Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 33
2. september föstudagur 7 ✽ m yn da al bú m iðun og frumkvöðlafræði við Há-skólann á Bifröst. „Mér fannst þessi sérhæfing spennandi og með því að sérhæfa mig í þessum fræðum samein- aði ég sköpunarþörfina og fram- kvæmdagleðina,“ segir Ingibjörg, en mörgum þótti sérhæfing henn- ar óhentug og skildu ekki hvernig hún ætti að nýta sér frumkvöðla- fræði á vinnumarkaðnum. En nú eru breyttir tímar og segir Ingi- björg að kreppan hafi sem betur fer haft mjög jákvæð áhrif á ný- sköpun í landinu. „Ég man að ég sótti um í banka árið 2006 eftir útskrift, bara vegna þess að leiðir allra lágu þangað. Frumkvöðlafræðingur í banka- kerfinu er nú kannski svolít- ið langsótt. En að lokum leiddi sérhæfingin mig í Hugmynda- hús háskólanna, eitt flottasta nýsköpunarverkefni sem komið hefur fram á sjónarsviðið hér á landi.“ REYKJAVÍK RUNWAY Ingibjörg hefur geysilega trú á ís- lenskri hönnun og hefur unnið að uppbyggingu fatahönnunar bæði í gegnum Hugmyndahúsið og nú með Reykjavík Runway. Þó að hún sé sjálf engin tískudrós hefur hún gaman af þessum heimi og vill vera bak við tjöldin í tískuheim- inum. „Ég hef tískuna kannski ekki í puttunum, enda ekki hönnuður sjálf, en ég nýt hennar fram í fing- urgóma. Ég vil hafa áhrif og þjón- usta fatahönnuði og ég nýt þess að fylgjast með tískunni og vinna með fólki sem er skapandi á þeim vettvangi.“ Ingibjörg var með vinnusmiðj- ur fyrir fatahönnuði í Hugmynda- húsinu, sem fékk styrk frá Vinnu- málastofnun til að halda því verkefni áfram í sumar. Þegar Hugmyndahúsinu var síðan lokað ákvað hún að tækifærið væri of dýrmætt til að sleppa því. Ingi- björg hélt verkefninu áfram, fékk aðstöðu hjá Listaháskólanum í sumar og bætti fatahönnunar- keppni við. „Þá fór boltinn að rúlla og það má segja að ég hafi verið með keppnina á heilanum síðan. Fatahönnun er í mikilli uppsveiflu í dag og við eigum mikið af efni- legum hönnuðum sem geta náð langt i tískuheiminum.” ÍÞRÓTTAMANNESKJAN Þó að Ingibjörg hafi ekki haft mikinn tíma aflögu síðustu mán- uði æfði hún markvisst hlaup og hljóp í annað sinn hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Einn- ig hefur hún mikinn áhuga á fót- bolta, þar sem hún heldur með Barcelona og Víkingi þar sem sonur hennar æfir. „Ég er engin sérstök íþrótta- manneskja en ákvað fyrir nokkr- um árum að setja sjálfa mig í fyrsta sæti. Ég hleyp og stunda Glo Motion í Rope Yoga setrinu á hverjum morgni,“ segir Ingibjörg og og bætir við að með því að setja heilsuna í forgang, finnist henni nást meiri árangur á öllum svið- um. Ingibjörg ætlar sér að halda ótrauð áfram við að þjónusta ís- lenska fatahönnuði. Hún er á leið á tískuvikuna í New York nú í september að kynna fatahönn- uði og draumurinn er að stofna ís- lenskt tískuhús í framtíðinni. „Mitt mottó er að maður á aldrei að reyna eitthvað, heldur einfald- lega bara gera það. Það er allt inni í myndinni og ekkert ómögulegt.“ Fjölskyldan í hjólataxa í London Á hlaupum Á þorrablóti á Ka naríeyjum með Auði og Jó- hönnu, samsta rfskonum mínu m.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.