Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 8
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR8 ATVINNULÍF Kreppan og samkomu- lag Borgarbyggðar við Orkuveitu Reykjavíkur hafa bjargað Þor- steini Mána Árnasyni frá hrak- hólum með 30 tonna bát sinn sem hann er að smíða í húsnæði Borgarbyggðar. Eftir margra ára deilur fær hann nú að hafast þarna við áfram í sátt við guð og menn. Forsaga málsins er sú að Þor- steini Mána var uppálagt að yfir- gefa húsið, sem er á Brákarey, árið 2009 en þá átti að rífa það. Ein ástæða þess var að stækka átti hreinsistöð sem er þar skammt frá, en lögn frá henni liggur meðfram húsinu. Eins var Borgarbyggð með til- búið deiliskipulag þar sem ráðgert var að endurskipuleggja svæðið á Brákarey. Báturinn er ekki enn orðinn sjófær, svo að Þorsteinn Máni hefði orðið fyrir verulegu tjóni hefði hann þurft að flytja hann á brott. Auk þess var hann óviss um að geta staðið straum af slíkum flutningum, þannig að smíðin var í uppnámi. Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir að ákveðið hafi verið í vor að hverfa frá þess- um hugmyndum. „Í fyrsta lagi náðum við fram lausn með Orku- veitunni um að gera þessa stækk- un án þess að rífa skemmuna, reyndar með nokkrum aukakostn- aði, en síðan höfum við ákveð- ið að nota þessi hús á Brákarey í atvinnuuppbyggingu,“ segir Páll. Hann segir enn fremur að allar forsendur séu brostnar fyrir því deiliskipulagi á Brákarey sem gert hafi verið fyrir bankahrun. Hann segir jafnframt að þessi lausn hafi þó verið nokkuð umdeild í Borgar- byggð. Spurður hvort búið hefði verið að rífa húsið ef hann hefði ekki hreyft svo kröftugum mótmælum á sínum tíma segir Þorsteinn Máni það líklegt að það hefði verið jafn- að við jörðu. Hann var afar sæll þegar Fréttablaðið færði honum tíðindin en hafði þá ekki heyrt frá bæjaryfirvöldum í langan tíma. „Þá get ég farið að snúa mér að smíðunum í stað þess að þurfa að standa í þessu stappi,“ segir hann. Hann segist vonast til þess að báturinn verði sjósettur eftir eitt og hálft ár. „Þá verður Páli Brynjarssyni boðið í jómfrúarsigl- inguna, hann getur staðið í stafni og ég skal spila stefið úr Titanic- myndinni svo það verði stíll á þessu.“ jse@frettabladid.is Kreppan bjargaði bátasmið í Brákarey Brostnar vonir um nýtt deiliskipulag í Brákarey og breyting á stækkun hreinsi- stöðvar verða til þess að bátasmiður getur lokið smíði 30 tonna báts eftir ára- langar deilur. Bátasmiðurinn stefnir á að sjósetja fleyið eftir eitt og hálft ár. STANDA Í STAFNI Bátasmiðirnir María Sigurjónsdóttir og Steinn Máni Árnason sem hér standa í stafni geta nú einhent sér í smíðarnar því deilunni við bæjaryfirvöld er lokið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Þá get ég farið að snúa mér að smíð- unum í stað þess að þurfa að standa í þessu stappi. ÞORSTEINN MÁNI ÁRNASON BÁTASMIÐUR Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára MBL FBL Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu. NOREGUR Anders Behring Breivik neitar að gefa upplýsingar sem gætu skorið úr um það hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. Þetta segir saksóknarinn Christian Hatlo. „Við höldum enn að hann hafi verið einn að verki en við getum ekki slegið því föstu. Hann neitar að gefa upplýsingar og það veldur okkur áhyggjum,“ segir Hatlo. Lögregla í Ósló yfirheyrði í gær mann sem bloggar undir nafninu Fjordman. Bloggið er nefnt marg- sinnis í stefnuyfirlýsingu Breiviks, en það er blogg gegn múslímum. Lögreglan vildi ekki gefa nákvæm- ar upplýsingar um yfirheyrslurnar en sagði manninn hafa verið yfir- heyrðan sem vitni. Breivik hefur einnig verið spurð- ur um ferðalög sín til tíu annarra landa og um búnað sem hann keypti fyrir árásirnar. Hann vildi ekki tjá sig um þau mál heldur. Breivik hefur þó sagt lögreglu að hann hafi ekki hugsað fyrir því að honum yrði haldið í einangrun eftir árásirnar. Allt annað hafi hann skipulagt. - þeb Anders Behring Breivik í yfirheyrslum á ný en neitar að gefa upplýsingar: Annar maður verið yfirheyrður ANDERS BEHRING BREIVIK Neitar að gefa upplýsingar um vitorðsmenn en bloggari sem bloggar gegn múslímum var yfirheyrður í gær. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneytið og utanríkisráðu- neytið kostuðu flutning kistu Sævars Ciesielski frá Danmörku til Íslands. Ætla má að kostnaðurinn hafi numið allt að hálfri milljón króna. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyt- inu er afar óvenjulegt að ríkið taki þátt í kostnaði á flutningi jarðneskra leifa Íslendinga erlendis frá. