Fréttablaðið - 05.08.2011, Blaðsíða 2
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR2
SPURNING DAGSINS
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
...tvær nýjar
bragðtegundir
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
11
-0
50
9
Pétur, er það ekki stórt stökk
að fara í klappstýrusportið?
„Jú, það er heljarstökk, afturábak.“
Pétur Sveinsson og Alexander Ström,
vinur hans, standa fyrir klappstýrunám-
skeiði um helgina.
NEYTENDAMÁL Neysla á þorski hefur
stóraukist hjá landsmönnum frá
bankahruni. Þetta sést á tölum
sem Fiskistofa hefur tekið saman
fyrir fisksala og stemmir við upp-
lifun fisksala sem Fréttablaðið
ræddi við. Eins gefa bráðabirgða-
tölur úr rannsókn, sem Matís er
að gera um fiskneyslu Íslendinga,
þetta sterklega til kynna.
Í ár hafa nú þegar verið seld
354 tonn af þorski til neyslu
innanlands, samkvæmt tölum frá
Fiskistofu, en það er mun meira
en selt var til neyslu innanlands
árið 2008.
Gunnþórunn Einarsdóttir, sér-
fræðingur hjá Matís, sem vinn-
ur nú að rannsókn á fiskneyslu
Íslendinga ásamt Emilíu Mart-
insdóttur kollega sínum, segir að
þorskurinn rjúki upp vinsældalist-
ann meðal ungs fólks.
Árið 2006 var þorskurinn
fimmta vinsælasta sjávarfangið
hjá íslenskum neytendum á aldr-
inum 18 til 27 ára. Í ár er svo
komið að einungis ýsan er vinsælli
en þorskurinn hjá þessum hópi.
Gunnþórunn bendir þó á að þetta
séu einungis bráðabirgðatölur.
Samkvæmt þeim var ýsan á
boðstólum nánast einu sinni í viku
árið 2006 og hefur lítil breyting
orðið þar á. Árið 2006 var það
hins vegar svo að þorskurinn var
á boðstólum um það bil einu sinni
í mánuði, hjá þessum hópi, en nú
bragðar þessi hópur á þeim gula
að minnsta kosti í annarri hverri
viku. Hann hefur skotið bæði tún-
fiski, laxi og rækjum fyrir aftan
sig á vinsældalistanum yfir sjávar-
fang hjá þessum aldurhópi.
Sveinn Kjartansson, einn eig-
enda Fylgifiska, segir að þar
hafi sala á þorski aukist um tutt-
ugu prósent síðustu ár. „Skýring-
in gæti falist meðal annars í því
að fólk er farið að líta á þorskinn
sem vænlegan veislumat sem þó er
ekki svo dýr miðað við annan mat í
þeim flokki,“ segir Sveinn.
Slæmu tíðindin eru þó þau að
neysla á sjávarfangi hefur minnk-
að um fjórðung á nokkrum árum.
Árið 2008, sem var reyndar algjört
metár, sporðrenndu landsmenn um
7,5 þúsund tonnum af sjávarfangi
en í fyrra einungis 5,5 þúsund
tonnum. Mestur er samdrátturinn
í ýsuneyslu, sem reyndist 5,7 þús-
und tonn árið 2008, sem er meira
en neyslan á öllu sjávarfangi í
fyrra. Í fyrra var ýsuneyslan ekki
nema rúmlega þrjú þúsund tonn.
jse@frettabladid.is
Þorskurinn kominn
í tísku hjá landanum
Sala á þorski til neyslu innanlands er mun meiri það sem af er ári en allt árið
2008. Hann rýkur upp vinsældalistann hjá ungu fólki þótt ýsan sé enn vinsælli.
Fiskneysla Íslendinga hefur þó dregist saman um fjórðung á nokkrum árum.
