Fréttablaðið - 19.08.2011, Page 22

Fréttablaðið - 19.08.2011, Page 22
22 19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR Á þessum óvissutímum þegar við Íslendingar reynum að byggja úr rústum loftkastala þjóð- félag sem byggist á raunverulegri verðmætasköpun af raunveru- legri starfsemi raunverulegra fyrirtækja þar sem vinnur raun- verulegt fólk þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að vinna hjá fyrirtæki sem sætir ofsóknum frá yfirvöldum Samkeppnismála fyrir ímyndaðar sakir. Þetta er Forlagið og það starf- ar að bókaútgáfu. Það varð til við samruna JPV og hluta Eddu, sem aftur varð til við samruna Máls og menningar og Vöku Helgafells um síðustu aldamót. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er 15-20% en Sam- keppnisstofnun gefur sér í aðgerð- um sínum gagnvart fyrirtækinu að markaðshlutdeildin sé 55-60%. Þá forsendu ákvað stofnunin 2008 og hún er ekki til viðræðu um að breyta henni – í átt til raunveru- leikans. Stofnunin virðist enn ekki hafa sætt sig við að hafa verið gerð aftur reka með þá ákvörðun að meina Forlaginu að annast útgáfu á verkum Halldórs Laxness, sem hefði þýtt að Nóbelshöfundurinn okkar hefði verið útgefandalaus. Tildrög þess að Forlaginu er nú gert að greiða sekt upp á 25 milljónir og standa í dýru mála- vafstri kringum þessar ofsókn- ir eru kæra núverandi eigenda bókaútgáfunnar Bjarts fyrir svo fáránlegar sakir að ekki einu sinni Samkeppnisstofnun gat fallist á þær. Hins vegar notaði stofnunin tækifærið og skellti á Forlagið þessari sekt vegna sam- skipta við endurseljendur varð- andi viðskipta afslætti og birtingu á útsöluverði. Það er einstaklega hlálegt því að þar skiptir For lagið meðal annars við stórmarkaði í eigu Baugs sem hafa af fullum þunga beitt gagnvart Forlaginu markaðsráðandi stöðu sinni – í boði samkeppnisyfirvalda. Brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að hlúa að atvinnu- rekstri í landinu. Styðja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem streit- ast við að halda gangandi starf- semi sinni, greiða laun, greiða skatta og skyldur, skapa verðmæti þrátt fyrir rekstrarumhverfi sem ekki þarf að hafa mörg orð um – og eru hin raunverulegu hjól hins raunverulega atvinnulífs, stödd hér og nú en ekki í ræðum stjórn- málamanna eða skýjaborgum. Það er óskiljanlegt og óþolandi að slíkt fyrirtæki skuli ofan á allt annað þurfa að kljást við fjandsamlegt smákóngaveldi á borð við Sam- keppnisstofnun þar sem mikil- vægara virðist vera að hefna þess í héraði sem hallaðist á alþingi – halda óskertri ímyndaðri virðingu sinni – en að búa í haginn fyrir heilbrigt atvinnulíf. Þann 3. ágúst sl. ritaði Þórólf-ur Matthíasson, deildarforseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, grein í Fréttablaðið um sauðfjár- rækt. Auk þess fékk hann ítarlega umfjöllun í morgunútvarpi Rásar 2 daginn eftir og viðtal í fréttum Stöðvar 2. Meðferð prófessorsins á tölulegum upplýsingum og stað- reyndum kallar á nokkrar athuga- semdir og leiðréttingar. Deildarforseti hagfræði deildar Háskóla Íslands gerir útflutning kindakjöts að umfjöllunarefni og staðhæfir að bændur þurfi að kaupa erlend aðföng eins og olíur, áburð, landbúnaðartæki, vara- hluti, heyrúlluplast o.fl. fyrir 1,1 milljarð króna til þess að fram- leiða sauðfjárafurðir sem fluttar eru út fyrir 2,75 milljarða króna. Benda má á að það er í sjálfu sér ekki markmið að framleiða kindakjöt til útflutnings nema því aðeins að afurðaverð á erlendum mörkuðum gefi tilefni til þess. Það væri æskilegt að prófessor- inn hefði útskýrt nánar hvernig þessi 1,1 milljarðs króna kostn- aður væri fenginn. Deildarfor- setinn er jú yfirmaður hagfræða- sviðs æðstu menntastofnunar þjóðarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt út 3.437.283 kíló af kindakjöti árið 2010 að meðalverðmæti 616 krón- ur kílóið. Bændur fengu að meðal- tali greiddar 413 kr. fyrir kílóið af lambakjöti en tæpar 117 kr./ kg fyrir ærkjöt. Ætla má að um 