Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 19.08.2011, Qupperneq 8
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR8 NOREGUR Anders Behring Breivik hringdi tíu sinnum í lögregluna meðan á hryðjuverkum hans í Útey stóð. Hann náði tvisvar sinnum í gegn en í bæði skiptin sleit hann símtalinu og í bæði skiptin reyndi lögreglan að hringja til baka. Frá þessu var greint á blaðamanna- fundi í gær og afrit af báðum sím- tölunum voru gerð opinber. Neyðarsími lögreglunnar í Norður-Buskerud tók við fyrra sím- talinu frá Breivik. Þar var aðeins einn á vakt þegar símtalið barst klukkan 18.01. Þá greindi Brei- vik frá nafni sínu og sagðist vera í norsku andkommúnistahreyfing- unni. Hann væri í Útey og vildi gefa sig fram við lögreglu. Hann sagðist hringja úr farsíma en ekki eigin síma. Að því loknu skellti hann á. Seinna símtalið barst til lögreglunnar í Suður-Buskerud klukkan 18.26, rétt áður en hann var handtekinn. Þá sagði hann aftur til nafns og sagðist hafa lokið verkefni sínu og vildi gefa sig fram. Hann talaði um samtökin Knight Templar Europe og talaði um að þau hefðu lokið við aðgerð. Vegna þess að aðgerðinni væri lokið gæti hann gefist upp fyrir lögreglunni. Mikið álag var á símkerfi lög- reglunnar allt frá því að fyrsta til- kynningin um skotárás í Útey kom til lögreglunnar klukkan 17.27 22. júlí. Þegar mest lét voru fjöru- tíu símtöl í bið. Nokkrum mínút- um eftir að fyrsta tilkynningin barst hófst lögreglulið handa við undirbúning. Tilkynningar bentu til þess að tveir til fimm árásar- menn gætu verið í eyjunni. Vegna mikils álags á samskiptakerfi var ekki hægt að greina lögregluliði í Norður-Buskerud frá því að aukinn Breivik hringdi tvisvar í lögregluna Anders Behring Breivik reyndi tíu sinnum að ná í lögregluna í síma meðan á hryðjuverkaárás hans í Útey stóð. Hann náði tvisvar í gegn. Gríðarlegt álag var á símkerfinu og var um tíma erfitt að koma skilaboðum til lögreglumanna. Síðasta fórnarlamb hryðjuverkaárásanna í Noregi var lagt til hinstu hvílu í gær. Elisabeth Trønnes Lie var sextán ára gömul og hélt Jens Stoltenberg forsætisráðherra meðal annarra ræðu, en fulltrúar frá Verkamannaflokknum hafa verið viðstaddir allar jarðarfarir ungmenna sem létust í Útey. Jarðarför Elisabethar fór fram talsvert seinna en aðrar vegna þess að sautján ára gömul systir hennar særðist alvarlega í skotárásinni í Útey. Beðið var þar til hún var útskrifuð af spítala og gat verið viðstödd athöfnina. Öll fórnarlömbin borin til grafar Í ÓSLÓ Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og Herman Van Rompuy, for- seti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, lögðu blóm við dómkirkjuna í Ósló í gær til minningar um fórnarlömbin. Stoltenberg var einnig viðstaddur jarðarför sextán ára stúlku í gær, en hún var sú síðasta af fórnarlömbunum til að vera jarðsett. NORDICPHOTOS/AFP mannskapur væri á leiðinni fyrr en klukkan 18.02. Lögreglan sagði á fundi í gær að mikilvægt væri fyrir aðstandend- ur og þá sem lifðu árásina af að fá sem bestar upplýsingar um aðgerð- ir lögreglunnar. Staðfest hefur verið að önnur sprengja, stærri en sú sem sprakk í Ósló, hafi fundist á býli Breiviks. Þá hefur verið greint frá því að þriðja vopn Breiviks hafi fundist. Þegar hann var handtekinn í Útey var hann með tvö skotvopn en nú hefur haglabyssa í hans eigu einnig fundist. Lögreglan vill ekki greina frá því hvar hún fannst. thorunn@frettabladid.is 1. Hvað heitir hellirinn sem var friðlýstur í Borgarfirði á dögunum? 2. Hvaða alþjóðlega poppstjarna mun syngja á jólatónleikum Björg- vins Halldórssonar? 