Fréttablaðið - 19.08.2011, Síða 2
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR2
DÝRALÍF Svo virðist sem Fréttablaðið hafi farið
á mis við sjálfan aldursforsetann í leit sinni að
elsta ketti landsins því kötturinn Keli varð 23 ára
í júlí og er því ári eldri en Öskubuska sem fjallað
var um í gær.
Keli er víst afar athyglissjúkur og hefur lengi
þráð að komast í fjölmiðla en þeirri athygli hefur
verið mjög misskipt á heimilinu því eigandi hans
er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylk-
ingarinnar. En nú virðist hans tími kominn.
„Þegar fjölmiðlamenn komu hingað var hann
ekki lengi að taka við sér og sótti mjög í mynda-
vélarnar þannig að það er kominn tími til þess að
hann fái líka sína 15 mínútna frægð eins og nú er
svo mikið í tísku,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Hún fékk Kela þegar hann var aðeins mán-
aðargamall og því verður mikill sjónarsvipt-
ir af honum en óneitanlega nálgast hans hinsta
stund. „Já, hann er orðinn lúinn, heyrir illa og
er gigtveikur og kominn með elliglöp; stundum
man hann ekki hvort hann er búinn að borða. En
hann fer alltaf út og labbar aðeins um.“
Keli kemst ekki frá því að verða settur í póli-
tískt samhengi en hann fæddist í stjórnartíð rík-
isstjórnar Þorsteins Pálssonar og hefur lifað af
ellefu ríkisstjórnir. Geri aðrir kettir betur. - jse
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á kött sem er eldri en læðan Öskubuska:
Kötturinn Keli baðar sig loksins í sviðsljósinu
ALLRA KATTA ELSTUR Kötturinn Keli hefur lengi
þráð sviðsljósið en því var einatt beint að eiganda
hans. En nú er hans tími kominn eftir 23 ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Foreldrar korna-
barns skildu það eftir á gang-
stétt fyrir utan hús sitt í gær-
morgun. Vegfarendur sem komu
að barninu kölluðu á lögreglu.
Foreldrar barnsins voru farnir
í blaðaútburð og höfðu samband
við lögreglu um klukkustund
eftir að barnið fannst sitjandi í
bílstól, grátandi og kalt.
Foreldrarnir fengu barnið
fljótt aftur í sína umsjá en barna-
verndaryfirvöld hafa málið til
meðferðar. - shá
Vegfarendur fundu lítið barn:
Gleymdu barni
sínu á gangstétt
SPURNING DAGSINS
Smurostar
við öll tækifæri
ms.is
...tvær nýjar
bragðtegundir
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA
-
11
-0
50
9
NÁTTÚRA Árið 1971 hóf Baldur
Sigurðsson, sem er frumkvöðull
í ferðamennsku á jöklum, ferðir
frá Dyngjuhálsi og var hann þar
með snjóbíla og fleiri tæki sem
notuð voru til ferða um Kverk-
fjöll, Bárðar bungu og Grímsvötn
á Vatnajökli til fjölda ára. Um
haustið, það ár, bar svo til að þegar
hann ætlaði að ferja öll tæki og tól
til byggða varð hann að skilja eftir
farangursvagn nokkurn sem hann-
aður er til að hafa aftan í snjóbíla.
„Það átti að ná í hann helgina
eftir og þá fór
pabbi við annan
mann en þeir
urðu frá að
hverfa vegna
óveðurs,“ rifjar
Sigurður, sonur
Baldurs, upp.
Síðan fór Sig-
urður sjálfur á
vettvang en þá
var allt komið
undir hvíta fönn. Í hönd fór mik-
ill snjóavetur svo ekki sást tangur
né tetur af vagninum og fóru þeir
feðgar þó á hverju hausti að leita
að honum með stöngum líkt og
gert er við leit eftir snjóflóð. „Við
sögðum í gríni að það væri engu
líkara en jökullinn hefði bara stol-
ið vagninum meðan við vorum í
byggð,“ segir Sigurður.
