Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 32
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR20 timamot@frettabladid.is LEIKKONAN MARILYN MONROE (1926-1962) lést þennan dag. „Frami er frábær en maður hjúfrar sig ekki upp að honum á kvöldin.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Samúel Kristinn Guðnason frá Súgandafirði, Sóleyjarima 21, andaðist þriðjudaginn 2. ágúst á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 11. ágúst kl. 13.00. Anna Sigurjónsdóttir Hrönn Scheving Björn Björnsson Kristín V. Samúelsdóttir Kjartan Viðarsson Bára Samúelsdóttir Kjartan Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Bestu þakkir til allra sem heiðruðu minningu móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Halldóru Sigríðar Þórarinsdóttur Lindasíðu 2, Akureyri, áður Vagnbrekku í Mývatnssveit, og sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts hennar. Kristín Arinbjarnardóttir Sigurður R. Ragnarsson Þórarinn Arinbjarnarson Ingibjörg Antonsdóttir Halldór Arinbjarnarson Edda G. Aradóttir Hjálmar Arinbjarnarson Gizelle Balo Ásdís H. Arinbjarnardóttir Þórður Pálsson ömmubörn og langömmubörn Eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, Guðjón Ágúst Jónsson Víðilundi 11, Garðabæ, andaðist 1. ágúst. Útförin verður gerð frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 8. ágúst klukkan 15. Jarðsett verður frá Þingeyrarkirkju í Dýrafirði. Bergþóra Ragnarsdóttir Davíð Aðalsteinsson Steini Davíðsson Vala Davíðsdóttir Atli Davíðsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar J. Friðriksson iðnrekandi, Skúlagötu 10, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala miðvikudaginn 3. ágúst. Sálumessa og útför hans fer fram 11. ágúst kl. 15.00 í Kristskirkju, Landakoti. Elín M. Kaaber Friðrik Gunnar Gunnarsson María Helgadóttir Einar Lúðvík Gunnarsson Kristín Sigurðsson Ragnar Jóhannes Gunnarsson María Ingibergsdóttir Haukur Jón Gunnarsson Oddný María Gunnarsdóttir Gunnar Pétur Gunnarsson Isabella Frank Eiríkur Knútur Gunnarsson Inger S. Steinsson börn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Jóney Svava Þórólfsdóttir lést þriðjudaginn 19. júlí síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd annarra vandamanna, Elín S. Grímsdóttir Guðmundur S. Grímsson Sævar Þ. Grímsson Erla Pálmadóttir Þórólfur S. Grímsson Ásta Ísafold Kær systir okkar, Ásdís Magnúsdóttir Eiríksgötu 31, Reykjavík, lést 1. ágúst á hjúkrunarheimili Droplaugarstaða. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15. Valgerður Magnúsdóttir Guðrún Magnúsdóttir Magnús Magnússon Vigdís Magnúsdóttir Guðmundur Magnússon Hrefna Magnúsdóttir Elliði Magnússon Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Jóhannesdóttir lést sunnudaginn 31. júlí á Landspítalanum Fossvogi. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Sigrún Óskarsdóttir Sveinbjörn Hinriksson Birna Loftsdóttir Jóhannes Pálmi Hinriksson Ásgerður Ingólfsdóttir Hinrik A. Hansen Ásta Jóna Skúladóttir Gíslína G. Hinriksdóttir Sigþór Jóhannesson barnabörn og barnabarnabörn. Merkisatburðir 1305 Englendingar taka skosku frelsishetjuna William Wallace höndum. 1675 Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup andast. Hann hefur verið sagður einn merkasti biskup í Skálholti í lúterskum sið. 1874 Þjóðhátíð hefst á Þingvöllum í tilefni af 1000 ára Íslands- byggð og stendur í fjóra daga. 1949 Knattspyrnufélagið Þróttur stofnað í bragga við Ægisíðu. 