3. Hver varð í gær fyrsti Íslend- ingurinn til að keppa á PGA-móta- röðinni bandarísku? SVÖR: 1. Kalmanshellir 2. Robin Gibb 3. Ólafur Björn Loftsson HEILSA Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 28. skipti á morgun en í gær höfðu 9.788 manns skráð sig til þátttöku, 29 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. Tíu kílómetra hlaupið er sem fyrr vinsælast og forskráðu rétt tæplega fjögur þúsund manns sig til þátttöku. Þá höfðu 692 skráð sig í heilt maraþon. Róbert Magnússon, sérfræðing- ur í íþróttasjúkraþjálfun hjá Atlas endurhæfingu, ræður fólki frá því að skrá sig á síðustu stundu í hlaup sem það ráði ekki við. „Mörg þau vandamál sem hlaup- arar glíma við og geta komið upp eru ofálagseinkenni í kringum hné, hásinar og ökkla sem rekja má til þess að æfingaálagið hafi verið of mikið á skömmum tíma fyrir hlaup eða þá að undirbún- ingurinn hafi ekki verið nægilega langur,“ segir Róbert. Róbert mælir með því að þátt- takendur hlaupi „taktískt“ og passi sig á því að sprengja sig ekki í byrjun hlaups. Þá varar hann langhlaupara við því að byrja of fljótt að hlaupa aftur eftir Reykja- víkurmaraþonið. „Eftir hlaup er mikilvægt að hafa í huga að það tekur líkam- ann langan tíma að jafna sig eftir maraþon, allt upp í þrjár vikur. Bæði maraþon og hálfmaraþon er rosaleg áreynsla. Það er því varhugavert að fara of snemma af stað aftur,“ segir Róbert. Loks minnir Róbert á mikil- vægi góðs skóbúnaðar en varar þó við því að kaupa nýja skó fyrir hlaupið. Þá sé mikilvægt að drekka nóg af vatni og skynsam- legt að borða saðsama kolvetnis- máltíð tveimur til þremur tímum fyrir hlaup. - mþl Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 28. skipti á morgun, hátt í tíu þúsund hlauparar hafa skráð sig til leiks: Að mörgu að huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ Reikna má með fjölmenni á laugardag í Lækjargötunni þar sem hlaupið verður ræst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BANDARÍKIN, AP Bæði Barack Obama Bandaríkjaforseti og Catherine Ashton, utanríkisfulltrúi Evr- ópusambandsins, skora á Bashar Assad Sýrlandsforseta að segja af sér. Þau fordæma bæði harkalega framgöngu Sýrlandsstjórnar gegn mótmælendum undanfarnar vikur og mánuði, sem kostað hafa meira en þúsund manns lífið. Jafnframt hefur Bandaríkja- stjórn fryst allar eigur sýrlenskra ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópusambandið boðar frekari aðgerðir. Þá hefur Mannréttinda- ráð Sameinuðu þjóðanna verið kall- að saman til að fjalla um framferði stjórnvalda í Sýrlandi. „Við höfum statt og stöðugt sagt að Assad forseti verði að hafa for- ystu um breytingar í lýðræðisátt eða víkja ella. Hann hefur ekki tekið þá forystu,“ segir Obama. Bandarískir embættismenn við- urkenna reyndar að þessar yfirlýs- ingar séu ekki líklegar til að hafa nein áhrif á hegðun sýrlenskra stjórnvalda á næstunni. Hins vegar sé með þessu gefin sterk skilaboð um að Assad njóti ekki lengur vel- vildar alþjóða samfélagsins. Frekari refsiaðgerðir geti einn- ig aukið þrýsting á Assad og helstu samstarfsmenn hans. - gb Bandaríkin og Evrópusambandið krefjast afsagnar Assads Sýrlandsforseta: Frekari refsiaðgerðir boðaðar SÝRLANDSFORSETI Assad sætir vaxandi þrýstingi. NORDICPHOTOS/AFP NOREGUR Kosningaþátttaka verður meiri í Noregi nú en síð- ustu ár. Þetta segir kosninga- sérfræðingurinn Frank Aare- brot hjá Háskólanum í Bergen. Aarebrot segir að meiri fylgis- aukningar gæti hjá Verka- mannaflokknum en öðrum flokkum vegna hryðjuverkanna 22. júlí og þess sem hann kallar Stoltenberg-áhrifin. Nýjar skoð- anakannanir bendi jafnframt til þess að þátttaka í sveitar- stjórnarkosningum