Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 2

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 2
2. september 2011 FÖSTUDAGUR2 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 ... og rjómi 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Krónan Bónus Víðir Fjarðar- kaup Nettó Samkaup/ Úrval Hagkaup Nóatún Matarkarfa 29. ágúst 2011 10 .1 03 10 .1 29 10 .2 82 10 .9 16 11 .1 18 12 .1 36 12 .2 68 12 .9 12 Kamilla, er ekkert bóluefni til við þessu? „Dr. Airwaves mælir með 200 hljómsveitarpillum sem teknar eru yfir fimm daga. Þá ætti fólk að hafa veturinn af.“ Kamilla Ingibergsdóttir starfar fyrir Iceland Airwaves. Breska hljómsveitin The Vaccines, eða Bóluefnin, hefur hætt við að koma fram á tónlistarhátíðinni vegna veikinda söngvarans. FÓLK Útivistartími barna og ung- linga tók breytingum í gær, 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 en 13 til 16 ára unglingar til klukkan 22. Aldur miðast við fæðingarár. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssam- komu. Útivistarreglurnar eru sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn. Breyttur útivistartími: 16 ára mega vera úti til tíu DÓMSMÁL Nítján ára síbrotamaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ránstilraun og önnur auðgunarbrot. Maðurinn ruddist inn í útibú Arion banka í Hraunbæ í janúar síð- astliðnum, með andlit sitt hulið og vopnaður steinhellu. Hann skipaði gjaldkera að afhenda sér peninga og henti hellunni í gegnum glerið á næstu gjaldkerastúku. Hann hvarf á brott eftir að gjaldkerinn sagðist enga peninga hafa til að afhenda honum. Þá er maðurinn einn- ig dæmdur fyrir að stela hinu og þessu; bílum, mat úr verslun, síma, Nítján ára síbrotamaður fær sjöunda dóminn á þremur árum: Í árs fangelsi fyrir ránstilraun HEILBRIGÐISMÁL Almenn bólusetn- ing gegn leghálskrabbameini hefst hér á landi seinni hluta þessa mánaðar, að því er segir í frétt á vef landlæknis. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlk- ur bólusettar árlega. Bólusett verður með bóluefn- inu Cervarix og felur full bólu- setning í sér þrjár sprautur sem gefnar verða á sex til tólf mánaða tímabili. Áætlað er að bólusetja stúlk- urnar í skólum landsins en fram- kvæmd bólusetningarinnar er í höndum heilsugæslunnar. - ibs 12 ára stúlkur bólusettar: Bólusett við leghálskrabba Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára hefur maðurinn hlotið sjö dóma frá árinu 2008. Fyrst þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir þjófnað og síðar sama ár hlaut hann dóm fyrir brot gegn valdstjórninni en var ekki gerð sér- stök refsing. Hann hlaut eins árs fangelsi árið 2009 fyrir rán, líkamsárás og fleira og sex mánaða fangelsi í apríl 2010 fyrir líkamsárás, þjófnað, brot gegn valdstjórninni og fleira til. Þá hefur hann hlotið tvo aðra dóma á þessu ári, einn tveggja mánaða fyrir fjársvik og annan fyrir þjófnað og nytjastuld án þess að vera gerð sérstök refsing. Ungur en með mikinn afbrotaferil bíllyklum og græjum og greiðslu- korti annars manns og nota það. Maðurinn játaði brot sín skýlaust og var tekið tillit til þess við ákvörð- un refsingar, sem og þess hversu ungur að árum hann er. Manninum er gert að greiða Arion banka 208 þúsund krónur í bætur. - sh VESTFIRÐIR Þeim einstaklingum með lögheimili á Vestfjörðum sem sóttu menntun á framhalds- skólastigi á síðasta ári hefur fækkað sé miðað við árið 2009. Alls voru 578 nemendur skráðir í nám á síðasta ári en þeir voru 660 árið 2009. Þetta kemur fram á vef Bæjarins besta. Fleiri konur en karlar sækja nám í framhaldsskóla, en árið 2010 voru 309 konur með lög- heimili á Vestfjörðum skráðar, 15 ára og eldri. Karlarnir voru 269 talsins. Árið 2009 voru konurnar 357 en karlarnir 303 og árið 2008 voru þær 342 en karlarnir 273. - sv Færri námsmenn fyrir vestan: Fleiri konur en karlar í námi EVRÓPUSAMBANDIÐ Sautján Nóbels- verðlaunahafar í hagfræði lýstu því yfir nýverið að evrusvæðið muni lifa af skuldakreppu Grikkja og fleiri nauðstaddra evruríkja. Fari hins vegar svo, að skipta þurfi evrusvæðinu upp, þá telja þeir skynsamlegra að Þýskaland taki pokann sinn og segi skilið við myntbandalagið