúlkunum og þaut út um leið og hann kallaði til stúlknanna. Við það kom hik á hundinn og gátu þær notað tækifærið og þotið inn í húsið, ásamt manninum. Hann rétt náði að skella hurðinni áður en hundurinn kom þjótandi og henti sér á hana. Eigandi hans var þá á bak og burt. Stúlkan sem fyrir árásinni varð var tafarlaust flutt undir læknis- hendur, þar sem tveir læknar þurftu að sauma sextán spor á og við oln- boga hennar til að loka bitsárunum. Hún er enn undir eftirliti læknis. Sextán spor eftir bit Rottweiler-hunds Rottweiler-hundur réðst á tólf ára stúlku í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld og beit hana svo illa að sauma þurfti sextán spor í handlegg hennar. Stúlkan er felmtri slegin eftir árásina. Hundinum hefur verið lógað. Sleit sig lausan frá eiganda. „Það er mín trú að hundum, sem sýna svona hegðun, eigi að lóga undantekningar- laust,“ segir Magnús H. Guð- jónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suður- nesja, og kveður heilbrigðis- eftirlitið hafa fengið skýrslu lögreglu í Innri-Njarðvík um málið. „Hundaeign hefur almennt aukist og því miður velur fólk oft hunda eftir útliti fremur en hvort þeir henti fyrir við- komandi heimilislíf eður ei. Margir standa því uppi með mjög erfi ða hunda sem þurfa mjög strangt og mark- visst uppeldi. Þá fara hlutirnir greinilega úr böndunum, eins og þetta dæmi sannar. Við berum öll ábyrgð á börnunum í kringum okkur, ekki bara eigin börnum, heldur öðrum börnum einnig. Fólk þarf því að sýna skynsemi og ábyrgð þegar það fer út í að fá sér hund og halda hann. Það á eng- inn að halda hund nema hann hafi fullkomna stjórn á dýrinu undir öllum kringum- stæðum.“ Á undantekningarlaust að lóga Í grein í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag urðu mér á þau mistök að segja að eftir seinni heimsstyrjöld hefðu látist í Sachsenhausen-búð- unum 20 þúsund pólitískir fangar og stríðsfangar af þeim 60 þúsundum sem þar voru hýstir. Hið rétta er að tala þeirra sem létust meðan búðirnar voru undir sovéskri stjórn var 12 þús- und. Árið 1950 var fangelsið lagt niður en lögregla og her Austur-Þýskalands tóku við svæðinu. Ef til vill mátti skilja greinina sem svo að dauðsföllin hefðu einnig verið á þessu síðara tímabili austur-þýsku lögreglunnar. Svo var ekki. Beðist er velvirðingar á þessu. Margrét S. Björnsdóttir LEIÐRÉTTING Lögreglunni var gert viðvart um árás hundsins og hafði hún fljót- lega uppi á honum og tók hann í sína vörslu. Honum hefur nú verið lógað. „Dóttir mín slasaðist ekki bara á líkama heldur einnig á sálinni,“ segir Ingi Þór. „Hún svaf eiginlega ekkert nóttina eftir árásina og er mjög skelkuð ennþá.“ jss@frettabladid.is SLÖSUÐ Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir hrottalega árás hundsins á hana. KJARAMÁL Forstöðumenn ríkis- stofnana hafa leitað til umboðs- manns Alþingis vegna deilna við kjararáð og íhuga að fara með málið fyrir dómstóla. Deilan snýst um það að árið 2008 voru laun þeirra lækkuð og síðar var ákveðið með bráðabirgða- ákvæði að þessi lækkun ætti að gilda til 1. desember síðastlið- ins. Magnús Guðmundsson, for- maður Félags forstöðumanna ríkisstofnana, sagði á frétta- vef Vísis að þar sem setja hefði þurft lög um þessa tímabundnu launalækkun hefðu launin átt að hækka aftur að þessu tíma- bili loknu. Hann telur að lækk- unin hafi numið á bilinu 9 til 