10% af heildarútflutningi séu ærkjöt en 90% dilkakjöt. Verð- mæti útflutnings til bænda árið 2010 nam því 1.317,8 milljónum. Nýjustu tölur um framleiðslu- kostnað eru frá 2009 en tölur árs- ins 2010 munu birtast fljótlega. Við mat á framleiðslukostnaði útfluttra afurða er eðlilegt að líta á jaðarkostnað sauðfjárbænda sem kostnað þeirra við að auka framleiðslu sína umfram inn- lenda eftir spurn. Í sinni einföld- ustu mynd má leggja breytilegan kostnað á framleitt kíló til grund- vallar þar sem nákvæmari upp- lýsingar eru ekki tiltækar. Breyti- legur kostnaður fyrir hvert kíló árið 2009 nam um 272 krónum á kíló, þar af er kostnaður vegna kaupa á áburði, aðkeyptu fóðri, olíum, varahlutum o.þ.h. 235 kr/ kg. Niðurstaðan er sú að viðbót- arkostnaður framleiðenda við að framleiða kindakjöt til útflutn- ings er um 937 millj. króna. Inn- flutt aðföng eru aðeins hluti þessa kostnaðar auk þess sem álagning innlendra fyrirtækja er hluti af verði þeirra til bænda. Það er því víðs fjarri að kaupa þurfi erlend- an gjaldeyri fyrir 1,1 milljarð króna til að afla þessara aðfanga til framleiðslu á kindakjöti til útflutnings. Jafnvel þótt reiknað væri með 5% hækkun framleiðslu- kostnaðar milli ára (sem þó er að heyra að sé algert bannorð þegar framleiðsla kindakjöts er ann- ars vegar) fást ekki út þær fjár- hæðir sem prófessorinn nefnir. Útflutningurinn skilar þannig ekki undir 380 milljónum kr. til að greiða laun bænda og fastan kostnað við framleiðsluna. Fyrir búgrein eins og sauðfjárrækt þar sem fastur kostnaður er hátt hlutfall af framleiðslukostnaði er ávinningur af útflutningi augljós. Prófessorinn hefur ítrekað haldið því fram að sauðfjárfram- leiðendur hafi skuldbundið sig til að selja 6.700 tonn af lambakjöti á innanlandsmarkaði árlega. Hið rétta er að engin ákvæði eru til um framleiðslumagn eða mark- aðsstýringu í núgildandi sauðfjár- samningi. Til að fá óskertar bein- greiðslur þurfa bændur að eiga að lágmarki 0,6 kindur á móti hverju ærgildi í greiðslumarki, (sjá 5. gr. reglugerðar nr. 11/2008). Með öðrum orðum þá þarf lágmarks sauðfjáreign íslenskra bænda að nema rösklega 221 þúsund fjár að hrútum meðtöldum til þess að beingreiðslur úr ríkissjóði hald- ist óskertar. Eftirspurn neytenda eftir íslensku kindakjöti nam á síðasta ári um 6.100 tonnum. Það er eftirspurnin sem stjórnar því hve mikið selst af einstökum kjöt- tegundum á innanlandsmarkaði. Svo einfalt er það. Sauðfjársamningurinn kveð- ur á um að tiltekinni fjárhæð er varið í beingreiðslur sem greidd- ar eru óháð framleiðslumagni og hvort sem framleiðslan er flutt á erlenda markaði eða seld innan- lands. Þessar greiðslur eru því ekki alls ólíkar stuðningi ESB við landbúnað sem að stærst- um hluta er greiddur á skil- greint landbúnaðar land óháð því hvað framleitt er. Enginn, þ.m.t. deildar forseti hagfræði deildar HÍ, hefur reynt að líkja þeim við útflutningsbætur þó ESB sé einn stærsti útflytjandi heims á land- búnaðarvörum. Að lokum: Búvörusamningar, þ.m.t. sauðfjársamningur, verða til í samskiptum samtaka bænda og ríkisvaldsins. Það er skrýtin framsetning hjá yfirmanni fræða- sviðs innan Háskóla Íslands að halda því fram að starfs umhverfi sauðfjárræktarinnar verði til á „þriðju hæð Hótel Sögu“ eins og hann orðar það í grein sinni. Hafa ber það sem réttara reynist Nú liggja fyrir borgarráði ákaflega vandaðar reglur um samskipti skóla og lífsskoðunar- félaga, sem miða að því að skól- ar séu aðskildir frá trúarstarfi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi sjálfstæðismanna, er óhress með þetta og skrifaði þann 17.8.2011 að „Það hefur reynst farsælt að treysta skjólastjórn- endum og foreldrum til þess að taka sameiginlega ákvarðan- ir um samskipti við lífsskoðun- ar- og trúfélög. Hvað það er sem knýr fulltrúa Besta flokksins og Samfylkingar í borgarstjórn til að gera breytingar á samstarfi, sem góð sátt hefur ríkt um, er óskilj- anlegt.