Fréttablaðið - 02.09.2011, Síða 62

Fréttablaðið - 02.09.2011, Síða 62
2. september 2011 FÖSTUDAGUR42 í Kirkjuhvoli í Garðabæ Sprenghlægileg og smart sýning! EB, Fbl. KHH, Ft. Föstud. 2.sept kl.20 Laugard. 3. sept kl.21.30 (In English) Sunnud. 4.sept kl.21 PARTÝSÝNING ÁRSINS! Örfáar aukasýningar í september Miðasölusími: 551 1200 eða á leikhusid.is FÖSTUDAGSLAGIÐ „Tvímælalaust lagið Emergency með Ruede Hagelstein.“ Alexander Briem fjöllistamaður. „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeist- araliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks ára- langa einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvenna- knattspyrnu þegar liðið lagði Aft- ureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliða- bandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótbolta- lið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt allt- af verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru syst- ur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhild- ur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is GUNNHILDUR YRSA: MEÐ HEILT KLAPPLIÐ FYRIR SIG Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar SAMHELDIN SYSTKINI Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróður- inn, Tind. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það hefur greinilega jákvæð áhrif á okkur að vera innan um þessar frjálsu ástir í leikritinu,“ segir Erna Hrönn Ólafsdóttir, söng- og leikkona, en það vill svo skemmtilega til að Erna er þriðji meðlimur leikhóps- ins í Hárinu sem á von á barni. Magni Ásgeirsson á von á sínu öðru barni í desem- ber og Eyþór Ingi Gunnlaugsson á von á barni í nóvember. Jóhannes Haukur Jóhannesson eignaðist síðan son fyrir stuttu, svo í raun verða þau fjögur með barnavagna á næsta ári. „Þetta er skemmileg tilviljun og við höfum örugg- lega öll smitast af kynorkunni í leikritinu. Spurning hvort við stofnum svona foreldra-Hár-hóp okkar á milli á næsta ári?“ Erna á von á sér á sjálfan Valentínusardaginn, 14. febrúar, en barnið fæðist inn í stóran systkinahóp því fimm börn eru fyrir á heimili Ernu. „Já, það verður nóg að gera. Ég á tvö börn fyrir og maðurinn minn á þrjú en barnið er okkar fyrsta saman. Það verða því sex börn á heimilinu á næsta ári og væntanlega mikið fjör,“ segir Erna, hvergi bangin við barnaskarann. „Yngsta barnið er sex ára svo það verður bara eitt bleyjubarn. Mitt yngsta er átta ára svo það er orðið frekar langt síðan ég gekk í gegnum meðgöngu síðast en mér líður prýðilega.“ Erna er þessa dagana að koma sér fyrir í útvarpi, þar sem hún kemur inn í þáttinn Fjögur sex á FM957 ásamt Brynjari Má Valdimarssyni. „Það er alveg frá- bært. Ég hef verið FM957-röddin undanfarið ár og þetta er því ákveðið framhald á því.“ - áp Frjálsar ástir hafa jákvæð áhrif FJÖLGUN Það verður nóg að gera hjá Ernu Hrönn Ólafsdóttur á næsta ári þegar hún bætir sjötta barninu við fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þetta er ekkert yfirskin hjá lagahöfundum sem eru að fara saman í detox,“ segir Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri FTT, Félags íslenskra tón- skálda og textahöfunda. Dagana 5.-9. september fer fram söngvasmiðja á vegum félagsins á Heilsuhótelinu Ásbrú í Reykjanesbæ. Hótelið hefur einna helst verið þekkt fyrir detox-meðferðir sínar og þar ræður ríkjum engin önnur en Jónína Ben. Jón segir staðsetninguna fyrst og fremst hagkvæma, þeir taki hótelið á leigu og engin önnur starfsemi verði í gangi á meðan. „Ég fór út á land og skoð- aði gistiaðstöður en fann aldrei neitt nógu stórt og ódýrt, þetta heilsuhótel er á gamla varnar- svæðinu og allt hjá Kananum er svo stórt.“ Samkomuna heiðrar góður gestur, lagahöf- undur að nafni Paul Simm, en hann hefur unnið með listamönnum á borð við Amy Winehouse, Sugababes, All Saints og Neneh Cherry. Jón segir hann vera mikinn hvalreka fyrir íslenska lagahöfunda. Og af þeim verður nóg á heilsuhótelinu. Meðal þeirra sem boðað hafa komu sína eru Jónas Sigurðs- son, Hafdís Huld, Örlygur Smári og Jens Hansson auk nokkurra efnilegra lagahöfunda frá Írlandi, Danmörku og Svíþjóð. - fgg EKKERT DETOX Jens Hansson, Jónas Sigurðsson og Hafdís Huld eru meðal þeirra sem ætla að mæta í söngvasmiðju FTT á Heilsuhótelinu Ásbrú í Reykjanesbæ. Meðal annarra gesta má nefna Paul Simm sem vann með Amy Winehouse og Sugababes. Lagahöfundar leggja undir sig heilsuhótel

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.