Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.08.2011, Blaðsíða 30
Vanaföst kynlífsiðkun ? Hæ Sigga Dögg. Mig langar að vita hvort þú lumir á einhverjum ráðum um hvernig megi krydda upp á kynlífið með makanum. Það er komið í fastar skorður hjá okkur hjónunum og á sér oftast stað á kvöldin þegar við erum komin undir sæng. Við erum bæði ung og leiðinlegt að þetta skuli vera komið í þetta hjólfar. Svar: Þú segir að kynlífið eigi sér oftast stað á kvöldin og ég ætla að álykta sem svo að það finnist þér galli. Ef þér finnst verra að stunda kynlíf á kvöld- in þá gætuð þið komið ykkur saman um annan tíma sem væri í senn spenn- andi og myndi henta báðum betur. Staðreyndin er sú að oftar en ekki fer kynlíf í langtímasambandi í einhvers konar vana eða rútínu. Það má líta á það sem leiðinlegt eða eðlilega þróun á því þegar tveir einstaklingar reyna að skipuleggja tíma sinn saman. Þetta er einnig spurning um hvernig maka þínum finnist kynlífið ykkar vera. Hér reynir á samskiptin og lausnin felst ekki endilega í titrandi baðönd eða blárri mynd. Ef þið eruð bæði sammála um að ykkur langi til að fá nýjar hugmyndir má finna ágætar kynlífstækni- bækur á næsta bókasafni. Fyrst þurfið þið að tala hreinskilnislega saman, því samskipti og skilningur á afstöðu hins aðilans er lykilatriði. ? Hæ Sigga. Ég á kærasta og við erum búin að hittast í nokkra mánuði. Núna vill hann fá að sofa hjá mér í endaþarm og ég er hrædd um að það sé vont. Mér finnst leiðinlegt að hann sé alltaf að spyrja mig um þetta því ég vil þetta ekki. Ég þori ekki að tala um þetta við vinkonur mínar því ég er hrædd um að þeim finnist ég skrítin eða kærastinn leiðinlegur við mig. Svar: Spurning þín er mjög algeng og áhyggjur þínar rétt- mætar. Þú segist ekki vilja prófa þetta og það er þinn réttur og hann ber að virða það. Þú getur prófað að snúa dæm- inu við, ég segi gjarnan að eitt skuli yfir báða ganga. Enda- þarmurinn er mikill örvunarstaður hjá karlmönnum og mæli ég með að þú leggir til að þið prófið fyrst gælur við hans endaþarm, svo framarlega sem þú sért til í að prófa það. Hann gæti þá öðlast skilning á því hversu varlega þarf að fara með þetta svæði og jafnvel uppgötvað nýjan unaðs- stað á sjálfum sér. Ef þú ert opin fyrir því að prófa þetta þá er best að byrja smátt og þá á örvun endaþarmsins með fingri. Lykillinn er að vera afslappaður og með nóg af sleipi- efni, ef þetta er sárt þá á að hætta eða taka pásu. Ekki nota deyfilyf eða deyfikrem, og smokkanotkun er mikilvæg. Það þarf að passa að gæta fyllsta hreinlætis og fara ekki úr endaþarmi yfir í leggöng því það getur valdið sýkingu. Svo má ekki gleyma því að þetta er kannski ekki kynlíf sem hentar þér og þú ert alls ekkert síðri kynlífsfélagi fyrir vikið. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Líkur eru á að þriðja kvikmyndin um vin-konurnar Carrie, Samönthu, Charlotte og Miröndu verði gerð innan skamms. Myndin verður forsaga þáttanna og þar kynnist áhorfandinn ungri Carrie, sem er þá nýflutt til New York. Daily Mail segir frá því að nokkrar ungar og efnilegar leikkonur séu orðaðar við hlut- verk í kvikmyndinni en sitt sýnist hverj- um um valið. Gossip Girl-stjarnan Blake Lively er sögð eiga að leika Samönthu Jones og söngkonan Selena Gomez hefur verið orðuð við hlutverk Charlotte York. Emma Roberts, bróðurdóttir Juliu Roberts, er möguleg Miranda Hobbs og hlutverk hinnar ungu Carrie gæti Elizabeth Olsen hreppt, en sú er yngri systir Olsen-tvíburanna. Það verður forvitnilegt fyrir aðdáendur þáttanna að fylgjast með fram- vindu mála, enda standa framleið- endur kvikmyndarinnar frammi fyrir ærnu verkefni. Forsaga Sex and the City í bígerð: Leita að hinni ungu Carrie Elizabeth Olsen er orðuð við hlutverk hinnar ungu Carrie Bradshaw. NORDICPHOTOS/GETTY Blake Lively gæti leikið Samönthu Jones. Innritun er allan ársins hring. Nemendur stunda námið á þeim hraða sem hentar hverjum og einum, en miðað er við námslok innan 12 mánaða. Kennt er á miðvikudögum kl. 18 - 22 Nemendur fá tösku með naglaslípivél og lampa ásamt veglegum vörupakka. Kennararnir hafa áralanga reynslu í faginu og kennsluréttindi frá Professionails í Belgíu. Hjölur ehf Hjallabrekku 1 www.snyrtiakademian.is Sími 588 8300 Naglaskóli Professionails er alþjóðlegur naglaskóli sem útskrifar nemendur með Diploma sem gildir víða um heim. Naglaskóli Professionails á Íslandi á Facebook Hjallabrekku 1 • 200 Kópavogur www.snyrtiakademian.is • skoli@snyrtiakademian.is Sími 553-7900 - 14 vikna námskeið hefst 5. september. - Kennt er mánudaga til fimmtudaga. Hægt er að velja um morgunhóp eða kvöldhóp. - Nemendur útskrifast með diploma sem förðunarfræðingar. - Nemendur fá förðunartösku með vörum frá NNCosmetics. - Kennararnir hafa áralanga reynslu í faginu. - Kennd er tísku- ljósmynda- leikhús- og líkamsförðun og airbrush. - Spennandi gestakennarar og þátttaka í ýmsum verkefnum. Verkefni sem nemendur tóku þátt í síðasta vetur: - Buddy Holly. - Frostrósir. - Forvarnarauglýsing. - Forsíða fyrir Vikuna. - Förðun fyrir L’Oréal hárgreiðslumeistara. Fjölbreytt förðunarnám!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.