Baldur er nokkuð kominn á
aldur svo hann hafði ekki farið á
svæðið í nokkur ár þar til í síðustu
viku að hann ákvað að fara þang-
að með Sigurði syni sínum. Og þá
dró heldur betur til tíðinda. „Ég er
að labba þarna meðfram jöklinum
þegar ég sé glytta í vagninn upp
úr sandinum, svo ég kalla í pabba
og hann átti náttúrlega erfitt með
að trúa þessu, reyndar var hann
varla enn farinn að trúa þessu þótt
hann stæði uppi á sjálfum vagnin-
um.“ Sigurður hafði labbað yfir
þetta svæði í fyrrahaust en þá lá
um tveggja metra snjór yfir því.
Með vagninum fundust þrír
hálffullir bensínbrúsar. „Pabbi
sagðist muna það að hann hefði
keypt lítrann á 16 krónur svo
verðið hefur heldur betur hækkað
þessi 40 ár sem þessi brúsar hafa
dvalið í skaflinum,“ segir Sigurð-
ur. Síðast liðið föstudagskvöld fór
síðan Sigurður með vösku liði og
gróf vagninn upp en svo kalt er
orðið á fjöllum að það snjóaði á þá
meðan á verkinu stóð.
Nú er þessu 40 ára volki vagns-
ins lokið og hann kominn til
byggða. Sigurður ætlar að gera
hann upp og þótt vagninn fari
kannski ekki aftur hátt upp á fjöll
verður honum engu að síður gert
hátt undir höfði.
jse@frettabladid.is
Fundu dráttarvagn
eftir 40 ár undir fönn
Baldur Sigurðsson varð að skilja dráttarvagn eftir uppi á fjöllum haustið 1971.
Hann komst ekki í leitirnar fyrr en í síðustu viku. Í honum voru hálffullir
bensínbrúsar en það eldsneyti var keypt á 16 krónur lítrann.
BALDUR
SIGURÐSSON
BENSÍNBRÚSARNIR Ef heilt væri gætu
þeir selt bensínið í þessum brúsum
með miklum hagnaði en það var keypt
á 16 krónur lítrann.
VAGNINN MOKAÐUR UPP Það snjóaði á kappana meðan þeir mokuðu vagninn upp.
Fremstur er Hreinn Skagfjörð, fyrir aftan hann er Einar Logi Vilhjálmsson og síðan er
Sigurður Baldursson á gröfunni. MYND/SIGURGEIR HARALDSSON
HEILBRIGÐISMÁL Svo virðist sem hægt hafi á vexti
notkunar lyfja við ADHD, athyglisbresti og ofvirkni.
Hertar aðgerðir landlæknisembættisins og fleiri opin-
berra stofnana gegn ávísun þeirra voru að fullu komn-
ar í framkvæmd 1. maí síðastliðinn, að því er Geir
Gunnlaugsson landlæknir greinir frá.
„Það voru gerðar ákveðnar kröfur um hverjir
megi ávísa þessum lyfjum, um frumgreiningu og um
hverjir megi skrifa út lyfjaskírteini. Þetta varðar um
4.500 einstaklinga og þetta var gríðar leg vinna. Það
var gripið til þessara aðgerða síðast liðið haust og það
var síðan 1. maí sem þær voru að fullu komnar í fram-
kvæmd. Það er ákveðinn fjöldi sem þarf á þessum
lyfjum að halda en samtímis þarf að koma í veg fyrir
flæðið til þeirra sem ekki þurfa á þeim að halda,“
segir Geir.
Notkun ADHD-lyfja er umtalsvert meiri hér miðað
við höfðatölu en í Danmörku. Þar hefur hins vegar
notkunin tuttugufaldast á tólf árum samkvæmt frétta-
vef danska blaðsins Jyllandsposten.
