Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 54

Fréttablaðið - 19.08.2011, Side 54
19. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR42 „Ég er með smá fiðrildi í magan- um út af þessu en maður verður að henda sér í djúpu laugina til að halda áfram að þroskast,“ segir Ásgrímur Már Friðriksson fata- hönnuður, sem birtist á sjónvarps- skjánum í fyrsta sinn í vetur. Ásgrímur, eða Ási eins og hann er kallaður, er nýr liðsmaður í þættinum Nýtt útlit á Skjá einum og stendur þar tískuvaktina við hlið Jóhönnu Björgu Christensen og Hafdísi Ingu Hinriksdóttur. „Ég þekki bæði Hafdísi og Jóhönnu vel og var því ekki lengi að þiggja starfið þegar það bauðst. Við skemmtum okkur alltaf vel saman og hlæjum mikið. Ég vona að það eigi eftir að endurspeglast til áhorfenda gegnum skjáinn,“ segir Ási og bætir við að hann sé mjög spenntur að hefjast handa en tökur hefjast á næstu vikum. „Þátturinn verður ekki bara fyrir konur í þetta sinn heldur ætlum við að fá karlmenn til okkar í stíliseringu eða „make over“. Fara yfir hreinlæti, rakstur og ilm fyrir karlmenn, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Ási en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar í sjónvarpi en hann hefur verið áberandi innan íslenska tískubransans undanfar- in ár. Ási er menntaður fatahönn- uður frá Listaháskólanum og er að vinna í sinni fyrstu herrafata línu, sem kemur út á næsta ári. „Ég er að vinna í fatalínunni samhliða öðrum verkefnum og ekk- ert að stressa mig. Nú er ég bara spenntur að prófa eitthvað nýtt og er mjög fegin að feimnin mín við upptökuvélarnar er horfin í bili.“ - áp FÖSTUDAGSLAGIÐ Ási Már á skjáinn LÍKA FYRIR KARLMENN Ásgrímur Már Friðriksson ætlar að fjalla um tísku og útlit á Skjá einum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það er Who Let the Dogs Out? með Baha Men.“ Albert Steingrímsson hundaþjálfari. Kvikmyndaverið Universal hefur ákveðið að færa frumsýningardag Contraband sem Balt- asar Kormákur leikstýrir fram til 13. janúar en til stóð að myndin yrði frumsýnd um miðjan mars. Leikstjórinn leggur lokahönd á myndina um þessar mundir. „Reglan er yfirleitt sú að ef menn eru hrifn- ir þá er frumsýningin færð fram. Ef ekki eru myndirnar stundum færðar aftar í dagatalið,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið. Hann var staddur í London þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann var að litgreina film- una ásamt kvikmyndatökumanninum Barry Ackroyd. Að sögn leikstjórans er búið að klippa myndina og virðist „klippið“ hafa farið það vel ofan í forsvarsmenn Universal að Contraband hefur verið úthlutað þriggja daga helgi. Hún verður frumsýnd föstudaginn 13. janúar en helgin sem þá gengur í garð er kennd við blökkumannaleiðtogann séra Martin Luther King. Contraband er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Reykjavik-Rotterdam sem Óskar Jónasson leikstýrði og var frumsýnd fyrir þremur árum. Baltas- ar lék sjálfur aðalhlutverkið í mynd- inni en Mark Wahlberg tekur við keflinu af honum. Meðal annarra leikara má nefna Kate Beckinsale, Ben Foster, Giovanni Rib- isi og J.K Simmons auk Lukas Haas og Diego Luna. Baltasar fær nýjan frumsýningardag „Þetta verður í fyrsta skipti sem við spilum í Kaupmannahöfn Og raunar í fyrsta skipti sem við spil- um erlendis síðan við reyndum að meika það á Englandi í „den“. Það næsta sem við höfum komist útlöndum síðan þá eru bara Vest- mannaeyjar,“ segir Jón Ólafsson, hljómborðsleikari Ný danskrar. Sveitin, sem verður 25 ára gömul á næsta ári, ætlar að halda tónleika á tónleikastaðnum Bryggen í gamla höfuðstaðnum 9. september næstkomandi. Jón segir þá renna blint í sjóinn með aðsókn en vonast þó til að íbúar gamla höfuðstaðarins kunni að meta heimsókn frá „gömlu brýn- unum“ eins og hann kemst sjálf- ur að orði. „Ég hef trú á því að Íslendingar sem hafa verið búsettir lengi í Danmörku eigi eftir að láta sjá sig.