Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 6
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR6
Krakkafjör á
Korputorgi
alla helgina
• Frítt í skemmtileg leiktæki og í Krakkahöllina.
• Hundasýning yngstu hundaeigendanna hjá Gæludýr.is á sunnudaginn
Parísarhjól - Klessubílar - hoppukastalar og margt fleira
VIÐSKIPTI Ef áform Geogreen-
house um að reisa 3,3 hektara
gróðurhús á næsta ári verða að
veruleika þýðir það að tómata-
ræktun á Íslandi mun tvöfaldast,
að sögn Bjarna Jónssonar, fram-
kvæmdastjóra Sambands garð-
yrkjubænda. Öll tómataræktun
í landinu fer nú fram á samtals
fjórum hekturum.
Fyrirtækið áformar að reisa
í framtíðinni tuttugu hektara
gróðurhús og segir Bjarni það
vera álíka og allt það svæði sem
notað er til grænmetisræktunar
á landinu í dag.
Hann segir það ánægjuefni
ef vel takist til við útflutning
tómata en að enn verði að svara
mikil vægum spurningum. „Ég
veit til þess að í Hollandi, til
dæmis, geta menn ræktað tómata
með mun lægri kostnaði og eru
nær markaðssvæðinu en þar hafa
þessi fyrirtæki lent í verulegum
vandræðum, reyndar eru bank-
arnir að yfirtaka mörg þeirra.
Hvað segir okkur að ræktend-
um hér á landi takist betur til?“
spyr Bjarni. „Eins þarf að svara
þeirri spurningu hvað eigi að
gera ef gengi íslensku krónunnar
hækkar verulega. Á þá að reyna
að selja tómatana á innanlands-
markaði?“
Enn fremur spyr Bjarni hvort
ekki sé verið að mismuna fyrir-
tækjum í þessum rekstri ef Geo-
greenhouse geti komist hjá dreif-
ingarkostnaði með því að hafa
gróðurhús sín við túnfótinn hjá
jarðvarmavirkjun. „Raforku-
kostnaður er um 25 til 30 pró-
sent af rekstrarkostnaði garð-
yrkjubænda svo það er töluverð
forgjöf ef einhver losnar við þann
bagga,“ segir hann.
Júlíus Jónsson, forstjóri
HS Orku, segir framleiðslu-
getu Reykjanesvirkjunar og
virkjunarinnar í Svartsengi sam-
tals um 170 megavött og magns-
ins vegna ætti ekki að vera vand-
kvæðum bundið að semja við
Geogreenhouse. Fyrir tækið
muni þurfa 6 megavött fyrir
fyrsta áfanga en 36 megavött
fyrir þriðja og síðasta áfang-
ann, sem óvíst sé hvenær hefj-
ist. „Við getum ekki, frekar en
önnur orkufyrirtæki, tekið frá
orku fyrir einhverja sem ætla
kannski að nota hana í framtíð-
inni. Ef komið væri hins vegar til
okkar með bindandi samning með
skuldbindingum um 36 megavött
myndum við gera eitthvað í því,“
segir Júlíus. jse@frettabladid.is
Tómataræktun gæti
tvöfaldast á næsta ári
Ef áform Geogreenhouse ganga eftir mun tómataræktun á Íslandi tvöfaldast
strax á næsta ári. Í lokaáfanga er gert ráð fyrir ræktun á álíka svæði og öllu því
sem notað er til grænmetisræktunar. HS Orka frátekur ekki orku.
Í GRÓÐURHÚSI Á SUÐURLANDI Gróðurhús landsins þekja samtals um 20 hektara,
sem er einmitt sú stærð sem á að vera á gróðurhúsi Geogreenhouse þegar loka-
áfanga er náð. MYND/HEIÐA
Raforkukostnaður er
um 25 til 30 prósent
af rekstrarkostnaði garðyrkju-
bænda svo það er töluverð
forgjöf ef einhver losnar við
þann bagga.
BJARNI JÓNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI SAMBANDS
GARÐYRKJUBÆNDA
EVRÓPUMÁL Orri Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins (SI), segir að árétting á skoðun
samtakanna um að umsóknar ferlinu
vegna umsóknar Íslands um aðild að
Evrópusambandinu skuli lokið, og
birt var á vef samtakanna í gær,
sé ekki svar við orðum Bjarna
Benedikts sonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins, frekar en öðrum
einstaklingum í samfélaginu. Eins
og kunnugt er sagði Bjarni í byrj-
un vikunnar að draga ætti umsókn
Íslands til baka.
Í yfirlýsingu samtakanna segir
að SI telji mikilvægt að umsóknar-
ferlinu sé haldið áfram af fullum
heilindum og í náinni samvinnu við
atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila,
enda kunni hagfelldur aðildar-
samningur að verða fyrirtækjum
og heimilum til mikilla hagsbóta.
Þá telja samtökin engar líkur til að
samningur, „þar sem veiga miklum
hagsmunum verður fórnað, verði
samþykktur í þjóðaratkvæða-
greiðslu“.
