Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 26
2 föstudagur 19. ágúst núna ✽ menning og listir augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin MYNDARLEGUR Sænski leikarinn Alexander Skarsgård sást spóka sig um götur Lundúna í vikunni. Hann var vel til hafður og myndarlegur að venju. NORDICPHOTOS/GETTY Ný auglýsingaherferð skófram-leiðandans Dr. Martens þykir sérstaklega vel heppnuð. Hún skartar fyrirsætunum Agyness Deyn og Ash Stymest í aðalhlut- verkum. Herferðin nefnist First and For- ever og rifjar Deyn meðal ann- ars upp sína fyrstu ástarsorg í hugljúfri sjónvarpsauglýsingu fyrir Dr. Martens. Auglýsingarn- ar hafa svolítið gamaldags yfir- bragð og sá stílistinn Way Perry um að klæða fyrirsæturnar, sem sitja fyrir í gömlum bílum og skemmtisölum. Ljósmyndarinn Gavin Watson á heiðurinn að myndunum en hann er þekktur fyrir að mynda fólk úr mismun- andi kimum bresks sam félags. Útkoman er flott og hefur sannar- lega tilætluð áhrif því mann lang- ar virkilega mikið í eitt par af Dr. Martens. Dr. Martens slær í gegn með nýja auglýsingu: Að eilífu Dr. Martens skór Fyrsta hjartasorgin Fyrirsætan Agy- ness Deyn situr fyrir í nýrri auglýsinga- herferð Dr. Martens sem nefnist First and Forever. NORDICPHOTOS/GETTY Menning í Mýrinni Skemmtilegur listviðburður verð- ur í Norræna húsinu á morgun frá klukkan 17.00 til 19.00. Þar munu nokkrir listamenn sýna vídeóverk, myndlist, ljósmyndir og tónlistar- gjörning. Söngkonan Rakel Mjöll og ljósmyndarinn Katrín Braga taka saman höndum í verkinu Raketa en þar blanda þær saman tónlist og vídeóverkum. Að auki verður sýning á myndum breska ljósmynd- arans Charlie Strand sem áður hefur gefið út bók- ina Project Ice- land. Menning- in verður því í fyrirrúmi í Vatnsmýrinni á morgun. Rökkurró kveður Hljómsveitin Rökkurró efnir til kveðjutónleika á Faktorý í kvöld þar sem hljómsveitin kemur fram ásamt hljómsveitunum Agent Fresco, Útidúr og Úlfur Úlfur. Ástæða tónleikanna er brottför söngkonunnar Hildar Kristínar Stefáns- dóttur, sem mun stunda nám í Japan næsta árið. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 23.00 og er að- gangseyr- ir 1.000 krónur. SUMARTVÍEYKI Augnskugga-tvíeykin frá MAC koma í nokkr- um ólíkum litum og eru fullkomin fyrir þær sem eiga erfitt með að para saman ólíka liti. Þessi litatvenna er fullkomin fyrir þenn- an síðasta mánuð sumars. S kemmtileg sýning með fatnaði Vigdísar Finnbogadóttur verður í versluninni ELLU á morgun. Flíkurnar eru frá forsetatíð Vigdísar og á sýning- unni má finna margar dýrmætar flík- ur sem margir muna án efa eftir. Elínrós Líndal, eigandi ELLU, er mikil áhugamanneskja um tímabils- fatnað og kviknaði hugmyndin að sýningunni út frá þeim áhuga. „Okkur langaði einnig að taka þátt í Menningar nótt og gera eitthvað sem tengdist fatnaði og kvenleiðtogum og ákváðum að fara þessa leið. Ég fékk svo leyfi frá Vigdísi sjálfri til að fara í gegnum geymsluna hennar og velja þar úr alla fallegu kjólana sem ég mundi eftir frá því að ég var barn. Flíkurnar eru allar gullfallegar og eiga í raun allar heima á safni,“ útskýrir Elínrós en á meðal þess sem má sjá á sýningunni eru fötin sem Vigdís klæddist í sinni fyrstu opinberu heim- sókn og kjóllinn sem hún klæddist við brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu. „Alls eru þetta um fimmtán flíkur sem verða til sýnis hjá okkur á morg- un. Vigdís stundaði háskólanám í Frakklandi á sínum tíma og er aug- ljóslega með mjög fágaðan smekk og mikil heimskona. Hún var að auki fyrsti kvenforsetinn í öllum heim- inum og ítalska tískuhúsinu Valent- ino þótti mikill heiður að fá að hanna fatnað fyrir hana og hún klæddist gjarnan því merki,“ segir Elínrós. Sýningin hefst klukkan 12.00 á morgun og stendur yfir til klukkan 17.00. - sm Flíkur Vigdísar Finnbogadóttur til sýnis á Menningarnótt: SMEKKLEG HEIMSKONA Merkileg sýning Sýning á fatnaði Vigdísar Finnbogadóttur frá forsetatíð hennar verður í versluninni ELLU á morgun. Elínrós Líndal skipuleggur sýninguna og segir hana innihalda stórglæsilega kjóla Vigdísar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SOHO/MARKET Á FACEBOOK Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 og laugd 12–17 Vertu flott á Næg bílastæði fyrir ofan hús. 50-70% afsl. af öllum fatnaði. menningar nótt Þú færð fötin hjá okkur 30% afsl. af skarti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.