Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 48

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 48
2. september 2011 FÖSTUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 2.9. Kl. 20:00 Lau 3.9. Kl. 21:30 Sun 4.9. Kl. 21:00 Lau 10.9. Kl. 19:30 Sun 11.9. Kl. 19:30 Listaverkið (Stóra sviðið) Lau 1.10. Kl. 16:00 2. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 3. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn. Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2.9. Kl. 19:30 16. sýn. Lau 3.9.Kl. 19:30 17. sýn. Fös 9.9. Kl. 19:30 18. sýn. Lau 10.9. Kl. 19:30 19. sýn. Fös 16.9. Kl. 19:30 20. sýn. Lau 17.9. Kl. 19:30 21. sýn. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18.9. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 23.9. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 24.9. Kl. 19:30 4. sýn. Sun 25.9. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 30.9. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 1.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 2.10. Kl. 19:30 8. sýn. Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 28.8. Kl. 14:00 31. sýn. Sun 4.9. Kl. 14:00 32. sýn. Sun 11.9. Kl. 14:00 33. sýn. Sun 18.9. Kl. 14:00 34. sýn. Sun 25.9. Kl. 14:00 35. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 21.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 28.10. Kl. 19:30 4. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 6. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:30 7. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 8. sýn. Ö U Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 3.9. Kl. 22:00 Fös 9.9. Kl. 22:00 Fös 16.9.Kl. 22:00 Fös 23.9. Kl. 22:00 Fös 30.9. Kl. 2:00 ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA Ú ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA TSAL A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA A ÚTSA LA ÚTSA LA ÚTSA LA lÍs en ku A PARNIR s Útivistarjakkar 20% til 60% afsláttur Útivistarbuxur 20% til 60% afsláttur og fleira og fleira... Ekki missa af þessu akmarkað magn! Þjóðleikhúskjallarinn geng- ur í endurnýjun lífdaga þegar skemmtisýningin Uppnám verður frumsýnd. Pörupiltarnir bjóða upp á heimspekilegt uppistand og Viggó og Víóletta halda músíkalskt sjálfshjálpar- námskeið. Skemmtisýningin Uppnám verður frumsýnd í Þjóðleikhúskjallaranum annað kvöld. Sýningin er tvískipt og hefst á sýningu Pörupiltanna, Homo Erectus, og lýkur á Sjálfs- hjálparsöngleik Viggós og Víólettu. Túlkun Pörupiltanna Dóra Maack, Nonna Bö og Hermanns Gunnars- sonar er í höndum leikkvennanna Alexíu Bjargar Jóhannesdóttur, Maríu Pálsdóttur og Sólveigar Guð- mundsdóttur. „Við bregðum okkur í hlutverk karlmanna sem kynntust á sjálfs- styrkingarnámskeiði hjá Vinnu- málastofnun,“ segir Sólveig. „Þeir hafa farið á mörg slík námskeið og hafa því svör á reiðum höndum varðandi ýmis samfélagsleg vanda- mál. Þeir ræða einnig samskipti kynjanna í bland við ljóðalestur og dans. Sýninguna mætti kalla heim- spekilegt uppistand.“ Að fyrri sýningu og hléi loknu stígur á svið tvíeykið glaðlynda Viggó og Víóletta. Það samanstend- ur af leik- og söngvurunum Bjarna Snæbjörnssyni og Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur, sem saman hafa glatt gesti ýmissa skemmtana und- anfarin þrjú ár. Flytja þau Sjálfs- hjálparsöngleik Viggós og Víólettu, sem tekur á útlendingahatri, kyn- þáttafordómum og öllum öðrum vandamálum heimsins. „Tvíeykið telur meðvirkni bæta allt, best sé að sópa öllu undir tepp- ið og brosa,“ segir Bjarni, sem lofar áhorfendum magakrampa af hlátri. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á kjallara Þjóðleikhússins í sumar, sviðið hefur verið stækkað og áætlað að sýna fleiri verk. „Við erum mjög spennt að vera með fyrstu frumsýninguna í nýjum Þjóðleikhúskjallara,” segir Bjarni. Söngleikurinn er klukkustundar langur og er sungið í þrjú korter. Textar eru samdir við stef úr söng- leikjum á borð við Rocky Horror Show, Litlu hryllingsbúðina og söng- leikinn Legally Blonde. Eitt frum- samið lag er í sýningunni. Ber það heitið Aðdáendaher og er farið að hljóma í útvarpi. „Þetta er alvöru söngleikjasmell- ur,“ segir Bjarni. Að frumsýningu lokinni verður Uppnám sýnt öll föstudagskvöld í september klukkan 22. Hægt er að nálgast miða á miði. is og leikhusid.is. hallfridur@frettabladid.is SKEMMTUN Í UPPNÁMI UPPNÁM Skemmtisýningin er tvískipt; fyrir hlé halda Pörupiltar heimspekilegt uppistand en tvíeykið tónelska Viggó og Víóletta heldur námskeið um gildi þess að sópa öllum vandamálum undir teppið og brosa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sviðslistaþing Leiklistarsam- band Íslands (LSI) verður hald- ið í Tjarnarbíói á sunnudag í tengslum við Lókal-hátíðina. Nor- ræn sviðsverk verða í forgrunni á þinginu enda kemur norrænt samstarf til með að vera áberandi í starfi LSI á komandi ári. „Við vildum nota tækifærið og fjalla um samlegðaráhrif þess að Norðurlöndin vinni saman til að koma sér á kortið á alþjóða- vísu,“ segir Ása Richardsdótt- ir, forseti LSI. Gestafyrirlesari á þinginu verður Åsa Edgren, stjórnandi umboðsskrifstofunn- ar Loco World. Hún fjallar um sameiginlegt norrænt verkefni í Norður-Ameríku, sem ætlað er að auka sýnileika norræna sviðs- lista. Verkefnið hefst í ársbyrjun 2012 og stendur til 2016. Norrænt samstarf hefur færst í aukana á vettvangi sviðslista á Íslandi undanfarin misseri, eins og mátti til dæmis merkja á Lókal-hátíðinni í fyrra sem og í ár. Að ári verða síðan haldnir nor- rænir leiklistardagar hér á landi. „Það er okkar trú að við fáum meiru áorkað ef við leggjum krafta okkar saman,“ segir Ása Richardsdóttir. „Við höfum líka komist að því í gegnum þessi nor- rænu samstarfsverkefni að það eru mjög merkilegir hlutir að gerast á Norðurlöndunum.“ Norrænar bókmenntir og kvik- myndir hafa vakið nokkra athygli á alþjóðavísu undanfarið og segir Ása sannarlega dæmi um sviðs- listamenn sem hafi gert það líka. „Það er mikið af sterku sviðs- listafólki á Norðurlöndunum sem hafa vakið athygli fyrir utan landsteinana, meðal annars Vesturport og Erna Ómarsdóttir svo ég nefni tvö íslenskt dæmi. En það má auðvitað alltaf gera enn betur, ekki síst ef við stillum saman strengi okkar.“ Vonir standa til að Kynningar- miðstöð íslenskra sviðslista verði stofnuð um næstu áramót en Ása segir mikla þörf á slíkri miðstöð. „Hún myndi virka sem bak- hjarl sviðslistafólks, jafnt stofn- ana, hópa sem þegar hafa getið sér gott orð á alþjóðavettvangi sem og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref.“ Sviðslistaþingið í Tjarnarbíói hefst klukkan 11 á sunnudags- morgun. - bs Sviðslistaþing í Tjarnarbíói ÁSA RICHARDSDÓTTIR Tilnefnt til netverðlauna Netleikhúsið Herbergi 408 er tilnefnt til Evrópsku útvarps- og sjónvarpsverðlaunanna (Prix Europa) fyrir verkið Jökla. Þetta er í annað sinn sem leikhúsið er tilnefnt til verð- launanna í flokki nýrra miðla en fyrra skiptið var fyrir verk- ið Herbergi 408 árið 2010. Jöklar er gagnvirkt netverk unnið í smiðju leikskáldsins Hrafnhildar Hagalín og leiklist- arkonunnar Steinunnar Knúts- dóttur, en þær stóðu einnig að Herbergi 408. Jöklar var flutt samtímis á fimm stöðum á land- inu fyrr á þessu ári. Í tilefni af tilnefningunni opnar leikhúsið gagnvirka net- útgáfu af Jöklum á slóðinni her- bergi408.is klukkan 16 í dag. Nýjasta verk netleikhúss- ins Herbergi 408 er School of Transformation, sem unnið var í samvinnu við norska netleik- félagið Mobile Homes, og hefur verið sýnt undanfarið í Tjarnar- bíói. JÖKLAR Steinunn Knútsdóttir, Hrafnhildur Hagalín og Árni Pétur Guðjónsson. SÍÐUSTU FORVÖÐ Í KRÝSUVÍK Síðasti dagur sýningarinnar Huldufólk og talandi steinar í Sveinshúsi í Krýsuvík verður á sunnudag, frá klukkan 13 til 17.30. Sýningin lýsir myndheimi Sveins Björnssonar sem var að þróast yfir í fantasíur upp úr 1960 í verkum sem sýnd voru á samsýningum hans og danskra listamanna á Charlottenborg í Kaupmannahöfn á 7. áratugnum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.