Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 02.09.2011, Qupperneq 34
8 föstudagur 2. september © 20 11 E liz ab et h A rd en , In c. Kynlíf foreldra og áhugaleysi ?Maki minn hefur næstum því algerlega misst áhugann á kynlífi. Er svona áhugaleysi tímabundið eða varanlegt? Henni þykir líkamsvessi minn tengdur kynlífi ógeðslegur og það hefur aukist með árunum. Er eðlilegt að konum þyki slíkt ógeðslegt? Hvað veldur? SVAR: Það er ómögulegt að segja hvort áhugaleysi makans er varanlegt eða tímabundið þar sem margir þættir geta spilað inn í. Það væri ráðlagt að leita ráðgjafar hjá kynfræðingi sem gæti aðstoðað ykkur við vandann og hvern- ig mætti leysa úr honum. Sama á við um líkamsvessann, mig grunar að það gæti tengst áhugaleysi makans á kynlífinu. Vessarnir eru hluti af kynlífi og ef henni þykja þeir ógeðfelldir er sennilegt að áhugi hennar til kynlífs minnki. Þetta þarf að skoða nánar með aðstoð kynfræðings. ? Er foreldrum óhætt að stunda kynlíf í sama herbergi og ungbarn ef þau deila herberginu? Hvenær fara smábörn að taka eftir slíkri hegðun og muna eftir henni? SVAR: Minnið er flókið fyrirbæri og rannsóknir hafa sýnt að ungbörn muni og geti hermt eftir því sem þau læra nokkrum dögum seinna. Hvað varðar kynlíf, þá er skilningur þeirra á fyrirbærinu oftast ekki til staðar. Þrátt fyrir að barn um eins árs aldur sjái ykkur stunda kynlíf er ólíklegt að það hafi merkingu í huga þess. Hvað ungbarn varðar þá ættu þið ekki að hafa áhyggjur af því að stunda kynlíf með það inni í herberginu. Foreldrahandbækur mæla með að kynlíf sé stundað þegar barnið sefur, svo þið getið notið ykkar áhyggjulaust. Barnið ætti þá að gista í sínu eigin rúmi, bæði ykkar vegna og vegna öryggi barnsins. Hávaði er svo annað. Ef barnið vaknar auðveldlega við læti þarf að taka tillit til þess. Börn þroskast á mismunandi hraða og mörg eru farin að mynda þriggja orða setningar og spyrja spurninga um tveggja ára gömul, en eru farin að veita hlutum athygli mun fyrr. Þetta er því í raun spurn- ing um hvernig þið ætlið að nálgast umræðu um kyn- ferðisleg málefni við barnið ykkar. Ef barnið sér ykkur stunda kynlíf, ætlið þið að útskýra athöfnina sem eðlilega hegðun, eða nálgast þetta með skömm og neita að tala um það? Nú er ég ekki að leggja til að þið stundið kyn- líf markvisst fyrir framan barnið, alls ekki, en kynlíf og samfarir eru eðlilegur hluti af lífi fullorðins fólks. Börn vilja fá kynfræðslu frá foreldrum sínum og hún þarf að byrja snemma. Opin umræða um kynferðisleg málefni leiðir af sér jákvæðari sýn á kynlíf og þau börn byrja seinna að stunda kynlíf og nota frekar getnaðarvarnir. Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is Patti Smith er ekki síður þekkt sem tískufyrirmynd en tónlistarmaður, en látlaus og tilgerðarlaus fata- stíll hennar hefur verið mörgum konum innblástur í gegnum árin. Smith var hluti af pönkhreyfingunni í New York á áttunda áratugnum og er tónlist hennar blanda af rokktónlist og ljóðagerð. Smith hefur gjarnan verið nefnd „amma pönksins“ enda hefur hún enst lengur en margur annar í tónlistarbrans- anum. Fimm hlutir sem þú vissir ekki um Patti Smith: AMMA PÖNKSINS Fögur Patti Smith situr fyrir hjá ljósmynd- ara í Los Angeles árið 1974. NORDICPHOTOS/GETTY Flott Smith stödd baksviðs á barnum CBGB’s árið 1977. Hún hefur alltaf þótt flott tískufyrirmynd. Á sviðinu Patti Smith mynduð á sviði árið 1978. ★Foreldrar Smith ólu hana upp sem Vott Jehóva og hlaut hún strangt trúarlegt uppeldi. Hún sagði þó skilið við söfnuðinn á unglingsaldri og snerist til búddatrúar. ★Smith hætti í skóla árið 1964 og hóf störf í verksmiðju nærri heimili sínu. Hún eignaðist dóttur árið 1967 en gaf hana til ættleiðingar. ★Smith og systir hennar fluttu til Parísar árið 1969 og unnu fyrir sér með því að leika tón- list á götum úti. Þegar Smith sneri aftur til New York flutti hún inn á Chelsea-hótelið, sem hefur verið heimili margra kunnra tónlistarmanna. ★Smith giftist tónlistarmann- inum Fred Smith og göntuð- ust vinir hennar með það að hún hefði aðeins gifst honum því hann bæri sama eftirnafn og hún. Með Fred, sem lést árið 1994, átti hún tvö börn, Jack- son og Jesse, en Jackson er kvæntur Meg White, trommara hljómsveitarinnar The White Stripes. ★Smith vinnur um þessar mundir að sinni fyrstu glæpa- sögu. Hún er mikill aðdáandi glæpasagna og voru bækurn- ar um Sherlock Holmes í miklu uppáhaldi hjá henni er hún var barn. Ávallt töff Smith í Los Angeles árið 2001. Hún er engu minna flott í dag en hún var fyrir fjörutíu árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.