“ Það kann kannski að koma ein- hverjum á óvart að það skuli vera svona langt síðan Ný dönsk hélt tónleika fyrir utan landsteinana. Á tímum útrásarvíkinga var ekki óalgengt að íslenskum listamönn- um væri flogið í starfsmanna- partí en Ný dönsk varð þess heiðurs aldrei aðnjótandi. „Við spiluðum náttúrlega í brúðkaupi aldarinnar hjá Jóni Ásgeiri og ég spilaði sjálfur í nokkrum slík- um veislum en við gerðum þetta aldrei saman sem hljómsveit.“ Jón segir að þeir verði allir með á tónleikunum í Kaupmannahöfn. Þeir hafi haft það fyrir reglu síðan Daníel Ágúst snéri aftur í hljóm- sveitina 2007 að koma helst ekki fram nema fullmannaðir. - fgg Síðbúin útrás Ný danskrar TIL DANMERKUR Ný danskir ætla að spila á tónleikum á Bryggen í Kaupmannahöfn 9. september. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÆRÐ FRAM Frumsýning kvikmyndarinnar Contraband hefur verið færð fram til 13. janúar. Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni en með aðalhlutverkin fara þau Mark Wahlberg og Kate Beckinsale. „Þetta verður alveg æðislega skemmtilegt og eitthvað sem eng- inn má missa af,“ segir Sigríð- ur Beinteinsdóttir söngkona sem kemur fram á væntanlegum afmæl- istónleikum Bylgjunnar annað kvöld. Mikið hefur verið að gera hjá Sig- ríði í sumar en hún eignaðist tví- bura, stúlku og strák, í maí ásamt unnustu sinni, Birnu Maríu Björns- dóttur. „Það er brjálað að gera og gaman,“ segir Sigríður og bætir við að tvíburarnir verði nú ekki bak- sviðs á tónleikunum enda þeir of seint um kvöldið fyrir ungabörn. Útvarpsstöðin Bylgjan heldur upp á 25 ára afmæli stöðvarinnar með því að slá upp allsherjar tón- listarveislu á Ingólfstorgi á Menn- ingarnótt. „Ég bara trúi því ekki að það séu komin 25 ár, mér finnst eins og það séu svona tvö ár síðan þetta byrjaði,“ segir Sigríður, sem hefur fylgt Bylgjunni frá upphafi árið 1986. „Stjórnin var í mörg ár svona sumarsveit Bylgjunnar og við höfum því fylgt stöðinni lengi.“ Ásamt Sigríði koma fram for- sprakkar margra vinsælustu sveita landsins á borð við Egil Ólafsson, Pál Óskar, Helga Björns, Bubba Morthens og Björgvin Halldórsson. Sigríður kemur fram ásamt Grétari Örvarssyni en þau hafa ekki sungið saman á sviði í langan tíma. „Nei, það má segja að þetta sé eins konar endurkoma hjá okkur. Við höfum ekki sungið saman lengi og ætlum að taka fullt af skemmti- legum slögurum,“ segir Sigríður en hún ætlar einnig að syngja með Björgvini Halldórssyni á tónleikun- um en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku hlustenda gegnum tíð- ina. Dagkráin hefst á Ingólfstorgi klukkan 13.30 og koma þar fram Sveppi og Villi, Jón Jónsson og Friðrik Dór og Páll Óskar. Um kvöldið, klukkan 20, heldur svo fjörið áfram en stjörnuhljómsveit- in stígur á svið klukkan 21. alfrun@frettabladid.is SIGRÍÐUR BEINTEINSDÓTTIR: SYNGUR AFTUR MEÐ GRÉTARI ÖRVARS Skilur tvíburana eftir heima HLAKKAR TIL Sigríður Beinsteinsdóttir fullyrðir að enginn megi missa af tónleikunum annað kvöld á Ingólfstorgi. Hér er hún með konu sinni, Birnu Önnu Björnsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI SKEMMTUN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.