Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 30

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 30
NAGLALAKK FYRIRSÆTUNAR ER ROAD HOUSE BLUES OPI INNIHELDUR EKKI DBP, TOLUENE EÐA FORMALDEHYDE Fæst í öllum helstu snyrtivöruverslunum og apótekum landsins. Nánari upplýsingar á artica.is LITIR HÆGRI TIL VINSTRI: Are We There Yet?, I Eat Mainely Lobster, My Address is “Hollywood,” Color to Diner For, Honk If You Love OPI, Road House Blues, Suzi Takes the Wheel, French Quarter for Your Thoughts, Uh- Oh Roll Down the Window, A-taupe the Space Needle, Get in the Expresso Lane, I Brake for Manicures 4 föstudagur 2. september T ískustraumar tíunda ára- tugarins hafa sótt í sig veðrið undanfarin ár og má nú finna slíkan fatn- að víða. Grunge-ið kom aftur fram á sjónarsviðið fyrir nokkru síðan og nú hafa buxnakjólar, blómamynstur og Dr. Martens-skór fylgt í kjölfarið. Grunge-tískan var tengd tón- listarstefnu að sama nafni og kom fyrst fram á sjónar- sviðið á fyrri hluta tíunda áratugarins. Líkt og tónlistin var grunge-tískan eins konar andsvar við tískustraum- um og stefnum þess tíma. Ógreitt hár, rifnar gallabux- ur, köflóttar skyrtur, lagskipt- ing og strigaskór voru í miklu uppáhaldi meðal þeirra sem fylgdu straumum grunge-ins. Stefnan festi sig þó í sessi og árið 1993 hannaði Marc Jacobs sumarlínu fyrir Perry Ellis í anda grunge-ins. Jacobs var þó rekinn stuttu síðar. Í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills 90210 má sjá annars konar tísku- strauma, blómakjóla, smekkbuxur, stutt pils og hvíta sokka við ökkla- skó. Ljósu gallabuxurnar tröllriðu öllu og stuttermabolir eða magabol- ir sömuleiðis. - sm Síðkjóll frá Spútnik Flott fyrirsæta Fyrirsætan Kate Moss var að stíga sín fyrstu skref innan tískubrans- ans á þessum tíma. Óskabarn tíunda áratugarins Winona Ryder var óskabarn tíunda áratugarins. Hér sést hún í ljósum gallabuxum og stuttermabol. Leður og stuttbuxur Drew Barrymore klæðist galla- stuttbuxum, en þær hafa verið mjög í tísku síðustu tvö árin. Hvítklædd söngkona Írska söngkon- an Sinéad O’Connor var ein af fyrir- myndum ungu kynslóðarinnar á tíunda áratugnum. Hér klæðist hún síðkjól og hinum vinsælu Dr. Martens-skóm. NORDICPHOTOS/GETTY Heklaður topp- ur frá Top Shop Vagabond, fást í Kaupfélaginu TÍSKA TÍUNDA ÁRATUGARINS SNÚIN AFTUR: GAMALT OG GOTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.