Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 59

Fréttablaðið - 02.09.2011, Page 59
FÖSTUDAGUR 2. september 2011 39 Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 www. tengi.is Mora FMM handlaugartæki Tilboð kr. 11.500,- Almar Emotion Tilboð kr. 2.800,- Adria sturtuhorn 80 án botns Tilboð kr. 44.200,- Einnig fáanlegt 90 cm Stálvaskar Verð frá kr. 13.900,- Mora FMM eldhústæki Tilboð kr. 11.500,- Sphinx salerni, GEBERIT kassi seta og þrýstispjald Tilboð kr. 49.900- FMM 9000E baðtæki. Tilboð kr. 28.500,- Hannaðu heimilið með Tengi 50% - af slætti. 20% afsláttur af öllum vörum* *nema af sérverðum og heitum pottum *Sértilboð *Sértilboð*Sértilboð *Sértilboð *Sértilboð *Sértilboð *Sértilboð FÓTBOLTI Húsvíkingurinn Hallgrím- ur Jónasson var valinn í íslenska landsliðið fyrir leikina gegn Nor- egi og Kýpur en Ísland mætir fyrr- nefnda liðinu ytra í dag. Hann segist ánægður með að hafa fengið kallið en Fréttablaðið hitti á Hallgrím á hóteli íslenska liðsins í Osló. „Ég er alltaf ánægður með að vera valinn í íslenska landsliðið. Ég hef nokkrum sinnum verið valinn og spilað einn leik - gegn Færeyjum í Kórnum,“ sagði Hallgrímur en hann hóf atvinnumannaferilinn árið 2009 þegar hann fór til GAIS í Svíþjóð frá Keflavík. Hann var lánaður fyrir núverandi tímabil til SönderjyskE í Danmörku þar sem hann hefur staðið sig vel í upphafi tímabilsins. „Það eru sjö leikir búnir og við erum í þriðja sæti. Menn eru því jákvæðir á þeim bænum eins og er,“ sagði Hallgrímur sem segist hafa fagnað tækifærinu á að komast til Danmerkur. „Ég var ekki að fá þau tækifæri hjá GAIS sem ég taldi að ég ætti skilið og ég hef þar að auki alltaf haft áhuga á að spila í Danmörku. Þetta voru því bara góð skipti fyrir mig.“ Samningurinn rennur út um áramótin og er óvíst hvað tekur við þá. „Það hafa verið einhverjar þreifingar á milli félaganna en ég veit ekki hvernig þau mál standa. Það eina sem ég get gert er að spila þessa leiki og reyna að gera mitt besta.“ Hann er ánægður með þann tíma sem hann hefur verið í atvinnumennskunni. „Ég er mjög ánægður. Ég hef lært mjög mikið og tekið út mikinn þroska. Reyndar byrjaði ég á því að fara í aðgerð og spilaði því ekki mikið í upphafi. En síðan þá hefur mér gengið vel og ég hef ekkert nema gott um dvölina að segja.“ Spurður um framtíðaráætlanir segir hann stefnuna vera að spila í sterkari deild. „Ég hef lengi sagt að draumurinn sé að kom- ast til Hollands. Ég var þar þegar ég var ungur og það er eitthvað sem heillar mig við hollenska bolt- ann. Ef ég held áfram að gera mitt besta þá vona ég að sá draumur geti ræst einn dag- inn.“ - esá Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE og íslenska landsliðsins, vill færa sig sunnar í Evrópu: Vil taka næsta skref á ferlinum í Hollandi 1. deild karla HK - Haukar 0-2 0-1 Björgvin Stefánsson (11.), 0-2 Hilmar Trausti Arnarsson (82.). HK er fallið í 2. deild. Þróttur R. - ÍR 1-3 1-0 Sveinbjörn Jónasson (34.), 1-1 Árni Freyr Guðnason (45.), 1-2 Jón Gísli Ström (55.), 1-3 Árni Freyr Guðnason (65.) Leiknir R. - Fjölnir 3-0 1-0 Ólafur Hrannar Kristjánsson (22.), 2-0 Ólafur Hrannar (35.), 3-0 Ólafur Hrannar (90.+3) STAÐAN Í DEILDINNI ÍA 19 14 3 2 45-12 45 Selfoss 19 12 2 5 34-16 38 Haukar 20 10 5 5 28-17 35 Fjölnir 20 8 7 5 30-29 31 BÍ/Bolungarvík 19 9 4 6 24-29 31 Víkingur Ó. 19 8 4 7 28-21 28 Þróttur R. 20 8 2 10 24-40 26 KA 19 7 2 10 25-32 23 ÍR 20 6 4 10 25-36 22 Grótta 19 4 7 8 14-25 19 Leiknir R. 20 4 4 12 26-30 16 HK 20 2 6 12 20-36 12 ÚRSLIT Í GÆR FÓTBOTLI Björn Bergmann Sigurð- arson var hetja íslenska 21 árs landsliðsins í 2-1 sigri á Belgum á Vodafonevellinum í gærkvöldi en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins í undankeppni EM 2013. Björn Bergmann skoraði bæði mörkin þar af sigurmarkið þrem- ur mínútum fyrir leikslok. „Það er alveg bókað að við ætlum í annað ævintýri í þessari keppni. Þetta eru frábærir strák- ar og þeir eru ekkert síðri heldur en hinn hópurinn. Við reynum að fara alla leið,“ sagði Björn Berg- mann og hann var ánægður með mörkin sín. Björn Bergmann var aðeins einn af þremur leikmönn- um í 21 árs liðinu í dag sem var með í úrslitakeppni EM í Dan- mörku í sumar „Ég er ekki búinn að vera að skora mikið með félagsliðinu mínu og var ekki búinn að skora í síðustu fimm leikjum. Það komu tvö núna og það er alveg geðveikt,“ sagði Björn Bergmann sem hefur þó lagt upp ófá mörkin fyrir félaga sína í Lilleström í sumar. „Það telur líka en það er miklu skemmtilegra að skora sjálfur,“ sagði Björn Bergmann léttur að lokum. - óój Björn Bergmann kláraði Belga: Ætla að fara aftur alla leið BJÖRN BERGMANN SIGURÐARSON Átti mjög flottan leik í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.