Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 22
2 föstudagur 5. ágúst
núna
✽ daðrað við tískuna
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun
Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný
Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
meðmælin
FAGURT FLJÓÐ Fyrirsætan Mir-
anda Kerr var glæsileg á sýningu
ástralska hönnuðarins David Jones í
Sydney á miðvikudaginn.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tímaritið Vanity Fair opinberaði nýverið lista sinn yfir best
klæddu einstaklinga ársins. List-
inn samanstendur af kóngafólki,
þjóðarleiðtogum, tónlistarfólki og
leikurum svo fátt eitt sé nefnt.
Leikkonurnar Tilda Swinton og
Carey Mulligan voru á lista yfir
best klæddu konur ársins auk for-
setafrúar Bandaríkjanna, Michelle
Obama, og bresku prinsessunnar
Katrínar Middleton.
Á lista yfir best klæddu karl-
menn ársins mátti sjá nöfn á borð
við breska leikarann Colin Firth,
tónlistarmanninn Justin Timber-
lake og gríska skipaerfingjann
Stavros Niarchos.
Það er því fátt sem kemur á
óvart við lista Vanity Fair þetta
árið. - sm
Best klæddu einstaklingar ársins:
Prinsessur og
skemmtikraftar
Best klædd Catherine Middleton þykir
á meðal best klæddu kvenna heims árið
2011.
Pop up á Selfossi
Pop up markaðurinn góði mun
reka upp kollinn við Austurgötu 2A
á Selfossi á morgun. Markaður-
inn er haldinn í tengslum við sum-
arhátíðina Sumar á Selfossi og
verður opinn á milli 12 og 17. Að
þessu sinni munu Skugga Donna,
Svava Halldórs, Be-
roma, IBA-The Indi-
an in Me, Elva, Baby
K, Húnihún, Eight of
hearts og Helicopter
taka þátt í markaðn-
um. Við hvetjum alla til
að mæta, gera góð
kaup og um leið
styðja við bakið á
íslenskri hönnun.
Menning inni á klósetti
Myndlistar- og tónlistarmaðurinn
Örn Tönsberg opnar sýninguna
FuglOrðiðFólk í Galler-
íi Klósetti við Hverfis-
götu 61 á morgun.
Þar sýnir hann mál-
verk og teikningar af
fuglum og fólki sem
hann hefur rekist
á um ævina.
Þetta er
fyrsta sýn-
ing Arnar
á Íslandi
í lang-
an tíma en
hann hefur
alið manninn
í Danmörku
undanfar-
in fjögur ár.
Sýningin hefst
klukkan 20.
S amtökin UN Women á Íslandi standa að baki fram-leiðslu nýrra taupoka sem hannaðir eru af Unu
Hlín Kristjánsdóttur, Kötlu Rós Völudóttur og Ragnari
Má Nikulássyni. Framtakinu er ætlað að vekja athygli á
samtökunum og stöðu kvenna í þróunarlöndum.
Samtökin UN Women hétu áður Unifem en nafnbreyt-
ingarnar urðu eftir að Unifem var sameinuð þremur
stofnunum innan Sameinuðu þjóðanna. UN Women
vinnur að málefnum kvenna um allan heim og að sögn
Hönnu Eiríksdóttur, verkefnastýru UN Women á Íslandi,
eru samtökin nú stærri og öflugri en áður.
„Hlutverk okkar er að vekja Íslendinga til umhugs-
unar um málefni kvenna og okkur datt í hug að fá Unu
Hlín, Kötlu Rós og Ragnar til að hanna þessa poka og
reyna þannig að ná til almennings á skemmtilegan hátt.
Katla Rós og Ragnar teiknuðu tvær fallegar myndir fyrir
okkur og Una Hlín hannaði sniðið á pokanum. Við erum
mjög ánægð með útkomuna enda er pokinn bæði falleg-
ur og svo má nota hann í allt, sama hvort það er í rækt-
ina, undir tölvuna eða sem innkaupapoka,“ segir Hanna.
Þess má geta að hönnuðirnir gáfu allir vinnu sína og
mun ágóðinn renna óskiptur til UN Women.
Pokarnir verða aðeins framleiddir í fjögur hundruð
eintökum og mælir Hanna með því að fólk drífi sig að
fjárfesta í einum slíkum áður en það verður um seinan.
„Ágóðinn rennur í sérstakan sjóð innan SÞ sem vinn-
ur eingöngu að því að berjast gegn kynbundnu ofbeldi.
Þetta er fjársveltasti sjóðurinn innan SÞ og jafnframt
sá eftirsóttasti, mikill fjöldi grasrótarsamtaka sækir um
aðstoð en aðeins er hægt að styrkja örfá.“
Pokarnir verða fáanlegir í verslununum Aurum, GK,
Kiosk, Mýrinni og Kisunni og á skrifstofum UN Women
á Laugavegi 42. Sérstakt pokapartý verður haldið í Kiosk
í tilefni verkefnisins og stendur það frá klukkan 17 til
19. - sm
UN Women selja flottar töskur til styrktar góðu málefni:
HÖNNUN GEGN
KYNBUNDNU OFBELDI
Flott málefni Hanna Eiríksdóttir, verkefnastýra UN Women, segir pokana fallega og nytsamlega. Ágóðinn
rennur óskiptur til samtakanna sem vinna að málefnum kvenna um allan heim. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
N
O
R
D
IC
P
H
O
TO
S
/G
E
TT
Y
LITRÍK AUGU Þessi augnskuggi er úr nýrri línu frá Mac sem nefnist Semi Precious.
Augnskuggarnir eru ofnbakaðir, sem gerir þá lausa við öll aukaefni. glansandi áferð-
in kemur frá litlum brasilískum gimsteinum sem eru muldir ofan í. Einnig hægt að
bleyta upp í og nota sem augnblýant.
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Grensásvegur 16, sími 553 7300
Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17
ÚTSALAN
ER HAFIN
Næg bílastæði fyrir ofan hús.
30%
afsl. af skarti.
50-70%
afsl. af öllum fatnaði.