„Notkunin hér hefur farið vaxandi undanfarin
fimm ár en í Danmörku hefur hún vaxið hraðar. Notk-
unin hefur almennt farið vaxandi á Norðurlöndunum.
Vonandi erum við búin að ná toppnum,“ segir Geir. - ibs
Hertar aðgerðir gegn ávísun á lyf við athyglisbresti og ofvirkni:
Hægist á vexti lyfjanotkunar
ADHD-LYF Ávísun undanfarin fimm ár í skilgreindum dag-
skömmtum á hverja 1.000 íbúa á dag.
Sigurður Kári, ertu nokkuð
hlynntur innflutningi á
svörtum sauðum?
„Nei, það er nú nóg af þeim fyrir svo
það er ekki á það bætandi.“
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, telur að heimila eigi
innflutning á landbúnaðarvörum.
VEIÐI Veiðitímabil á grágæs og
heiðagæs hefst á morgun á sama
tíma og útlit er fyrir að afkomu-
brestur hafi orðið hjá báðum stofn-
unum vegna óblíðrar veðráttu
framan af sumri.
Í tilkynningu frá Umhverfis-
stofnun segir að þegar um 90
prósent af veiðiskýrslum fyrir
árið 2010 hafi skilað sér sé skráð
heildar veiði á grágæs um 46 þús-
und fuglar og á heiðagæs um 17
þúsund fuglar. Árið 2009 var veið-
in samkvæmt veiðiskýrslum tæpar
60.000 grágæsir og um 20.000
heiðagæsir.
Helsingja er leyfilegt að veiða
frá 1. september utan Skaftafells-
sýslna, þar sem veiði hefst 25. sept-
ember. Blesgæs er alfriðuð. - shá
Gæsaveiðin hefst á morgun:
Afkomubrestur
skyggir á veiði
VEIÐIN HEFST Veiði á gæs hefur aukist
síðustu ár. MYND/AÞS
SAMGÖNGUMÁL Vetraráætlun
Strætó 2011-2012 tekur gildi á
sunnudaginn. Ferðum fjölgar á
flestum leiðum og verður tíðni
þeirra svipuð og liðinn vetur.
Leiðir 1 og 6 munu aka á 15
mínútna fresti frá kl. 6.30 til
18.00 á virkum dögum í stað 30
mínútna í sumar.
Leiðir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15
aka einnig á 15 mínútna fresti, en
einungis á annatímum, frá klukk-
an 6.30 til 9.00 og 14.00 til 18.00
á virkum dögum. Nánari upplýs-
ingar um vetraráætlun Strætó er
að finna á vefnum straeto.is. - shá
Vetraráætlun tekur gildi:
Strætó eykur
tíðni ferða
ANNATÍMI Nú þegar skólar hefjast og
sumarleyfum lýkur fjölgar ferðum hjá
Strætó. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SLYS Björgunarsveitarmenn komu
svissneskum ferðamanni í Kverk-
fjöllum til bjargar um sjöleytið í
gærkvöldi. Ís hafði fallið á fætur
mannsins með þeim afleiðingum
að báðir fætur brotnuðu.
Maðurinn var á ferð í Kverk-
fjöllum með tveimur samlöndum
sínum þegar slysið varð um
klukkan tvö í gær. Þyrla lenti á
í grennd við slysstaðinn á sjötta
tímanum en flytja þurfti björg-
unarsveitarmenn í áföngum frá
Sigurðarskála á slysstað.
Þaðan báru björgunarmenn
hinn slasaða um 500 metra yfir
erfitt landslag og upp bratt ein-
stigi þangað sem hægt var að
flytja hann burt. - mþl
Ferðamaður slasaðist á jökli:
Bjargað úr
Kverkfjöllum
Ávísanir ADHD lyfja á
Íslandi og í Danmörku
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
16
14
12
10
8
6
4
2
0
Danmörk
Ísland
D
D
D
/1
.0
00
íb
úa
/d
ag