MATREIÐSLUMEISTARINN MEÐ ÞANN GULA Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari
og einn eigenda Fylgifiska, segir að fólk sé farið að líta á þorskinn sem sannkallaðan
veislumat. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNSÝSLA Elín Jónsdóttir, for-
stjóri Bankasýslu ríkisins, hefur
sagt upp störfum og verður staða
hennar auglýst til umsóknar í
næstu viku. Hún hafði gegnt stöðu
forstjóra allt frá því að stofnunin
tók til starfa í upphafi árs 2010.
Bankasýslan fer með eignar-
hluta ríkisins í fjármála-
fyrirtækjum, Til dæmis Arion
banka, Íslandsbanka og Lands-
banka auk fimm sparisjóða á
landsbyggðinni.
Í tilkynningu frá bankasýsl-
unni segir Elín að árin í starfi
hafi verið við-
burðarík og
fram undan séu
stór og aðkall-
andi verkefni.
Hæst beri sölu
á eignarhlut
ríkissjóðs í fjár-
málafyrirtækj-
um að hluta til
eða að öllu leyti.
„Ég hef ákveðið að skipta
um starfsvettvang á næstunni
og tel tímasetninguna rétta nú
þannig að nýjum forstjóra verði
gefið færi á að móta það ferli,“
segir Elín. Ekki náðist í hana við
vinnslu fréttarinnar í gær.
Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnar-
formaður Bankasýslunnar, sagð-
ist harma brotthvarf Elínar úr
starfi, en þakkaði samstarfið.
Í skýrslu Bankasýslunnar frá
13. júlí síðastliðnum kom fram
nokkur gagnrýni á fjármögnun
stofnunarinnar. Þar segir að til
að sinna fyrirliggjandi verkefnum
hefði stofnunin þurft að byggjast
upp á síðasta ári, en fjárskortur
hafi torveldað það. - þj
Elín Jónsdóttir stígur úr stóli forstjóra Bankasýslunnar eftir átján mánuði í starfinu:
Hætt hjá Bankasýslu ríkisins
ELÍN JÓNSDÓTTIR
FJÁRMÁL Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, José Manuel Barroso, hefur varað við því
að skuldavandi sé að breiðast út fyrir evrusvæðið.
Forsetinn sendi ríkisstjórnum Evrópusambands-
ríkjanna bréf í gær þar sem hann kallaði eftir full-
um stuðningi þeirra við evrusvæðið.
Yfirlýsing Barroso ásamt öðru hefur orðið til
þess að allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu og
Bandaríkjunum hafa lækkað mikið. Fréttir bárust
af því í gær að Seðlabanki Evrópu hefði keypt ríkis-
skuldabréf Portúgals og Írlands. Jean-Claude Tric-
het, forstjóri bankans, sagði aðeins á blaðamanna-
fundi í gær að skuldabréfakaup væru alltaf í gangi.
Nú þegar hefur Grikklandi, Portúgal og Írlandi
verið bjargað frá falli en framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins hefur efasemdir um að hægt sé
að bjarga Ítalíu og Spáni, sem eru þriðju og fjórðu
stærstu hagkerfin á evrusvæðinu.
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hélt í
gær áfram að reyna að róa markaði þar. Á Spáni var
haldið skuldabréfaútboð í gær en tilkynnt var að því
loknu að hætt hefði verið við annað útboð sem átti
að fara fram 18. ágúst. - þeb
Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sendi ríkisstjórnum bréf:
Varar við útbreiðslu kreppu
Sækja meira í þorskinn
Neysla á þorski innanlands
2007 290 tonn
2008 331 tonn
2009 657 tonn
2010 576 tonn
2011 (til 25. júlí) 354 tonn
Í HÆTTU Efasemdir eru uppi um að hægt verði að bjarga Ítalíu
og Spáni úr skuldavanda. MYND/NORDICPHOTOS
EVA LYNN FOGG
Maður og börn í sjálfheldu
Björgunarsveit af höfuðborgarsvæð-
inu fór á Úlfarsfell í gærdag þar sem
maður og tvö börn voru í sjálfheldu
í Hamrahlíð. Aðstæður voru nokkuð
góðar en þó þannig að sá fullorðni
treysti sér ekki til að fara einn niður
með bæði börnin. Vel gekk að koma
fólkinu niður á jafnsléttu.