“ Það eru til nokkrar leiðir til að fela sannleikann og Júlíus Víf- ill notar hér „allir eru ánægðir- aðferðina“. Þegar hann talar hér um farsæl samskipti og góða sátt, hefur hann kosið að láta sem þeir foreldrar sem hafa kvartað yfir því árum saman að börn þeirra séu látin taka þátt í trúarlegu starfi, sitja undir bænahaldi og fleira í þeim dúr, séu lítilsigldir ómerkingar. Sáttin sem hann talar um er ekki almenn, heldur milli þjóna Þjóðkirkjunnar og þeirra skólastjórnenda sem hafa leyft starfsemi þeirra í skólanum. Reglur mannréttindaráðs borgar innar eru til komnar vegna ítrekaðra brota á rétti foreldra á að hafa börnin sín í hlutlausum skólum, þar sem þau verða ekki fyrir beinni eða óbeinni innræt- ingu. Það er ekkert „óskiljanlegt“ við það. Fólk vill ekki að félög sem hafa skoðanamyndandi áhrif eigi aðgang að skólabörnum. Skýrar reglur um það hvernig hlutlaust skólahald á að fara fram eru nauðsyn. Þessar reglur eru skóla- stjórnendum ekki höft, heldur stoð við að framfylgja mannrétt- indum í skólum. Með reglunum er ekki verið að skerða frelsi, heldur koma í veg fyrir að skóla- starf snúist um annað en menntun barnanna. Júlíus Vífill sagði einnig: „Með tillögunum sem samþykktar voru í mannréttindaráði, …, er verið að gera viðurkennt félags- starf barna og unglinga sem fram fer á vegum kirkjunnar og trúfélaga tortryggilegt. Þær eru settar fram án sjáanlegs tilefnis og án faglegs undirbúnings.“ Í reglunum felst enginn dómur um gæði starfs „kirkjunnar og trú- félaga“, heldur sú einfalda beiðni að starf þeirra fari fram utan skólanna vegna eðli starfsins, sem er trúarleg iðkun og trúboð. Aftur móðgar hann foreldra sem kæra sig ekki um trúboð í skól- um með því að segja að tillögurn- ar séu „án sjáanlegs tilefnis“. Eru áhyggjur þeirra ekki þess virði að teljast tilefni? Áfram þvælir Júlíus Vífill: „Til- lögurnar hafa verið skreyttar hug- tökum eins og trúfrelsi en vinna gegn grundvallarmannréttindum vegna þess að í trúfrelsi felst meðal annars frelsi til að velja. Og það er einmitt það sem Barna- sáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að tryggja börnum bæði félags- lega og trúarlega.“ Það er ekki verið að skerða frelsi til grunn- réttinda, heldur leggja af forrétt- indi þjóðkirkju svo að hlutleysi og jafnræði fái að ríkja. Ekkert frelsi er án takmarkana og við sýnum hvert öðru virðingu með því að halda okkar sérstöku persónulegu stefnum utan við skóla þar sem börn allra foreldra eru velkomin. Með því að gefa börnum menntun um, en ekki boðun um trú og ver- aldlegar lífsskoðanir, fá þau ein- mitt rými og frelsi til að taka sína eigin sjálfstæðu ákvörðun þegar þau hafa aldur til. Út á það ganga grundvallarmannréttindi í siðuðu lýðræðisþjóðfélagi. Reglum mann- réttindaráðs ber að fagna því að þegar góðum reglum er framfylgt stuðla þær að velferð allra. Borgarfulltrúi þvælir um mannréttindi í þágu presta Landbúnaður Erna Bjarnadóttir forstöðumaður félagssviðs Bændasamtaka Íslands Samkeppnismál Guðmundur Andri Thorsson rithöfundurTrúmál Svanur Sigurbjörnsson læknir Kínversk fræði við HÁSKÓLA ÍSLANDS konfusius@hi.is | www.konfusius.hi.is ‘O Konfúsíusarstofnunin Norðurljós og Norræna Asíustofnunin (NIAS) kynna: Kortlagning tveggja skauta Evrasíu: Samlyndi sem sögulegt, heimspekilegt og félags-pólitískt stef. Mapping the two corners of EurAsia: Harmony as a historical, philosophical and socio-political theme. 16 fyrirlesarar frá 5 löndum flytja erindi. Vekjum sérstaklega athygli á eftirfarandi erindum: Chung-in Moon: “Uppgangur Kína og framtíð Kóreuskagans” & Daniel A. Bell: “Pólitískt lögmæti í Kína frá konfúsísku sjónarmiði”. Allir fyrirlestrar verða fluttir á ensku. All lectures in English. Háskólatorg 101 Mánudagur 22. ágúst: kl. 9:20 til kl. 17:30 Þriðjudagur 23. ágúst: kl. 9:30 til kl. 17:00 Sjá nánar á vef Háskólans www.hi.is í viðburðaskrá Allir eru velkomnir á öll erindin og aðgangur er ókeypis. Í boði Samkeppniseftirlits

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.