Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 26

Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 26
2 föstudagur 19. ágúst núna ✽ menning og listir augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin MYNDARLEGUR Sænski leikarinn Alexander Skarsgård sást spóka sig um götur Lundúna í vikunni. Hann var vel til hafður og myndarlegur að venju. NORDICPHOTOS/GETTY Ný auglýsingaherferð skófram-leiðandans Dr. Martens þykir sérstaklega vel heppnuð. Hún skartar fyrirsætunum Agyness Deyn og Ash Stymest í aðalhlut- verkum. Herferðin nefnist First and For- ever og rifjar Deyn meðal ann- ars upp sína fyrstu ástarsorg í hugljúfri sjónvarpsauglýsingu fyrir Dr. Martens. Auglýsingarn- ar hafa svolítið gamaldags yfir- bragð og sá stílistinn Way Perry um að klæða fyrirsæturnar, sem sitja fyrir í gömlum bílum og skemmtisölum. Ljósmyndarinn Gavin Watson á heiðurinn að myndunum en hann er þekktur fyrir að mynda fólk úr mismun- andi kimum bresks sam félags. Útkoman er flott og hefur sannar- lega tilætluð áhrif því mann lang- ar virkilega mikið í eitt par af Dr. Martens. Dr. Martens slær í gegn með nýja auglýsingu: Að eilífu Dr. Martens skór Fyrsta hjartasorgin Fyrirsætan Agy- ness Deyn situr fyrir í nýrri auglýsinga- herferð Dr. Martens sem nefnist First and Forever. NORDICPHOTOS/GETTY Menning í Mýrinni Skemmtilegur listviðburður verð- ur í Norræna húsinu á morgun frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar munu nokkrir listamenn sýna vídeóverk, myndlist, ljósmyndir og tónlistar- gjörning. Söngkonan Rakel Mjöll og ljósmyndarinn Katrín Braga taka saman höndum í verkinu Raketa en þar blanda þær saman tónlist og vídeóverkum. Að auki verður sýning á myndum breska ljósmynd- arans Charlie Strand sem áður hefur gefið út bók- ina Project Ice- land. Menning- in verður því í fyrirrúmi í Vatnsmýrinni á morgun. Rökkurró kveður Hljómsveitin Rökkurró efnir til kveðjutónleika á Faktorý í kvöld þar sem hljómsveitin kemur fram ásamt hljómsveitunum Agent Fresco, Útidúr og Úlfur Úlfur. Ástæða tónleikanna er brottför söngkonunnar Hildar Kristínar Stefáns- dóttur, sem mun stunda nám í Japan næsta árið. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 23.00 og er að- gangseyr- ir 1.000 krónur. SUMARTVÍEYKI Augnskugga-tvíeykin frá MAC koma í nokkr- um ólíkum litum og eru fullkomin fyrir þær sem eiga erfitt með að para saman ólíka liti. Þessi litatvenna er fullkomin fyrir þenn- an síðasta mánuð sumars. S kemmtileg sýning með fatnaði Vigdísar Finnbogadóttur verður í versluninni ELLU á morgun. Flíkurnar eru frá forsetatíð Vigdísar og á sýning- unni má finna margar dýrmætar flík- ur sem margir muna án efa eftir. Elínrós Líndal, eigandi ELLU, er mikil áhugamanneskja um tímabils- fatnað og kviknaði hugmyndin að sýningunni út frá þeim áhuga. „Okkur langaði einnig að taka þátt í Menningar nótt og gera eitthvað sem tengdist fatnaði og kvenleiðtogum og ákváðum að fara þessa leið. Ég fékk svo leyfi frá Vigdísi sjálfri til að fara í gegnum geymsluna hennar og velja þar úr alla fallegu kjólana sem ég mundi eftir frá því að ég var barn. Flíkurnar eru allar gullfallegar og eiga í raun allar heima á safni,“ útskýrir Elínrós en á meðal þess sem má sjá á sýningunni eru fötin sem Vigdís klæddist í sinni fyrstu opinberu heim- sókn og kjóllinn sem hún klæddist við brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu. „Alls eru þetta um fimmtán flíkur sem verða til sýnis hjá okkur á morg- un. Vigdís stundaði háskólanám í Frakklandi á sínum tíma og er aug- ljóslega með mjög fágaðan smekk og mikil heimskona. Hún var að auki fyrsti kvenforsetinn í öllum heim- inum og ítalska tískuhúsinu Valent- ino þótti mikill heiður að fá að hanna fatnað fyrir hana og hún klæddist gjarnan því merki,“ segir Elínrós. Sýningin hefst klukkan 12.00 á morgun og stendur yfir til klukkan 17.00. - sm Flíkur Vigdísar Finnbogadóttur til sýnis á Menningarnótt: SMEKKLEG HEIMSKONA Merkileg sýning Sýning á fatnaði Vigdísar Finnbogadóttur frá forsetatíð hennar verður í versluninni ELLU á morgun. Elínrós Líndal skipuleggur sýninguna og segir hana innihalda stórglæsilega kjóla Vigdísar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Vertu flott á Næg bílastæði fyrir ofan hús. 50-70% afsl. af öllum fatnaði. menningar nótt Þú færð fötin hjá okkur 30% afsl. af skarti.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.