1956 Hraundrangi í Öxnadal, sem fram að þessu hafði verið tal- inn ókleifur, er klifinn af tveimur Íslendingum og einum Bandaríkjamanni. 1960 Búrkína Fasó fær langþráð sjálfstæði frá Frökkum. 1967 Fyrsta breiðskífa Pink Floyd, The Piper at the Gates of Dawn, kemur út í Bretlandi. 1985 Kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um að 40 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima í Japan. Síðan hefur þetta verið gert árlega. 1992 Eiríkur Kristófersson, fyrrverandi skipherra á skipum Land- helgisgæslunnar, verður 100 ára. Reyka vodka, sem fyrirtækið William Grant & Sons hefur látið framleiða hér á landi í samstarfi við Ölgerðina, varð hlutskarpastur í vodka-flokki í einni virtustu samkeppni vínframleiðenda, International Wine and Spirits Com- petition. Þar koma saman margir af þekktustu vínsmökkurum heimsins, yfir hundrað talsins, og vega og meta fjölda áfengistegunda í blindsmökkun. Meðal ummæla þeirra um Reyka Vodka eru: „Sérlega hreinn ilmur og næstum eins tært og hægt er. Ánægjulegur áfengisstingur í nefinu. Smekkleg og fersk áhrif á bragðskynið sem örva öll skilningarvit. Ber með sér örlítinn en dásamlegan keim af sítrusaldini, korni og hreinum blæbrigðum af suðrænum ávöxtum. Dásamlegur hiti færist yfir bragðlaukana með fínni áferðinni.“ Reyka vodka er eina sterka vínið sem alfarið er framleitt á Íslandi og er eimað í brugghúsi Reyka í Borgarnesi. „Að hreppa efsta sætið í þessari keppni er eins og að verða heimsmeist- ari. Það verður örugglega skálað fyrir þessu,“ segir Kristmar Ólafsson, sem hefur verið bruggmeistari í Reyka verksmiðjunni frá upphafi framleiðsl- unnar árið 2005. „Mér kom ekki á óvart að varan okkar fengi þessi verðlaun og tel að hún standi fyllilega undir þeim en margir eru um hituna og þótt menn séu með gott lið í íþróttum er ekkert sjálfgefið að vinna titilinn.“ Nokkur atriði gera Reyka vodka ein- stakt að sögn Kristmars. Eitt þeirra er eimingaraðferðin. „Við notum tæki sem yfirleitt eru notuð til að eima spíra í gin. Þá náum við að velja besta part- inn, miðjuna úr suðunni. Það er einn af göldrunum. Íslenska vatnið á sinn þátt og í þriðja lagi síum við Reyka í gegnum hraungrýti úr Grábrókar- hrauni en ekki kol eins og gert er víð- ast annars staðar í heiminum. Svo vona ég að við starfsmennirnir sem stöndum við tækin eigum eitthvað í heiðrinum. Þar byggir allt á okkar tilfinningu því sú ákvörðun var tekin að þessi vara yrði unnin í litlum lotum og gerð eins handvirkt og hægt væri. Við vinnum því mörg handtök sem hægt væri að gera sjálfvirkt og í því felst ákveðið gæðaeftirlit.“ Kristmar segir Reyka vodka seljast vel hér á landi. Hvaða þýðingu verð- launin hafi í framhaldinu segir hann eiga eftir að koma í ljós. „Þetta léttir sporin en við verðum að halda einbeit- ingunni áfram,“ segir hann. „Markaðs- setning okkar snýr fyrst og fremst að Bandaríkjunum. Þar reynum við að ná til fólks sem aðhyllist vöru sem alúð er lögð við. Það fólk á örugglega eftir að horfa í þessi verðlaun.“ gun@frettabladid.is REYKA VODKA: VAR VALINN BESTUR Í ALÞJÓÐLEGRI SAMKEPPNI Það verður örugglega skálað BRUGGMEISTARARNIR Kristmar og Þórður Sigurðsson hæstánægðir með velgengni Reyka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.