BJÖRGUN
Lést af slysför-
um við Hellu
Litla stúlkan sem lést af slys-
förum norðan við Hellu á mið-
vikudags-
kvöld hét Eva
Lynn Fogg.
Stúlkan
var flutt með
þyrlu á Land-
spítalann í
Fossvogi en
var úrskurð-
uð látin þegar
þangað kom.
Eva Lynn var til heimilis að
Bústaðavegi 57 í Reykjavík
og hefði orðið 6 ára 12. ágúst
næstkomandi.
Kona fannst
látin undir stýri
Magnea Guðný Stefánsdóttir,
kona á sjötugsaldri sem lög-
reglan á Suðurnesjum lýsti
eftir í gærmorgun, fannst
látin í bifreið sinni um
hádegisbil í gær. Gangandi
vegfarendur komu auga á bíl
hennar í sjónum við Hrann-
argötu í Reykjanesbæ og létu
lögreglu vita.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Suðurnesjum er
ekki vitað hvernig atburða-
rásin var en rannsókn stendur
yfir. Magnea Guðný var ein í
bílnum. Hún var til heimilis
að Bragavöllum 4 í Reykja-
nesbæ og fór þaðan klukkan
fimm á fimmtudagsmorgni.
KJARAMÁL Flugmenn hjá Flug-
félagi Íslands skrifuðu undir
kjarasamning við Flugfélag
Íslands um tvöleytið í gær. Haf-
steinn Pálsson, formaður Félags
íslenskra atvinnuflugmanna,
segir að veigamesti þátturinn í
nýju samningunum lúti að starfs-
öryggismálum. Hann vill að öðru
leyti ekki tjá sig um samningana.
Atkvæði verða greidd um nýju
samningana á næstu dögum.
Flugmenn hjá Icelandair hafa
gert kjarasamning við sinn
atvinnuveitanda og hefur hann
jafnframt verið samþykktur í
atkvæðagreiðslu. - jhh
Samið við Flugfélag Íslands:
Öryggismálin
sögð veigamest
FLUGFÉLAG Flugmenn skrifuðu undir
kjarasamning við Flugfélag Íslands í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVÍÞJÓÐ Hænurnar Alice, Agda og
Pyttan og hanarnir Victor og Pål
hafa síðustu vikur verið helsta
umræðuefnið á hjúkrunarheim-
ilinu Bokhöjden á Skáni í Svíþjóð.
Heimilismenn sýna dýrunum
mikinn áhuga og ræða um
athafnir þeirra sín á milli og við
ættingja sína.
Bengt Winblad, prófessor við
Karólínsku stofnunina í Stokk-
hólmi, bendir á að jákvæðar
minningar úr bernsku rifjist upp
þegar minnisskertir umgangist
dýr. - ibs
Hjúkrunarheimili á Skáni:
Hænur gleðja
heimilismenn
FLÓTTAMENN Ítalska strandlög-
reglan bjargaði í gær þrjú hundr-
uð líbískum flóttamönnum sem
höfðu verið á reki á lekum báti í
36 klukkustundir. Voru þeir illa
haldnir vegna vökvataps í hit-
anum.
Á meðal flóttamannanna var
þunguð kona og var strax flogið
með hana á spítala á ítölsku eyj-
unni Lampedusa. Haft er eftir
ítölsku fréttaveitunni ANSA að
flóttamennirnir hafi sagt að tugir
manna hefðu látist á bátnum
vegna hungurs og þorsta og líkum
þeirra hent fyrir borð. - jse
Flóttamenn á lekum báti:
Líkum látinna
hent fyrir borð