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðu- neytisins, segir að þetta geti fallið undir skilgrein- ingu borgaraþjónustu ráðuneytisins. „Hún fæst við, í vissum tilvikum, að aðstoða vega- lausa Íslendinga erlendis og jafnvel að flytja heim jarðneskar leifar ef svo ber undir,“ segir Pétur. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ákvörðunina hafa verið tekna í samstarfi við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég og utan- ríkisráðherra tókum þá ákvörðun að kosta flutning á kistu Sævars af ráðstöfunarfé ráðherra,“ segir Ögmundur. Hann segir að ætla megi að kostnað- urinn hlaupi á hundruðum þúsunda. Hann segir ákvörðunina ekki fordæmisgefandi þar sem hún sé háð mati hverju sinni. Spurður hvort með þessu væri verið að viður- kenna að brotið hefði verið á rétti Sævars sagðist Ögmundur ekki vilja orða það þannig. „En að sjálf- sögðu tókum við ákvörðunina með hliðsjón af sögu- legu samhengi.“ Stjórnvöld tóku engan þátt í kostnaði við sjálfa útför Sævars, aðeins við flutninginn á kistu hans. - kóp, sv Ríkið borgaði fyrir flutning á kistu Sævars Ciesielski frá Danmörku til Íslands: Sögulegt samhengi réð ákvörðun ÚTFÖR SÆVARS Á ÞRIÐJUDAG Ríkið kostaði flutning kistu Sævars hingað til lands en tók ekki þátt í kostnaði við útförina á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKÁK Færeyingar og Íslendingar munu leiða saman hesta sína í skákkeppni sem hefst næst- komandi laugardag. Teflt verður á Húsavík og Akureyri og er íslenska sveitin skipuð skák- mönnum úr skákfélögum af Norður- og Austurlandi. Þetta er í sautjánda sinn sem keppnin er haldin og hafa Íslend- ingar borið sigur úr býtum ell- efu sinnum en Færeyingar unnu síðustu viðureign, sem fram fór fyrir tveimur árum í Færeyjum. - jse Sautjánda skákkeppnin háð: Keppa við fær- eyska skákmenn SLYS Eldur kviknaði í jeppa sunnan við Veiðileysu, skammt frá Djúpa- vík eftir hádegi í gær. Lögreglu- maður, slökkviliðsbíll og tveir sjúkrabílar komu á staðinn og var veginum lokað á meðan verið var að ráða niðurlögum eldsins. Öku- maður slapp ómeiddur. „Þetta var stór bíll með þremur bensíntönkum og það kviknaði bara í honum. Það kom reykur úr mælaborðinu og svo sprakk bíll- inn einfaldlega. Ökumaðurinn náði rétt svo að sleppa út úr bíln- um. Hann náði ekki veskinu sínu með eða neinu. Bíllinn var alelda,“ sagði sjónarvottur. - sv Ökumaður jeppa slapp vel: Bíllinn brann við Veiðileysu AKUREYRI Vátryggingamiðstöð Íslands og Menningarhúsið Hof á Akureyri hafa undirritað sam- starfssamning um að VÍS verði einn af bakhjörlum Hofs næstu þrjú starfsárin. Ríkið tekur ekki þátt í rekstrar - kostnaði Hofs, en ráð var gert fyrir því í samningum ríkisins við Akureyrarbæ frá árinu 2003. Ríkið styrkti byggingar- framkvæmdina um 950 milljón- ir króna, en endanlegur kostn- aður var 3,3 milljarðar. Árlegur rekstrarkostnaður Hofs er um 330 milljónir. Vel á annað hundr- að þúsund gesta heimsóttu Hof á fyrsta starfsári en húsið var opnað í lok síðasta sumars. - sv Samstarf við Hof staðfest: VÍS verður einn bakhjarla Hofs ÓNÝTUR Slökkvilið, sjúkrabílar og lög- regla mættu á staðinn þegar kviknaði í bílnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvað kostar að breyta Vífils- stöðum í fangelsi? 2. Hvað var Svíinn, sem hand- tekinn var í íbúð sinni í síðasta mánuði, að reyna að gera? 3. Hvað heitir þjálfari Víkinga? SVÖR FRAKKLAND Franskur dómstóll ætlar að rannsaka embættisverk Christine Lagarde, nýs fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, frá þeim tíma sem hún var fjármálaráð- herra Frakk- lands. Lag- arde er grunuð um að hafa þrýst á fyrr- verandi ríkis- bankann Cre- dit Lyonnais um að fallast á bindandi málamiðlun í deilu við Adidas-auðkýfinginn Bernard Tapielle sem hann hafði tapað fyrir rétti. Tapielle, sem sagður er góður vinur Nicolas Sarkozy Frakk- landsforseta, mun hafa fengið 285 milljónir evra í skaðabætur úr opinberum sjóðum. - ibs Verk Lagarde rannsökuð: Grunuð um brot í starfi CHRISTINE LAGARDE SKOTLAND Vísindamaðurinn Sue Rabbitt Roff, sem starfar við Dundee-háskólann í Skotlandi, vill að það verði löglegt að selja úr sér líffæri. Námsmenn geti þannig greitt af skuldum sínum. Greint er frá þessu í blaðinu The Scotsman sem vitnar í grein í rit- inu British Medical Journal. Roff segir að ungu fólki sé leyft að safna milljóna króna skuldum til að greiða skólagjöld. Hún spyr hvers vegna megi ekki leyfa nemum að gera góðverk sem gagnist þeim sjálfum. Roff leggur til að greiddar verði um 5 milljónir króna fyrir nýra. - ibs Vísindamaður í Skotlandi: Vill líffærasölu 1. 1,8 milljarða króna - 2. Kljúfa atóm - 3. Bjarnólfur Lárusson VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.