Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 33

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 33
2. september föstudagur 7 ✽ m yn da al bú m iðun og frumkvöðlafræði við Há-skólann á Bifröst. „Mér fannst þessi sérhæfing spennandi og með því að sérhæfa mig í þessum fræðum samein- aði ég sköpunarþörfina og fram- kvæmdagleðina,“ segir Ingibjörg, en mörgum þótti sérhæfing henn- ar óhentug og skildu ekki hvernig hún ætti að nýta sér frumkvöðla- fræði á vinnumarkaðnum. En nú eru breyttir tímar og segir Ingi- björg að kreppan hafi sem betur fer haft mjög jákvæð áhrif á ný- sköpun í landinu. „Ég man að ég sótti um í banka árið 2006 eftir útskrift, bara vegna þess að leiðir allra lágu þangað. Frumkvöðlafræðingur í banka- kerfinu er nú kannski svolít- ið langsótt. En að lokum leiddi sérhæfingin mig í Hugmynda- hús háskólanna, eitt flottasta nýsköpunarverkefni sem komið hefur fram á sjónarsviðið hér á landi.“ REYKJAVÍK RUNWAY Ingibjörg hefur geysilega trú á ís- lenskri hönnun og hefur unnið að uppbyggingu fatahönnunar bæði í gegnum Hugmyndahúsið og nú með Reykjavík Runway. Þó að hún sé sjálf engin tískudrós hefur hún gaman af þessum heimi og vill vera bak við tjöldin í tískuheim- inum. „Ég hef tískuna kannski ekki í puttunum, enda ekki hönnuður sjálf, en ég nýt hennar fram í fing- urgóma. Ég vil hafa áhrif og þjón- usta fatahönnuði og ég nýt þess að fylgjast með tískunni og vinna með fólki sem er skapandi á þeim vettvangi.“ Ingibjörg var með vinnusmiðj- ur fyrir fatahönnuði í Hugmynda- húsinu, sem fékk styrk frá Vinnu- málastofnun til að halda því verkefni áfram í sumar. Þegar Hugmyndahúsinu var síðan lokað ákvað hún að tækifærið væri of dýrmætt til að sleppa því. Ingi- björg hélt verkefninu áfram, fékk aðstöðu hjá Listaháskólanum í sumar og bætti fatahönnunar- keppni við. „Þá fór boltinn að rúlla og það má segja að ég hafi verið með keppnina á heilanum síðan. Fatahönnun er í mikilli uppsveiflu í dag og við eigum mikið af efni- legum hönnuðum sem geta náð langt i tískuheiminum.” ÍÞRÓTTAMANNESKJAN Þó að Ingibjörg hafi ekki haft mikinn tíma aflögu síðustu mán- uði æfði hún markvisst hlaup og hljóp í annað sinn hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Einn- ig hefur hún mikinn áhuga á fót- bolta, þar sem hún heldur með Barcelona og Víkingi þar sem sonur hennar æfir. „Ég er engin sérstök íþrótta- manneskja en ákvað fyrir nokkr- um árum að setja sjálfa mig í fyrsta sæti. Ég hleyp og stunda Glo Motion í Rope Yoga setrinu á hverjum morgni,“ segir Ingibjörg og og bætir við að með því að setja heilsuna í forgang, finnist henni nást meiri árangur á öllum svið- um. Ingibjörg ætlar sér að halda ótrauð áfram við að þjónusta ís- lenska fatahönnuði. Hún er á leið á tískuvikuna í New York nú í september að kynna fatahönn- uði og draumurinn er að stofna ís- lenskt tískuhús í framtíðinni. „Mitt mottó er að maður á aldrei að reyna eitthvað, heldur einfald- lega bara gera það. Það er allt inni í myndinni og ekkert ómögulegt.“ Fjölskyldan í hjólataxa í London Á hlaupum Á þorrablóti á Ka naríeyjum með Auði og Jó- hönnu, samsta rfskonum mínu m.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.