Fréttablaðið - 02.09.2011, Síða 17

Fréttablaðið - 02.09.2011, Síða 17
FÖSTUDAGUR 2. september 2011 17 Tilboð í nafla alheimsins Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald’s hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér. Ekki misskilja mig. Mér finnst líka gaman að láta innlenda aðila græða á mér. Um daginn lét ég smyrja hjólið mitt á hjóla- verkstæði úti á Granda og nú hjólar það næstum því sjálft upp brekkur. Það eru fjölmörg lítil og metnaðarfull fyrirtæki um land allt sem yndislegt er að styðja með viðskiptum. Sum selja pítsu- sneiðar í miðbænum, önnur flytja inn hljóðfæri frá fjarlæg- um heimshlutum og enn önnur keyra mann heim um miðja nótt. Mér finnst almennt gaman að láta taka af mér peninga. Mér er sama hvort sá sem þá fær er Íslendingur eða ekki, eða íbúi hér, svo lengi sem ég verð glaður með það sem ég fæ. Sama ætl- ast ég til af þeim sem tekur af mér peninga: að hann skeyti sem minnstu um hver og hvaðan ég er og sem mestu um það hvort ég verði ánægður með viðskiptin. „Marxíska“ prófið Það er til fræg tilvitnun í banda- rískan grínista, Groucho Marx, þar sem hann segist ekki vilja tilheyra neinum þeim klúbbi sem myndi samþykkja sig sem með- lim. Þetta getur verið sniðug krí- tería á fleiri sviðum. Ef maður kláraði ekki grunnskóla þá ætti maður til dæmis að efast eilítið um þann háskóla sem samþykkir námsumsókn manns fyrirvara- laust. Svipaðar áhyggjur hef ég raunar stundum, í fullri hrein- skilni, af sumum þeirra erlendu fjárfestinga sem rætt er um hér- lendis nú um stundir. Ég er ekki viss um að þeir sem eru á þess- ari stundu tilbúnir í að fjárfesta í því hagkerfi sem ríkir á Íslandi séu þeir sem við helst vildum fá. Það er dálítill ævintýrabragur á sumum þeirra. Mér líður þannig eins og verið sé að tala niður til okkar þegar erlendar fjárfestingar eru rök- studdar með klisjum um græna orku, og Íslandsáhuga þeirra sem fjárfesta. Að auki er auðvi- tað rétt að hafa áhyggjur af því að sum þeirra sveitarfélaga sem taka eiga á móti stórum fyrir- tækjum muni ekki hafa burði til þess. Getur sveitarfélag veitt vinnuveitanda fjórðungs íbúa þess sterka viðspyrnu? Varla. En þá skiptir litlu máli hvers lenskur vinnuveitandinn er. Gæta þarf að lagaumgjörðinni um fjárfestingar en ekki ætti að reyna að hindra þær með úrelt- um þjóðernistólum. Auðvitað megum við ekki vera of bláeyg. Jarðakaup eru eitt. Loforð um uppbyggingu og hvernig hún eigi að vera eru annað. Og þótt þau áform sem nú hafa verið kynnt á Grímsstöðum hljómi nákvæmlega eins og hið margtuggða „eitthvað annað“ sem ítrekað var kallað eftir, þá ættu menn ekki að æsa sig um of. Ekki þarf að vera að af þeim áformum verði eða að þau verði með þeim hætti sem lofað er. Það skiptir samt ekki öllu máli. Í grunninn snýst þetta um hvort banna eigi Íslendingum að selja útlendingum jarðir. Þjóðerni er vont skilyrði Í lok eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar segir „Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fast- eignaréttindi eða hlut í atvinnu- fyrirtæki hér á landi“. Það er tillaga stjórnlagaráðs að þessi setning fari út. Það er góð hug- mynd. Ríkisborgararéttur eða lögheimili á Íslandi í einhvern tíma er ekki trygging fyrir því að menn hagi sér skynsamlega. Þar að auki geta klókir samn- ingamenn leyst slíkar hindran- ir. Peningar finna leið. Við Íslendingar viljum, eðli málsins samkvæmt, geta keypt fasteignir í öðrum löndum. Að sama skapi ættu íslensk lög ekki að krefja útlendinga um leyfi til að kaupa fasteignir hér. Vilji menn stuðla að náttúru- vernd, stýra auðlindanýtingu og hafa áhrif á atvinnuuppbygg- ingu eru flestar aðrar leiðir skynsamlegri og sanngjarnari en sú að líta til þjóðernis vænt- anlegra kaupenda. Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Og þótt þau áform sem nú hafa verið kynnt á Grímsstöðum hljómi nákvæm- lega eins og hið margtuggða „eitthvað annað“ sem ítrekað var kallað eftir, þá ættu menn ekki að æsa sig um of. AF NETINU Afhjúpandi Framsetning Samtaka fjármála- fyrirtækja vegna afskrifta lána er athyglisverð – eða kannski má segja að hún sé afhjúpandi. Þar segir að lán einstaklinga hafi verið færð niður um 143,9 milljarða. Þetta eru lán í bönkum og fjármálafyrirtækjum, hjá Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum. En 120 milljarðar eru komnir til vegna gengistryggðra lána – sem dómstólar úrskurðuðu að væru ólögleg. Þá eru ekki eftir nema um 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla lána. Það er að megn- inu vegna hinnar svonefndu 110 prósenta leiðar, en eins og bent hefur verið á getur ábatinn af henni horfið fljótt þegar verðbólga er jafn mikil og nú. Það má svo bera þetta saman við ýmsar aðrar afskriftir í kerfinu – auðmenn eru að fá miklu stærri fjárhæðir en þetta felldar niður og það sem meira er, þess er gætt að þeir þurfi ekki að sjá á bak eignum sínum. http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Biðlund aumingja Biðlund Þingeyinga er að bresta, segir Bergur Elías Ágústsson, bæjar- stjóri Norðurþings. Eftir lýsingu hans að dæma bíða Þingeyingar með hendur í skauti eftir að ríkis- stjórnin útvegi þeim vinnu. Átakan- legasta dæmi um pilsfalda-kapítal- isma, sem ég hef séð. Samkvæmt bæjarstjóranum gerist ekkert í Þingeyjarsýslum, nema ríkið útvegi vinnuna. Helzt við að byggja orku- ver í Gjástykki og álver á Húsavík. „Biðin eftir atvinnuuppbyggingu er orðin býsna lönd, biðlundin er að verða anzi lítil,“ segir hann. Geta þessir aumingjar ekki andskotast upp af rassinum og stofnað sprota- fyrirtæki eins og aðrir? http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson Vörslusviptingar Staðreyndin er sú að langflestir greiðendur afhenda bifreiðarnar til fjármálafyrirtækjanna þegar þeir geta ekki staðið í skilum með greiðslur. Það eru hins vegar alltaf einhverjir sem hætta að greiða fyrir afnotin, neita að afhenda bifreiðina og nýta hana áfram á ábyrgð fjármálafyrirtækjanna gagnvart tjóni þriðja aðila og sköttum og gjöldum. Slík háttsemi er refsivert auðgunarbrot. http://www.pressan.is/pressu- pennar/Lesa_Brynjar/ Brynjar Níelsson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.