sem fara fram í næsta mánuði verði um 70 prósent, sem er næstum tíu pró- sentum meira en þegar kosið var fyrir fjórum árum. - þeb Kosningar á næsta leiti: Stoltenberg- áhrif í Noregi KAUPMANNAHÖFN Tveir starfs- menn flugvallarins í Kaupmanna- höfn meiddust lítillega í vikunni þegar skot hljóp úr haglabyssu sem var í farangri vélar. Politiken segir svo frá að taska með byssunni hafi verið í vél frá Orlando. Skotið hafi hlaupið af þegar taskan var sett upp á far- angursvagn, en högl lentu einnig í væng vélarinnar. Eigandi byssunnar, 76 ára gamall maður frá einu Norður- landaríkjnna, var að sögn miður sín vegna slyssins. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir honum fyrir að stofna lífi annarra í hættu með gáleysi sínu. - þj Óhapp í Kaupmannahöfn: Byssuskot hljóp af á flugvelli FRÁ KASTRUP Skot hljóp úr haglabyssu á flughlaðinu á flugvellinum í Kaup- mannahöfn. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í Hafnarfirði á föstudag og laugardag. Lagt var hald á bæði kannabisplöntur og græðlinga auk ýmiss búnaðar. Nokkrir karlmenn voru hand- teknir og yfirheyrðir. Á einum staðnum var einnig lagt hald á töluvert af peningum sem grunur leikur á að séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu. Á sunnudag var einnig gerð húsleit í Hafnar- firði og þá fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Þá voru þrír fíkniefnasalar, allir karlmenn um tvítugt, hand- teknir í Hafnarfirði á föstu- dag. Þeir voru með nokkra tugi gramma af marijúana og viður- kenndu fíkniefnasölu. - jss Kannabisræktanir stöðvaðar: Lögregla tók nokkra dópsala SVÍÞJÓÐ Sænsk kona hefur verið ásökuð um vanrækslu gagnvart barni sínu eftir að hún skildi það eftir í kerru fyrir utan veitinga- stað í Massachusetts í Bandaríkj- unum. Konan fór inn til að panta mat og skildi eins árs gamalt barnið eftir fyrir utan í tíu mínútur. Hún greindi lögreglu frá því að slíkt væri alsiða í Svíþjóð og hún hefði ekki talið sig vera að gera nokkuð af sér. Barnavernd í Massa- chusetts skoðar nú málið. - þeb Sökuð um vanrækslu: Skildi barn eftir í tíu mínútur DANMÖRK Börn sem hafa verið í vel mönnuðum leikskólum fá betri einkunnir upp úr 9. bekk grunnskólans en önnur börn. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna frá háskólanum í Árósum og Maastricht- háskólanum auk fleiri vísinda- manna. Rannsóknin tók til 30 þúsund barna fæddra árið 1992 sem luku grunnskólanámi 2008. Hún leiddi einnig í ljós að drengjum og börnum innflytjenda gengur betur í lokaprófum grunnskólans ef þau hafa verið í leikskóla þar sem hlutfallslega fleiri karlar voru við störf og þar sem starfs- mannaskipti voru ekki tíð. - ibs Vel mannaðir leikskólar: Betri einkunnir í grunnskóla ÞÝSKALAND Ellefu ára gamall piltur frá Aachen í Þýska- landi hringdi á lögregluna fyrir skemmstu og sagði móður sína þvinga hann til að vinna nauð- ungarvinnu í sumarfríinu. Þetta kom fram í frétt á vef BBC. Aðspurður sagðist piltur þurfa að vinna allan daginn og ekki fá tíma til neins annars. Til dæmis þurfti hann að þrífa heimilið og á veröndinni. Móðir hans greip svo inn í samtalið og sagði drenginn oft hafa hótað því að kalla til lög- reglu vegna meintrar ánauðar, en í raun gerði hann aldrei handtak á heimilinu. - þj Ellefu ára hringdi í lögguna: Klagaði vegna barnaþrælkunar Veiða makríl lengur Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í gær út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september 2011. Áður var makrílveiði þessara aðila takmarkað við veiðar fram til 1. september. SJÁVARÚTVEGUR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.