15 prósent. - jse Forstöðumenn ríkisstofnana: Úrsérgengin launalækkun LÖGREGLUMÁL Tvær nauðganir sem áttu sér stað um verslunarmanna- helgina voru kærðar í gær. Kona á þrítugsaldri kærði mann til lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og hefur hann verið yfir- heyrður. Nauðgunin er sögð hafa átt sér stað í heimahúsi, en maðurinn og konan þekkjast. Maðurinn ber fyrir sig minnisleysi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá barst lögreglu önnur kæra vegna nauðgunar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Selfossi, sem gat ekki veitt viðtal vegna anna, eru nú fjögur nauðgunarmál til rannsóknar þar eftir Þjóðhátíð, en þar af hafa tvær verið kærðar. Einn maður situr í gæsluvarð- haldi og rennur úrskurðurinn út í dag. Maðurinn kærði gæsluvarð- haldsúrskurðinn til Hæstaréttar, þar sem hann var staðfestur. Lögreglan á Selfossi lýsir nú eftir vitnum að síðari nauðguninni sem var kærð í gær, en hún mun hafa átt sér stað aðfaranótt mánudags- ins 1. ágúst á tímabilinu frá klukk- an 1.30 til 2 við hljóðskúr í Herjólfs- dal. Lýst er eftir vitnum að átökum manns eða tveggja manna við konu á þrítugsaldri á þessum stað á þess- um tiltekna tíma. Neyðarmóttökum sjúkrahúsa víðs vegar um landið hafa borist tilkynningar um að minnsta kosti tíu nauðganir eftir helgina, sam- kvæmt fréttum RÚV í gærkvöld. Þar af voru sex á Þjóðhátíð í Eyjum. Páll Scheving Ingvarsson, for- maður Þjóðhátíðarnefndar, vill láta setja upp eftirlitsmyndakerfi í Herjólfsdal fyrir næstu hátíð. Þá hafa Stígamót og Nei-hópurinn sagt að ekki sé útilokað að samtökin hafi sjálfboðaliða í Eyjum á næsta ári, verði þess óskað. - sv Enn bætast við nauðgunartilkynningar eftir síðustu verslunarmannahelgi eftir því sem líður á vikuna: Tvær nauðganir til viðbótar kærðar EFTIR ÞJÓÐHÁTÍÐ Lögreglan á Selfossi rannsakar nú fjórar nauðgunartilkynn- ingar. Þar af hafa tvær verið kærðar formlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON HAÍTÍ, AP Öldungadeild þingsins á Haítí hafnaði nýverið ráðn- ingu Bernards Gousse í embætti forsætisráð- herra lands- ins. Gousse var hafnað vegna þátttöku hans í ofsóknum á hendur stuðn- ingsmönnum Jean Bertrand Aristide, fyrr- verandi for- seta. Þetta er í annað sinn sem þingið hafnar tilnefningu frá forsetanum Michel Martelly, sem tók við völdum fyrir um þremur mánuðum. Mun það eflaust tefja enn frekar fyrir myndun ríkisstjórnar og endur- reisnarstarfi eftir jarðskjálft- ann sem skók eyjuna í fyrra. - þj Stjórnarkreppa á Haítí: Tilnefningu for- setans hafnað MICHEL MARTELLY HJÁLPARSTARF Meira en 29 þúsund börn undir fimm ára aldri eru látin eftir þurrka og hungursneyð í Sómalíu síðustu þrjá mánuði. Sameinuðu þjóðirnar segja að 640 þúsund börn í landinu séu vannærð, sem bendir til þess að tala látinna barna muni hækka. Stofnunin stækkaði í gær svæðið þar sem hungursneyð ríkir. Af þeim 7,5 milljónum manna sem þar búa þurfa nú 3,2 milljónir Sómala á bráðahjálp að halda. Að sögn Sameinuðu þjóðanna þarf hundruð milljóna dollara til viðbótar til að koma til móts við ástandið í Austur-Afríku. - þeb Hungursneyð í Austur-Afríku: 29 þúsund börn látin í Sómalíu VIÐ FLÓTTAMANNABÚÐIR Mikill fjöldi fólks hefur flúið yfir til nágrannalanda í von um mat. Þessi fjölskylda kom til Keníu eftir átta daga göngu. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.