en að Grikkland verði rekið úr hópnum. Það var fréttastofan Reuters sem skýrði frá þessu. Meðal hag- fræðinganna sautján eru Joseph Stiglitz, Myron Scholes og Robert Mundell. Í viðtali við Reuters segir Stig- litz að það yrði enginn hægðarleik- ur að skipta evrusvæðinu niður í smærri svæði: „Það er mjög erfitt að afhræra hrærð egg,“ segir hann. Hann segir hins vegar að hag- fræðingar séu almennt að komast á þá skoðun að Þýskaland, sem er vel stætt efnahagslega, ætti auðveld- ara með að segja skilið við hópinn en Grikkland. Skuldabagginn myndi halda áfram að sliga Grikkland, sem ætti afar erfitt með að ná sér á eigin spýtur. Þjóðverjar myndu hins vegar spjara sig ágætlega. - gb Sautján Nóbelsverðlaunahafar segja evruna lífvænlega þrátt fyrir skuldakreppu: Þjóðverjar fari frekar en Grikkir PAPANDREÚ OG MERKEL Forsætisráðherra Grikklands og kanslari Þýskalands á einum fjölmargra funda um skuldavanda evruríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP KÖNNUN Um 34 prósent lands- manna styðja ríkisstjórnina, samkvæmt þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær. Samkvæmt þjóðarpúlsinum nýtur Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings 35,6 prósenta kjósenda. Um 21,9 prósent styðja Samfylkinguna, og 16,8 prósent Framsóknarflokkinn. Fylgi Vinstri grænna hefur ekki verið minna í fjögur ár, og mælist nú 14,3 prósent. Um 2,9 prósent sögðust styðja Hreyf- inguna í könnuninni. Alls sögðust 8,6 prósent ætla að kjósa önnur framboð. - bj Ný könnun á fylgi flokkanna: Um þriðjungur styður stjórnina Frávísunarkrafa fyrir dóm Landsdómur mun koma saman á mánudag, en þá mun fara fram munnlegur málflutningur um frávís- unarkröfu Geirs. H. Haarde, fyrrver- andi forsætisráðherra. Landsdómur hefur áður hafnað frávísunarkröfu Geirs, sem byggði á því að Lands- dómur hafi ekki verið rétt skipaður. LANDSDÓMUR ÞÝSKALAND Eftir 98 daga hlaup um skóga Bæjaralands náðist að koma böndum á þýsku kúna Yvonne í gær. Kýrin hafði notið frelsisins síðan í maí, en er nú komin undir manna hendur. Óvíst er hvort Yvonne átti sæld- arlíf í frelsinu, en hún var hundelt af veiðimönnum eftir að lögreglan hafði sett 10 þúsund evrur til höf- uðs henni. Forsendan var að hún gæti verið ökumönnum á svæð- inu hættuleg. Illa gekk þó að ná Yvonne og virtist henni líka vistin í Ölpunum betur en á bóndabýl- inu, hvar hún hafði fram að því alið manninn, tja eða kúna. - kóp Þýsk kýr frjáls í 98 daga: Yvonne hand- sömuð á flótta FRELSIÐ ER YNDISLEGT Þýska flóttakýrin Yvonne náðist loks í Ölpunum eftir 98 daga flótta. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR Allt að 28 prósenta verð- munur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýr- ust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síð- astliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verð- munur reyndist vera á verði matar- körfunnar á milli Bónuss, Krón- unnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krón- unni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvör- um, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóa- túns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. For- svarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu segir að ítrek- að hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýr- ustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnu- Matarkarfan reynist ódýrust í Krónunni Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ í Krónunni og Nóatúni. Krónan, Bónus og Víðir bjóða lægsta verðið. Bónus gagnrýnir könnunina en ASÍ vísar gagnrýninni á bug. Dæmi eru um 56 prósenta verðmun á vörum. brögðum ASÍ eru ódýrustu banan- arnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur,“ segir í tilkynn- ingunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlit- ið vinni eftir ákveðnum verklags- reglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með,“ segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is KRÓNAN Dæmi eru um 56 prósent verðmun á vörum á milli verslana í verðkönnun ASÍ. Matarkarfan reyndist ódýrust í Krónunni en dýrust í Nóatúni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.