„Þessi skoðun hefur lengi legið
fyrir. Undanfarið hefur verið rætt,
og þá úr ýmsum áttum, að draga í
land. Þess vegna þótti okkur ástæða
til að árétta það sem var samþykkt á
Iðnþingi í mars. Við nefnum engan á
nafn heldur vildum við koma þessu
á framfæri fyrst þessi umræða er
ofarlega á baugi,“ segir Orri. - shá
Samtök iðnaðarins hvetja til þess að aðildarviðræðum við ESB verði lokið:
Ekki svar við skoðun formanns
BJARNI
BENEDIKTSSON
ORRI HAUKSSON
BRETLAND, AP Breska lögreglan
handtók í gær James Des-
borough, fyrrverandi blaðamann
á News of the World, sem árið
2009 fékk verðlaun fyrir skrif sín
um frægðarfólk í blaðið.
Handtakan tengist rannsókn
lögreglunnar á símanjósnum, sem
stundaðar voru á blaðinu. Des-
borough er þrettándi maðurinn
sem handtekinn er í tengslum við
málið, en ákærur á hendur einum
þeirra hafa verið felldar niður.
Útgáfu blaðsins var hætt þegar
málið komst í hámæli í sumar. - gb
Símanjósnir í Bretlandi:
Blaðamaður
handtekinn
DÓMSMÁL Gæsluvarðhald var
í vikunni framlengt yfir karl-
manni sem grunaður er um að
hafa nauðgað ungri stjúpdóttur
sinni í Vestmannaeyjum. Skal
hann sæta gæsluvarðhaldi þar til
dómur fellur, en þó ekki lengur
en til 14. september.
Maðurinn er jafnframt grun-
aður um að hafa brotið gegn
tveimur öðrum stúlkum. Þá ligg-
ur hann undir grun um að hafa
haft í fórum sínum mikið magn
myndefnis sem sýnir kynferðis-
legt ofbeldi gegn börnum. - jss
Gæsluvarðhald framlengt:
Meintur nauðg-
ari áfram inni
SAMFÉLAGSMÁL Borgarráð hefur
samþykkt þá tillögu Jóns Gnarr
borgarstjóra að ljós verði tendr-
að á Friðarsúlunni í Viðey næst-
komandi sunnudagskvöld. Til-
efnið er að stjórnvöld í Noregi
hafa ákveðið að sunnudagurinn
21. ágúst skuli tileinkaður minn-
ingu þeirra er létust í hryðjuver-
kaárásunum í Ósló og á Útey 22.
júlí síðastliðinn.
Að öllu jöfnu er ekki kveikt á
Friðarsúlunni fyrr en 9. október
ár hvert en í samráði við höfund
verksins, Yoko Ono, er nú lagt til
að gerð verði á því undantekning
og að ljós súlunnar fái að loga frá
sólsetri 21. ágúst og fram á morg-
un. - shá
Friðarsúlan tendruð:
Minning hinna
látnu heiðruð
FRIÐARSÚLAN Minning þeirra sem létust
í hryðjuverkaárásinni í Noregi verður
minnst á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÍSRAEL, AP Tugir vopnaðra manna
í litlum hópum drápu að minnsta
kosti sjö Ísraela í árásum rétt
við landamæri Egyptalands í
gær. Mennirnir voru vopnaðir
sprengjum og þungavopnum og
stóðu árásirnar í næstum þrjá
tíma. Meðal annars réðust þeir á
strætisvagna og einkabifreiðar.
Ísraelski herinn gerði í fram-
haldinu loftárás á Gasasvæðið
sunnanvert. Ísraelskum öryggis-
sveitum tókst að leita uppi suma
árásarmannanna og felldu
nokkra í bardögum. Að minnsta
kosti þrír þeirra voru með
sprengjubelti um sig miðja.
Ísraelskir ráðamenn fullyrtu
strax að árásarmennirnir væru
á vegum Hamas-samtakanna
á Gasasvæðinu, en fulltrúar
Hamas vísuðu því á bug.
- gb
Mannskæð árás í Ísrael:
Svarað með
loftárás á Gasa
SÆRÐUR HERMAÐUR Árásarmennirnir
réðust meðal annars á strætisvagna og
bifreiðar. NORDICPHOTOS/AFP
Bensínlykt í borginni
Töluverð bensínlykt fannst í vestur-
hluta borgarinnar í gær, en lyktin
barst frá olíubirgðastöð í Örfirisey.
Þar var opinn tankur sem unnið var
að því að loka fyrir hádegi í gær.
Ákveðnar reglur eru um í hvaða vind-
átt má opna tankana en í gær virtist
það hafa verið gert í rangri vindátt,
sem var ástæða þess að lyktin fannst
í borginni.
UMHVERFISMÁL
Ertu með bílalán?
Já 35,2%
Nei 64,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Notar þú kreditkort?
Segðu skoðun þína á visir.is
KJÖRKASSINN