Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.09.2011, Blaðsíða 32
6 föstudagur 2. september Grensásvegur 16, sími 553 7300 Opið mán–fös 12–18 laugd 12–17 ÚTSÖLULOK VERÐSPRENGJA 5 VERÐ: 1000 - 1500 - 2000 2500 - 3000 SOHO/MARKET Á FACEBOOK Ingibjörg Gréta Gísladóttir vakti athygli fyrir vasklega framgöngu sína með fatahönnunarkeppnina Reykjavík Runway. Ingi- björg hefur komið víða við á lífsleiðinni en hún er menntuð leikkona og viðskiptafræðingur með brennandi áhuga á fótbolta. Mynd: Anton Orð: Álfrún Pálsdóttir Förðun: Harpa Kára/MAC H önnun breytir heim- inum,“ seg ir Ing i- björg Gréta Gísladótt- ir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway. „Ég er þakklát öllum þeim sem komu að þessu verkefni og gerðu það að veruleika með því að vinna með hjartanu,“ segir Ingibjörg, sem er þessa dagana að gera upp keppnina og sjá hvað má betur fara fyrir næsta ár. Hún er nefni- lega hvergi hætt og stefnir á að halda næstu keppni í nóvem- ber 2012. „Ég er ennþá að vinna í þessu en maðurinn minn er reyndar búinn að láta mig vita að hann vilji fara að sjá meira af mér heima fyrir.“ LEIKKONAN SEM LAUG SIG TIL SPÁNAR Ingibjörg býr í smáíbúðahverfinu ásamt börnum sínum tveimur, manni og hundi. Hún útskrifað- ist árið 1991 úr Leiklistarskólan- um og vann við leiklistina í nokk- ur ár eftir útskrift. „Ég útskrifaðist sem leikkona á síðustu öld en í dag nýt ég leiklist- arinnar í stað þess að skapa hana sjálf. Leiklistin er stór partur af mér og mér finnst gott að koma í leikhúsið og verða fyrir áhrif- um,“ segir Ingibjörg og fullyrðir að leikkonudraumurinn sé ennþá til staðar og hún geti hugsað sér að vinna við leiklistina aftur í fram- tíðinni. Eftir að hafa lifað í leiklistinni í nokkur ár stóð Ingibjörg á kross- götum, vildi söðla um og sótti um stöðu fararstjóra á Spáni. „Það má eiginlega segja að ég hafi logið mig til Spánar. Ég fékk starfið á þeim forsendum að ég kynni spænsku, sem ég gerði alls ekki. Ég sagði að ég hefði lært spænsku en að ég þyrfti bara að rifja hana upp,“ segir Ingibjörg og brosir á meðan hún rifjar upp þennan tíma. „Ég hafði engar áhyggjur af því heldur tók ég bara eitt nám- skeið áður en ég flutti út og treysti á að þetta mundi koma með tím- anum. Fyrsta veturinn úti komst ég ansi langt, enda neitaði ég að tala annað en spænsku. “ HAGSÝNA HÚSMÓÐIRIN Tíminn á Spáni lengdist í sjö ár og eignaðist hún tvo börn með spænskum barnsföður sínum. Þegar hún loks flutti heim var hún einstæð tveggja barna móðir og þá tók hin hagsýna húsmóð- ir völdin. „Ég var ekki tilbúin aftur í hark- ið sem fylgir leiklistinni, ætlaði nú aldeilis að gera eitthvað meira praktískt og skellti mér í við- skiptafræðinám á Bifröst. Það var frábær tími en ég neita því ekki að hann var líka erfiður, sérstaklega þar sem dóttirin svaf varla heila nótt allan tímann, en þetta tókst nú allt á endanum,“ segir Ingi- björg, sem sérhæfði sig í nýsköp- Ég hef tískuna kannski ekki í puttunum, enda ekki hönnuður sjálf en ég nýt hennar fram í fingurgóma.” Dreymir um íslenskt tískuhús Ingibjörg Gréta Gísladóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Runway, trúir því að hönnun breyti heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BAK VIÐ TJÖLDIN Í TÍSKUHEIMINUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.